Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 7
t LESBÓK MORGUNBLAÐSINS * 195 þarf langt að fara í bílum til þess að komast út á flugvellina. Menn sætta sig þó við þetta á meðan ekki er hægt að komast fljótar yfir. En þegar koptarnir koma til sögunn- ar, breytist þetta. Þá verða gerðir lendingarstaðir fyrir koptana inni í sjálfum borgunum. Fyrsti slíkur lendingarstaður hefir verið gerður á þaki hafnarbyggingarihnar í miðri New York borg. Frá slíkum lendingarstöðum verður fólk svo flutt út á flugvellina og það ferða- lag er ekki nema nokkrar mínút- ur. — Kostir koptanna fram yfir kosti' venjulegra flugvéla, eru margir og miklir. Koptarnir geta sest og haf- ið sig tii flugs á örlitlum bletti, svo að ekki þarf að gera óhemju dýra flugvelli fyrir þá. Þeir geta flogið* í hvaða veðri sem er, svo að segja. Þeir geta flogið aftur á bak og áfram o£ til hliða, þeir geta farið löng renniflug og þeir geta staðið kyrrir í loftinu, þar sem þeir eru komnir. Ef loftárásir eru gerðar á borg- ir, er ekki hægt að koma bílum við. En koptarnir geta komið til hjálpar hvar sem er. Þeir geta sam- stundis flutt lækna, hjúkrunarlið og hjúkrunargögn á sprengjustað- inn. Þetta hafa þeir sýnt í Kóreu, og þess vegna eru þeir kallaðir „englar“ þar. KOPTINN KEMUR í STAÐ BÍLA Á vetrum, þegar ófærð teppir alla vegi, geta koptarnir komizt hvert sem er og flutt vistir og nauðsynjar. Þeir geta líka orðið til þess að byggð rísi upp þar sem nú er ónumið land og engar samgöng- ur. Landnemarnir byggja þá hús sín með flötu þaki og bar setjast koparnir, sem færa þeim allar lífs- nauðsynjar og póst og flytja þá sjálfa fram og aftur. Sennilegt er talið að innan skamms verði koptarnir almenn- ingseign og komi algjörlega í stað bíla. Menn geta farið á þeim hvert sém þeir vilja. Á góðviðrisdögum geta þeir skroppið með alla fjöl- skyldu sína upp til fjalla og fagurra staða, þar sem engir vegir eru. Og þá skipta vegalengdir ekki svo miklu máli. Það væri til dæmis hægðarleikur að skreppa héðan frá Reykjavík austur að Hallormsstað að morgni og koma heim að kvöldi. Og það er einhver munur að sitja fkopta eða bíl. Þar er eng- inn hávaði, engir hnykkir né ó- þægindi af vondum vegum. Það fer jafn þægilega um menn eins og inni í stofu og þreyta gerir ekki vart við sig. En hætt er við að þeir sem færi í bíl í einum áfanga austur að Hallormsstað, væri orðn- ir þreyttir og aðþrengdir þegar þangað kemur. Það er miklu auðveldara að fara með kopta heldur en aðrar flug- vélar. Allur útbúnaður þeirra er miklu einfaldari. Það er ekki meiri vandi að fara með þá og stjórna þeim, heldur en taka bílpróf, og þó enn minni, því að á einum degi geta menn lært að fljúga kopta. Við skulum hugsa okkur að ein- hver fjölskyldufaðir hér í Reykja- vík eigi kopta. Einhvern sunnudag ákveður hann að skreppa með fjöl- skylduna upp að Hvítárvatni. Hann dregur koptann upp úr geymslu- skúrnum og fólkið sezt í hann. Það hefur með sér nesti til dagsins. Húsbóndinn sezt fram í og styður á hnapp og í sama bili fer hin mikla loftskrúfa á stað. Það heyrist ekk- ert í henni og hægt og rólega lyftír hún koptanum frá jörð. Þegar þau eru komin 1200 fet í loft upp, hreyf- ir hann stýrissveifina svo að kopt- inn hallast ofurlítið fram á við, en við það breytist ferðalagið svo að nú fara þau ekki hærra heldur tekur koptinn nú á rás. Eftir stutta stund er Reykjavík horfin og eftir svo sem hálfrar stundar flug eru þau komin upp að HvMrvami.*Þá er stýrissveifinni kippt til baka og vængjunum úr sambandi við hréýf- ilinn. Stutta stund er þá einá' og koptinn standi kyr í lausu lofti, eh svo fer hann að síga og þá fer skrúfan sjálfkrafa á stað af loft- þrýstingnum, og þahhig svífúr koptinn hægt og rólega tíl jarðar. En nú spyrjið þið: Hverni^ ¥ér ef hreyfillinn skyldi bila á miðri leið? Það gerir ekkert tiL Skrúfah losn- ar óðar sjálfkrafa úr sambahdi við hann og koptinn er orðinn að svif- flugu, sem stýra má hvert sem maður vilL Snúninguf skrúíúhhar hindrar það að koptinn geti hráp- að. Og það þarf ekki stóran sléftan blett til þess að hægt sé að lenda. Þegar koptarnir koma í stað bíla, verða færri umferðarslysin, því að lítil hætta er á árekstrum í löfti. Helzt væri hætta á því að aðrar flugvélar kynni að rekast á kopta, en þegar koptinn er orðið algengt farartæki verður honum ætlað að fljúga í ákveðinni hæð, en leiðir flugvélanna liggja þar fyrir ofan. ^ íW íW i FRÁSÖGNIN „Erfiðleikar landnemans" í seinustu Lesbók, var tekin eftir „The Icelandic- Canadian“, tímariti Vestur-íslendinga, en af vangá láðist að geta þess. Hins má geta, að frásögn Magnúsar er miklu lengri en þetta og hefur birzt í tveim- ur heftum tímaritsins. — Eins og áður hefur verið getið, er rit þetta gefið út til þess að viðhalda sambandinu milli íslendinga austan hafs og vestan, enda þótt íslenzk tunga hverfi smám saman vestan hafs. Ætti menn hér heima að fylgjast betur með þessari tilraun og það gera þeir bezt með því að kaupa tímaritið og senda því fræðandi greinar um land og þjóð. Mundi það áreiðan- lega verða vel metið. Ritstjóri „The Icelandic Canadian" er nú Hólmfríður Danielsson, 869 Garfield St., Winnipeg, Canada.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.