Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 197 hestana með eldi, og kvaðst Þórður þá hafa bannað honum að fara svo ógætilega með eld. Elcki vitnaðist meira í þessu máli við fyrsta réttarhald. En daginn eftir viðurkenndi Brynjólfur að hann hefði sett logandi lótorfu und- ir tögl á tveimur hestum, og reynd- ist svo að David Hölter skóari átti annan þeirra en Jens Sandholt hinn. Þvertók Brynjólfur fyrir að hann hefði leikið þetta bragð við íleiri hesta og væri sér með öllu ókunnugt livernig hinir sex hest- arnir hefði verið meiddir. Með þessum framburði hans sannaðist það, að þeir Þórður og Jón hefði ekki átt neina hlutdeild í þessu verki og Brynjólfur bæri einn ^ibyrgð á því. Síðan var kveðinn upp dóinur yfir honum og eru forsendur dóms- ins að mörgu leyti einkennilegar. Þar segir að það muni hafa verið ætlan Brynjólfs að fæla hrossin, en ekki að meiða þau. Hafi liann með þessu leitazt við að verja löglega eign sína og' formanns síns. Auð- vitað hefði hann átt að handsama hrossin, en ekki að taka rétt sinn sjálfur með þrælslegri liefnd á skynlausum skepnum. Hann hefði auðvitað átt að kæra tjón sitt fyrir yfirvaldi og fá eigendur hestanna dæmda til að greiða sér skaðabæt- ur. En nú hafi verið svo ástatt, að þeir í Borgarabæ höfðu engin hús til að stinga hestunum inn í, og í myrkri sé ekki gott að þekkja hross sundur, þegar þau sé mörg saman. Þess vegna sé það eðlilegt að í gremju sinni út af þeim skemmd- um er hrossin höfðu valdið, hafi hann ekki hugsað um hvað hann var að gera, né hvað af því kynni að hljótast. „Ekki getur það heldur orðið honum til mikils áfellis, að hann ekki strax játaði upp á sig verkið, og leitaðist síðan við að gera aðra hluttakandi í því, því menn vilja komast undan svo lengi sem mögulegt er, og vilja síður vera einir í sektinni.“ Hitt var talið þyngra á metun- um að hann hefði með hirðulausri og óvarlegri meðferð elds getað valdið því að eldur kæmi upp í bænum. Telja verði mjög líklegt að þegar hestarnir kenndu sárs- aukans, hefði þeir þotið niður í bæ og ef til vill inn í eitthvert hús. Þar hefði svo eldurinn getað dottið undan töglurn þeirra og kveikt í húsinu, og þannig kviknað í bæn- um, þar sem flest húsin þar voru úr timbri. Þótt dómarinn telji það óhæfu- verk að níðast á saklausum skepn- um, telur hann að hér hafi verið um nokkurs konar sjálfsvörn að ræða hjá Brynjólfi, og því verði að heimfæra þetta drýgða verk undir „herverk“. Dómurinn varð að vísu nokkuð þungur. Brynjólfur var dæmdur til að greiða 10 rdl. í reiðu silfri í sekt og skyldi helmingurinn af því falla til konungs, en hinn helmingurinn til eiganda hestanna, þeirra Hölters og Jens Sandholts. Auk þess var Brynjólfur dæmdur til að greiða þeim skemmdir á hestunum „eftir því sem þar til kjörnir menn hafa skemmdirnar metið“, sem sé 2 rdl. vöruverðs eða 1 rdl. 2 mörk silfurs. Hann skyldi einnig greiða 5 rdl. sekt í lögreglusjóð og málskostnað allan. — Skyldi þetta allt greiðast innan þriggja sólarhringa.. 5W 5W 4* HÚSBÓNDINN kom ekki heim í tæka tíð og konan var orðin sárgröm. Að lokum kemur hann haltrandi inn. — Hvernig stendur á því að þú læt- ur mig biða með matinn í tvær klukku- stundir? þrumaði konan. — Elskan mín, ég varð undir bíl. — Hvað um það? Þú ætlar þó ekki að telja mér trú um að þú'þurfir tvær klukkustundir til þess að verða undir bíl? & aryia Hjónin voru að tala um gift- ingu, sem var nýlega um garg gengin. Jóna litla dóttir þeirra, fjögurra ára, hlustaði á og sagði síðan: — Þegajj eg er orðin stór verð ég að giftast honum Stjána. Stjáni átti heima í sama húsi og þau. Foreldrarnir spurðu hvers vegna hún hefði nú einmitt valið hann. — Eg get ekki annað, eg fæ aldrei að fara yfir götuna par sem allir hinir strákarnir eru. ----o---- DÍSA var sex ára. Pabbi var að sýna henni ljósmyndir og þar á meðal var mynd tekin á brúð- kaupsdegi ‘ þeirra hjónanna. — Pabbi reyndi að útskýra fyrir Dísu hver merkisdagur þetta hefði verið er myndin var tekin. Og eftir nokkra stund segir Dísa: — Já, nú skil ég, það hefur verið þegar þú réðir hana mömmu til þess að vinna fyrir okkur. Jói var fjögurra ára^þégar hann eignaðist litla syst^rý^í íysrta skifti sem Jói sá hafia sagði hann: — Sko, hún er með nylon-hár. -------------o----- Það var leiksýning fyrir börn og sýnt var Aladin og undra- lampinn. Börnin voru ákaflega hrifin. Úti i anddyri hitti leik- hússtjórinn átta ára gamlan snáða og fór að tala um leikinn við hann og að lokum spurði leikhússtjórinn hvort hann lang- aði ekki til þess að koma að tjaldabaki og sjá leikendurna. Jú, drenginn langaði til þess. Þegar þeir komu að tjaldabaki, þá stóð Aladinslampinn þar og leikhús- stjórinn spurði drenginn hvort hann vildi ekki óska sér ein- hvers. „Óskaðu þess, sem þú vilt helzt og óskin mun verða uppfyllt,“ sagði hann. Drengurinn gekk að lampan- um, lagði hönd sína á hann og sagði: ,,Þá óska ég þess að pabbi og mamma verði alltaí heilbrigð og ánægð.“ ___

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.