Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 16
220 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE ♦ 942 ¥ ♦ Á K G 5 6 4 ♦ G 10 8 4 A D------------------- ¥ K D 10 8 N 7 4 , V A ♦ 10 9 5 S * Á D 3 --------- A G 7 6 ¥ Á 9 6 5 3 ❖ 7 ♦ 7 6 5 2 A Á K 10 8 5 2 ¥ G 2 ♦ D 3 2 A K 9 Með því að segja 5 hjörtu neyddu A—V suður til að segja 5 spaða. ¥ K kom út og var trompaður í borði. Ef trompin eru nú 2 og 2 hjá mót- spilurum, þá vinnast 7 slagir leik- andi. En ef þau eru á aðra hönd, þá er spilið tapað með því að spila ut' S Á og S K. — Suður sló lág- spaða úr borði og drap með S 10. Það var öruggt, því að nú komst V að og gat ekki náð af honum L K. Þess vegna átti S nú 5 yfirslagi vísa og 6 ef laufás kom ekki út. 5W V Úr bréfi frá Páli Melsted til Helga Halfdanar- sonar (þá stúdents í Höfn) dags. 7. febr. 1850 í Stykkishólmi: — Já, margt er á tréfótum í þessu aumingja landi. Og hvernig kann það öðru vísi að vera. Sýslumenn og prestar hafa verið sumir hverjir þvílíkir dónar, að í stað þess að leiðbeina alþýðunni, hafa þeir villt hana og spillt henni. Hvernig ætti sá sýslumaður t. a. m. að gera mikið gagn- legt eða sómasamlegt, sem gat fengið af sér að láta bréf og bækur síns em- bættis liggja í hálftunnum og hripum úti í hesthúsi, eða sá prestur að fræða menn og bæta, sem gat fengið sig til að skrifa tímann á kúnum sínum í bólusetningarskrána, eða hirða svo illa um kirkjuna, að fannirnar væri á altar- inu og mýsnar gæti gengið á jafnsléttu ÞINGVELLIR FYRIR 70 ÁRUM — IVIynd þessi birtist í danska blaðinu „Illustreret Titíende“ með ferðasögu eftir A. Gúntelberg og mun bann hafa verið á ferð hér fyrir eitthvað 70 árum, því að þá var séra Jens Pálsson á Þingvöllum. (Hann var prestur þar 1879—86). Ferðamaðurinn lýsir húsakynn- um á sveitabæum og finnst þau yfirleitt mjög slæm, en um bæinn á Þing völlum segir hann: — Prestsetrið á Þingvöllum er með miklum menningar- brag. Húsin eru aðallega byggð úr timbri og inni eru góðar stoíur með gluggum og þægindum. í skrifstofu séra Jens voru gömul en falleg húsgögn. Annar okkar sat i stórum sófa en hinn i stórum hægindastól og töluðum saman allt kvöldið og stofan fylltist af tóbaksreyk og stundum lék frúin á gítar, þvi að hún er mjög hljómelsk. Daginn eftir sýndi séra Jens mér kirkjuna, ljósakrónura þar, altaristöfluna og kertastjakana, sem allt er mjög fornlegt en vel við haldið. — Mynd þessi er líít kunn og því birt hér. að kertunum á altarinu og etið þau, eða láta leka í kirkjuna svo mjög, að þegar frost kcm, þyrfti að taka sálma- bækurnar, bera þær til eldhúss og þíða í potti áður en blöðunum yrði flett. Og allt hefu.r þetta skeð nú á okkar dög- um hér á voru landi. Það er nú fyrst vonandi að okkur fari að fara fram, ekki svo af því, að nú sé menn mikið betri og efnilegri en áður, heldur af hinu, að sóðaskapur, óhóf og aðrir fleiri kostir eru nú komnir upp í hæsta veldi sem orðið getur. Frekur er hver til fjörsins. Sú kona var ein á Hólastað á dögum Ketils biskups, er Guðrún hét og var kennd við kirkjuna og kölluð kirkju- kerling. Hún unni mikið guði en gerði þó marga hluti óviturlega, því að hún var fám mönnum lík að undarlegum hlutum og siðum. Þessi kona vakti næt- ur allar nær í gegnum í kirkju hjá lík- um. Hún hafði gert sér hjá hurðu kirkj- unnar svo sem altari nokkurt eða stall. Þar sté hún á þann pail daga og nætúr og kallaði þaðan til guðs og rr.ælti svo: „Tak þú mig, Kristur, og skjótt tak þú mig. Eigi er þegar, r.ema þegar sé.“ Það var einhverja nótt, að hún hafði enn vakað að vanda sínum hjá einu líki, þá sýndist henni um miðnættis skeið hrærast hinn dauði á börunum og litlu síðar á fætur standa með mik- illi gnauðan, og vildi sækja að henni og grípa hana höndum; en þegar varð hýn ákaflega hrædd við þessa sjón- hverfing og kallaði á Krist með ópi miklu og flýði þá undan innar allt til altaris og greip crfan af altarinu kistil, er í voru helgir dómar og hafði í faðmi sér og leyndist svo fyrir innan altarið skjálfandi. (Guðlaugur munkur Leifs- son).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.