Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 3
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 207 ÍIÖFN í TJÖIININNI EÐA AUSTURVELLI Ekki voru allir ánægöir með þessi úrslit og í blaðinu „íslending“, sem var stjórnarblað, birtist löng grein um málið árið 1862. Minnist blaðið á, að allar þær uppástungur, sem komið hefði fram um hafnar- mannvirki í Reykjavík, liefði reynzt óhafandi. En ekki megi þar við sitja. Nú sc að finna önnur ráð. Kemur blaðið svo mcð tvær ' tillögur. ‘ f Hin fyrri er sú að dýpka Tjörn- '■ ina og gcra þar skipalægi, en grafa úr henni skipgcngan skurð til sjávar í gegnum miðjan bæinn. Blaðið telur að þetta mannvirki mundi kosta 80—90 þús. rdl. „En með því fengist íögur og örugg höfn, og það svæði yrði þá að miklu gagni, sem nú er til einskis nýtt“. Þetta mun vcra fyrsta til- lagan um að afnema Tjörnina, en margar hafa síðan á eftir farið, þótt engri þeirra liafi orðið frain- gengt, sem betur fer. Seinni tillaga blaðsins var sú, að gera skipakví á Austurvelli og skyldi hún ná yfir mestan hluta vallarins, þó þannig að 20 alnir væri milli hennar og húsanna öll- um megin. Gerði það ráð fyrir að dýpi yrði þarna að vera 20 fet. Þaðan yrði svo að graía skurð til ! sjávar svo djúpan að hvert kaup- 1 far kæmist þar inn með smá- ' straumsflóði. En fremst í þessum skurði (hvort sem hann næði inn á Aust- urvöll eða í Tjörnina) getti að vera stífla eða flóðgétt lokuð svo að vatn rynni eigi burt um fjöru, því að annars lægi skipin a þurru í kvíunum um fjöru- Kvíarnar og skurðinn ætti að hlaða af grjóti I og.þyrfti alls ekki að sletthöggva annað en það sem notað væri í sjálfa flóðgáttina. Út frá landi, vest- { an við flóðgáttina, skyldi svo gera ramgjöran grjótgarð, er stefndi nokkuð austur á við framan við flóðgáttina til þess að hindra að hún fylltist af þangi og sandi. Blaðið taldi að þetta mannvirki mundi eigi kosta meira en 70 þús. rdl. Er auðheyrt á tóninum í greininni, að blaðið þykist fara nærri um kostnað við slík mann- virki. Hefir það því eflaust feng- ið upplýsingar frá einhverjum, scm þekkingu hafði á þcim málum. Og þar sem þetta er stjórnarblað, mun varla nein gogá að telja það nokkurn vegiim víst, að meðal ráð- andi manna hafi þá verið uppi hugmyndir um það að breyta Aust- urvelli eða Tjörninni í skipakví. Menn gcta nú farið nærri um það að hve miklu gagni skipakví á Austurvclli hcfði komið, þar sem hún hefði ckki orðið jafn stór og bátahöfnin er nú. Eða hvernig halda rnenn að gengið hefði að afgreiða þar öll slvip núna á 20 alna breiðum hafnarbakka? Og live mörg af þeim skipum, sem nú liggja að staðaldri í höfninni, hefði verið hægt að afgreiða þar í senn? Það er óneitanlcga kátleg tilhugs- un, að þarna inni á milli húsanna væri verið að afgreiða togara, kola- skip og flutningaskip á hafnar- bökkum, sem ekki væri breiðari en göturnar. Skyldi gcstum á Hótel Borg ekki hafa fundizt nóg um, ef þar rétt framan við dyrnar væri verið að skipa upp fiski úr togara? Eða þá kirkjugestunum þótt skemmtilegt að hafa kolabinga þétt upp ao Idrkjudyrunpm ög þing- mönnum að hafa stafla af allskon- ar vörum upp að veggjum þing- hússins? Það er að vísu oþarfi að gera sér slíkt í hugarlund, því að hvorki mundi þinghúsið, Borg né önnur stórhýsi hafa verið byggð í miðbqpnum, ef skipakví hefði vérið þar sem Austurvöllur er nú. En þessar tillögur í íslendingi sýna, að þrátt fyrir það þótt menn vildu gera hér nýtísku höfn, þá gerðu þeir sér litla grein fyrir því hver lyftistöng hún mundi verða fyrir bæarfélagið. Þeir gerðu ekki ráð fyrir því að Reykjavík rúundi nokkuru sinni verða borg. Og hvernig átti þá að óra fyrir því að eftir eina öld mundi rekin hér stórútgerð með gufuskipum, miklu stærri en hin stærstu hafskip, sem þá voru í siglingum hingað? Mönnum var vorkunn þótt þeir heldi þá, að skipakví á Austurvelli mundi nægja Reykjavík. Sam- kvæmt skýrslu um skipakomur hingað á þeim árum var lestatala skipanna að meðaltali á ári ámóta og lestatala cins af skipum Eim- skipafélagsins. Árið 1856 komu hingað 67 skip, 1857 komu 61, 1858 komu 73, 1859 komu 70, 1860 komu 49 og 1861 komu 50 skip. Að með- altali voru skip þessi 36 lestir. Og við þennan skipastól voru hafnar- mannvirkin miðuð. NÝ TILLAGA UM ' '"r" " ^ IIAFN ARGERÐ Árið 1877 sendi danska stjórnin hingað verkfræðing, sem A. Rothe hét, til þess að gera áætlun um kostnað við vitabyggingu á Reykja- nesi. Verslunarsamkundan í Reykjavík (kaupmannafélagið) stakk þá upp á því, að bæarstjórn fengi hann til þess að gera áætlun um hve mikið mundi kosta að gerá hér hafskipakví, eða grjótbryggju svo stóra að - skip gæti legið við hana- Rothe tók þetta að ^ér og hann taldi réttara að ger^ pkipa- kví en bryggju. Hann gerði svo teikningar að fyrirhuguðum hafn- armanmnrkjum. Tillaga hans var sú, að hlaðinn yrði grjótgarður út frá Siémsens- bryggju, eða a^stanvert við hana. Annan grjótgarð skyldi gera út frá Bryggjuhúsinu (þar sem nú eru ■

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.