Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 217 Ásgeir stóð alla brautina, en hinir féllu einu sinni hver. 18 km skíðaganga Hinn 18. febr- var keppt í 18 km skíðagöngu. Ræsimark og enda- mark voru þar og einnig í hinum göngunum á flöt Holmenkoll- stökkbrautarinnar, en göngubraut- in lá inn um Nordmarka, eins og venja er til á skíðamótum í Oslo. Mesti hæðamismunur var um 165 m. Göngubrautin var talin vera með erfiðasta móti. Smurning skíðanna hjá okkar mönnum tókst sæmilega. Tveim þeirra hlekktist á. Ebenezer missti af sér annað skíðið og skemmdi skó sinn, svo að ekki tókst að festa skíðið vel eftir það. Oddur rakst á tré, er hann var að fara fram úr öðrum manni, er annað hvort gat ekki eða vildi ekki víkja. Hann meiddi sig þá í fæti og braut annan skíðastafinn. Hann kom að vísu í mark, en gat ekki keppt síðan. Að öðru leyti voru menn okkar vel á sig komnir, er þeir komu að marki. í göngunni voru 80 keppendur og komu 75 í mark. Rástími fyrsta manns (Brenden, Noregur) var 61 mín. 34 sek., en hins síðasta, er kom í mark, 92 mín. 39 sek. — Meðaltal af öllum rástímum í leik- unum var 71 mín. 11 sek- Árangur íslenzku keppendanna: Mín. Sek. Nr. 32 Gunnar PétursSon .. 70.30 — 40 Ebenezer Þórarinsson . 71.10 — 45 Jón Kristjánsson .... 72.05 — 55 Oddur Pétursson .... 73.35 Svig karla Hinn 19. febr. var keppt í svigi karla í Rödkleiva. Mjög miklum snjó hafði verið mokað í svigbraut- ina undanfarna daga og voru nú keppnisaðstæður góðar og sæmi- lega jafnar fyrir keppendur, eftir því sem verið getur. Lengd braut- arinnar var 450 m, hæð hennar 169 m, en fjöldi hliða 49. Lögun braut- arinnar var lítið eitt breytt í seinni umferð. Áður en leikur hófst var ákveðið að aðeins um þriðjungur keppenda fengi að fara seinni um- ferðina. Keppendur voru 85, þar af komu 79 í mark í fyrri umferð. Bezti rás- tími var þar 59,2 sek. (Senger, Austurríki), en tveir þeir lökustu 93,5 sek. og 146,9 sek- Meðaltal allra rástíma í fyrri umferð var 72,1 sek. Rástímar okkar manna í þeirri um- ferð voru: Sek. Nr. 30 Ásgeir Eyólfsson......66,4 — 40 Jón Karl Sigurðsson .. 69,3 — 46 Stefán Kristjánsson .. 70,2 Haukur Sigurðsson datt illa og hætti leikum. Hinum hlekktist ekki teljandi á. Eftir fyrri umferð var það ákveð- ið, að 33 hinir fyrstu skyldu einnig fara síðari umferð. Ásgeir Eyólfs- son keppti því til úrslita í sviginu og varð þar nr. 27. Bezti rástíminn í síðari umferð var 60,5 sek., en Ásgeirs tími 69,7 sek. Fyrstur í svigkeppninni varð Schneider, Austurríki, með úrslitatímann 120,0 sek., en tími Ásgeirs var 136,1 sek. 50 km skíðaganga Hinn 20. febr. fór fram 50 km skíðáganga. Mesti hæðarmismunur á göngubrautinni var um 240 m. Sú ganga varð mjög söguleg, því að meðan hún fór fram hækkaði lofthitastigið úr h- 2° C í + 6° C á nokkrum hluta leiðarinnar og skapaði það göngumönnum mikinn vanda, hvað skíðaáburð snerti. — Urðu þeir að marg smyrja skíðin á leiðinni og tókst það mjög mis- jafnlega, enda var það háð því hvað þeir höfðu á sér eða gátu fengið á leiðinni og auk þess blotn- uðu sum skíðin og héldu illa áburði. Þessi ganga tókst ekki vel fyrir íslenzku göngumönnunum og urðu þeir meðal hinna síðustu- Kepp- endur voru 36, þar af gáfust þrír upp. Rástími fyrsta manns (Haku- linen, Finnland) var 213 mín. 33 sek-, en hins síðasta 288 mín. 47 sek. Árangur manna okkar var: Mín. Sek. Nr. 29 ívar Stefánsson .... 279.50 — 30 Jón Kristjánsson . .. 281.32 — 33 Matthías Kristjánsson 288.47 é Skíðaboðganga / Hinn 23. febr. var keppt í 4x10 km skíðagöngu. Göngubrautin þótti miðlungs erfið. Hæðarmismunur var um 140 m. Færið var alls staðar svipað á brautinni og smurning tókst yfirleitt vel. Þrettán þjóðir sendu sveitir í boðgönguna, en tólf þeirra komu að marki. Fyrsta sveitin (Finnland) hafði rástímann 140 mín. 16 sek., en hin síðasta, er kom í mark (Bandarík- in) 173 mín. 28 sek. Meðaltími allra rástíma var 154 mím 24 sek. ís- lenzka sveitin varð nr. 11 naeð rás- tímann 160 mín. 09 sek. í íslenzku sveitinni voru Gunnar Pé.tursson, ívar Stefánsson, Jón Kristjánsson og Ebenezer Þórarinsson. Millitím- ar þeirra voru 40 ipín. 05 sek. — 40 mín. 30 sek. — 39 mín. 39 sek. — 39 mín. 55 sek. . . l- i _- ** , • i i—* Skíðastökk Sunnudaginn 24. febr. var síðasta skíðakeppni Vetrar-Ólympíuleik- anna, skíðastökk, og jafnframt hin tilkomumesta, að því er ytri að- stæður snerti. Um 140 þús. manna munu hafa séð þann leik. — Kepp- endur voru 44 og 431uku leik- Sig- urvegarinn (Bergmann, Noregur) stökk 67,5 og 68 m og hlaut 226,0 stig. Skemmstu stökklengdir voru 56,5 og 55,0 m og lökust útkoma þess, er lauk leik, 142,5 stig. Meðal- tal allra stiga var 194,6. Ari Guðmundsson hlaut 183,0

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.