Lesbók Morgunblaðsins - 20.04.1952, Side 10
198
LESEÓK MORGUNBLAÐSINS
Hvað gerð/sí 1 marz
MERKUSTU tíðindin í þessum mán-
uði og þau merkustu er lengi hafa
gerzt, eru þau að landhelgin er færð
út þannig, að öllum flóum og fjörðum
er lokað og landhelgislinan sett 4 sjó-
miium fyrir utan >Trtu annes, sker og
eyar. Hinn 19. marz gaf atvinnumála-
ráðuneytið út reglugerð um verndun
fiskveiða við ísland, þar sem þessi
ákvæði eru sett um landhelgina og
er þar byggt á úrskurði alþjóða-
dómstólsins i Ilaag í landhelgisþrætu
Norðmanna og Englendinga. Hafa ís-
lendingar náð hér langþráðu tak-
marki, að friða algjörlega Faxaflóa og
Breiðafjörð fvrir veiðum dragnótabáta
og togara. Hér á myndinni má sjá þá
miklu breytingu, sem verður á land-
helginni við vesturhluta íslands, allt
frá Skagatá að Vestmanraeyjum. Er
þar sýnd gamla landhelgislínan og sú
nýa. — Reglugerðin gengur i gildi 15.
maí.
VEÐRÁTTA
var yfirleitt góð og mild í þessum
mánuði og gæftir góðar. Meðaihiti
mánaðarins var 1 stig hér í Reykjavík,
en víða um frostmark. Á suðvestur-
landi var yfirleitt bjartviðri og úrkoma
helmingi minni en venjulega. Snjó
leysti í byggðum, en hjarn gerði á
heiðum og fjöllum og fyrra hluta mán-
aðarins gerðu menn sér til gamans að
aka á jeppum upp á fjöll, svo sem
Skálafell, Ok og Skjaldbreið. Annars
var snjólétt um allt land. Talsvert frost
var fyrstu daga mánaðarins fyrir norð-
an og lagði þá Akureyrarpoll 6 þuml-
unga þykkum ísi og náði íshellan út
á Eyafjörð móts við Svalbarðseyri og
Hörgárósa. Báturinn Drangur, sem
annast flutninga á mjólk til Siglufjarð-
ar, lá inni frosinn á Akureyrarpolli
og komst ekki út þaðan fyr en 7. marz.
— Hinn 20. skall á suðvestanhríð og
teptust þá flugvellir hér syðra og
fjórar flugvélar urðu veðurteptar fyr-
ir norðan. Teptust þá og sumir fjall-
vegir og var Hellisheiði ófær við og
við fram undir mánaðamót vegna
skafrennings,
AFLABRÖGÐ
í öndverðum mánuðinum var afli
sæmilegur á báta fyrir Austurlandi en
fór minnkandi er á leið. Syðra og
vestra var afli mjög misjafn, en vegna
góðra gæftra barst þó mikið af fiski
á land. Mestur varð aflinn í Þorláks-
höfn og mátti þar heita uppgripaafli
í öndverðum mánuðinum.
Verkfallinu á togaraflotanum lauk að
kvöldi hins 8. og hafði það þá staðið
í 16 daga, en eigi höfðu fleiri togarar
en 5 teppzt vegna þess.
í þessum mánuði fóru togarar 24
söluferðir til Englands og seldu þar
fyrir 9.2 millj. króna. Fór markaður
þar hríðlækkandi þegar á leið mánuð-
inn og var seinast orðinn svo lélegur
að togararnir hættu ísfiskveiðum en
fóru að veiða í salt og fyrir hraðfrysti-
húsin. Skapaðist við það mjög aukin
atvinna hér í Reykjavík, svo að undir
mánaðarlokin höfðu 150 menn atvinnu
við afgreiðslu togaranna. Þá tók og
Faxaverksmiðjan til starfa og vinnur
úr úrgangi togaraaflans.
Samkvæmt skýrslu frá Félagi ísl.
botnvörpuskipaeigenda nam háseta-
hlutur á 28 togurum árið sem leið frá
40.975—62.173 krónum.
JARÐSKJÁLFTAR
Hinn 12. kom harður jarðskjúlfta-
kippur í Reykjavík og fannst hann
viða um suðvestanvert landið. Jarð-
skjálftamælar fóru úr skorðum og er
talið að þetta sé harðasti jarðskjálfta-
kippur, sem komið hefur í Reykjavík
í 23 ár. Upptök hans munu hafa verið
á Reykjanesskaga. Ekki olli hann tjóni
svo teljandi sé. — Viku seinna fundust
3 litlir jarðskjálftakippir og munu þeir
hafa átt upptök sín á sömu slóðum.
ÍÞRÓTTIR
Á sundmóti í Reykjavík hinn 6. setti
Ari Guðmundsson nýtt íslandsmet í 50
m baksundi. Þá setti og Jón Magnússon
nýtt drengjamet í 1000 m bringusundi.
Meistaraflokkskeppni í bridge lauk
svo, að sveit Benedikts Jóhannssonar
sigraði.
Eggert Gilfer varð Reykjavíkurmeist-
ari í skák.
Skíðamót Reykjavíkur var háð um
miðjan mánuðinn og urðu þau Stella*
Hákonardóttir og Ásgeir Eyólfsson
Reykjavíkurmeistarar í svigi.
Skíðamót Akureyrar fór fram og
varð Magnús Brynjúlfsson meistari í
svigi og stórsvigi.
Hinn 19. setti Ari Guðmundsson nýtt
íslandsmet i 500 m skriðsundi. og sveit
úr sundfélaginu Ægi setti nýtt met í
boðsundi.
MANNALÁT
12. Pétur Lárusson fulltr. í skrif-
stofu Alþingis, tæpl. sjötugur.
15. Sigfús Sigurhjartarson fyrv. al-
þingismaður, 50 ára:
16. Guðmur.dur Geirdal skáld, 67
ára.
16. Jón Gíslason póstafgiTn. í Ólafs-
vík, 57 ára.
21. Margrét Guðmundsdóttir yfir-
ljósmóðir á fæðingardeild Land-
spítalans, 46 ára.
22. Helgi Thordersen trésmiður í
Reykjavík, 84 ára.
26. Kristján Guðmundsson forstj.
Pípuverksmiðjunnar í Reykjavík
52 ára.
— Árni J. Auðuns skattstjóri í ísa-
firði, 46 ára.
FJÁRSÖFNUN OG GJAFIR
2. marz var fjársöfnunardagur á Ak-
ureyri fyrir fjórðungssjúkrahúsið og
söfnuðust kr. 102.856.00. Seinna í mán-
uðinum gaf Búnaðarfélag Aðaldæla