Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • r' y/f ’ " Slr i var opinn ollum. Þorpinu stjórnaði forstöðumaður, Lars Volder, en ráðskona var í hvorri íbúðarbyggingu, er sá um aðbúnað íþróttamannanna. íbúðarhúsin voru nýsmíðuð. Þau eiga síðan að vera bústaðir fyrir hjúkrunarkonur Ullevál-sjúkra- hússins, sem þarna er rétt hjá. — íslenzki hópurinn bjó á þriðju hæð ásamt hollenzkum skautamönnum, en auk þess bjuggu í þorpinu Norð- urlandaþjóðirnar allar, Búlgarar, Júgóslavar, Ástralíumenn og Ný- sjálendingar. Við höfðum til afnota átta svefn- herbergi og voru yfirleitt tveir í hverju. Hverju fylgdi snyrti- klefi með heitu ogköld|i( v^tni.,— Ennfremur hofðum við eina lifiá setustofú með| úfVarpsi^eki, eitt baðherbergi með steypibaði og her- bergi í kjallara. fyrir skíði. Maturinn var mikill og fjöl- breyttur. Nóg var af ávöxtum, sem annars hafa varla fengist í Noregi undanfarin ár. Við hefðum þó ver- ið fegnir því að fá meiri fisk. Kjöt- ið var jafnan minna steikt en hér er'venja. Það var ekki mikil viðkynning, sem skapaðist þarna milli keppenda okkar og annarra þjóða og eru það hin mismunandi tungumál sem fyrst og fremst valda því. Sam- bandið er þó auðfengnast við hinar Norðurlandaþjóðirnar og ber að sjá svo um á síðari Vetrarleikum að við búum í nágrenni þeirra. Tvö önnur ólympíuþorp voru í Oslo, auk Ullevál, og voru þau kölluð „Sogn“ og „Ila“. Skipulag þeirra var með sama hætti og Ulle- vál. Fyrirgreiðsla var yfirleitt mjög góð í Olympíuþorpinu og starfsfólk áhugasamt um að gera dvölina þar sem bezta. Dvalarkostnaður var 40 n- kr. á mann á dag. Starfslið og verkaskipting Aðal-fararstjórn annaðist Einar B. Pálsson, en til aðstoðar honum voru Gísli B. Kristjánsson, flokks- stjóri og Johannes Tenman göngu- kennari. Eins og nánar er greint frá í yfirlitinu um ferðalagið, dvöldu svigmennirnir um tíma sem sérstakur hópur og annaðist þá Gísli B. Kristjánsson um þá. Á sama hátt sá Johannes Tenman um göngumennina. Fararstjórinn kom fram út á við fyrir flokksins hönd og annaðist viðskiptin við framkvæmdanefnd leikanna. Hann sá um fjárreiður ferðarinnar og uppgjör. Framkvæmdanefnd Vetrarleik- anna hafði í samráði við Ólympíu- nefnd íslands skipað Harald Krþy- er sendiráðsritara til þess að vera „attaché“ íslenzka flokksins. Aðal- starf slíks starfsmanns er skv. ólympíureglunum að hafa milli- göngu milli framkvæmdanefndar- innar og Ólympíunefndar eða far- arstjóra um ýmis skipulagsatriði og ennfremur að veita aðstoð \úð undirbúning ferða og dvalarstaða. Haraldur Krpyer varð flokki okk- ar að góðu liði og nutum við þekk- ingar hans bæði á staðháttum og skíðaíþróttinni. Það var nýung á þessum Ólym- píuleikum, að skipaðir voru sér- stakir starfsmenn til þess að veita þátttökuþjóðunum aðstoð og upp- lýsingar á hinu íþróttalega sviði. Aðstoðarmaður okkar hét Johann Schönheyder. Ég er þakklátur starfsfélögum mínum úr förinni fyrir hið góða samstarf þeirra. Reynsla mín úr förinni er sú, að fararstjórn og starfslið mátti ekki fámennara vera. Ég kynntist þessu atriði og hjá öðrum þjóðum, sem meiri reynslu hafa af þátttöku í stórmótum en við. Munu ekki aðr- ar þeirra hafa haft jafn fámennt \ 215 starfslið að tiltölu og við íslend- ingar. Afleiðing af þessu varð því mið- ur sú, ao við gátum ekki tekið þátt í ýmsum ráðstefnum, sem þarna fóru fram, til þess að fulltrúar víðs- vegar að úr heiminum gætu borið saman reynslu sína og aukið þekk- ingu sína- Persónulega saknaði ég þess mest að hafa ekki tíma til þess að sækja fundi og námskeið sem Alþjóða-skíðasambandið hélt, til þess að fjalla um dómarastörf og skipulag skíðamóta. Það má ekki búast við því, að skíðamennirnir geti leyst af hendi nein störf fyrir aðra á slíkum stór- mótum sem Vetrar-Ólympíuleik- um. Þeir Ijiafa þá nóg með sjálfa sig. Á æfihgum þárf fylgdarmaður (flokksstjóri eða þjálfari) að vera með hverjum hópi og hann þarf einnig að þekkja eða geta farið skíðabrautirnar. — Við keppnina þurfa að vera fleiri fylgdarmenn en við æfingar. 5 Að þessu sinni kom það að gagní að stökkmaðurinn, Ari Guðmunds- son, hefur verið búsettur í Oslo og gat einnig notið aðstoðar for- mannsins í skíðafélagi sínu þar, Viggo Friling. Vegna þess hvaða þjóðir það eru, sem einkum sækja Vetrar-Ólym- píuleika, eru enska og þýzka mest notuðu tungumálin í viðskiptum þeirra á milli og við stjórn leik- anna. Hér skal gerð grein fyrir þeim hluta Vetrarleikanna, sem íslend- ingar tóku þátt í. Setning leikanna Aðalsetning leikanna fór fram á Bislet-leikvanginum í miðri Oslo þ. 15. febr. Skíðafólkið, sem átti að taka þátt í alpagreinunum, stór- svigi, bruni og svigi, var þá statt á Norefjell og gat því ekki verið við athöfnina á Bislet. Sérstök setning-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.