Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 4
208 LESBÓK MORGUNBLADSINS skrifstofur Nathans & Olsens) og skyldi sá garður stefna til norð- austurs og beygjast til austurs utan við eystri garðinn, þannig að þar myndaðist innsiglingarhlið frá austri. Þetta voru svokallaðir skjól- garðar. Nokkuð fyrir innan þá skyldi svo gera aðra garða hvorn á móti öðrum og væri innsiglingarhlið mijli þeirra gegnt norðaustri. Fyrir innan þessa innri garða var höfn- in og var hún líkust ofurlitlum polli,* * og okki vænlegri til fram- búðar heldur en skipakvíin á Aust- urvelli. Gert var ráð fyrir að höfn þessi mundi kosta um 300.000 kr„ en það ætti að geta borgað sig, því að kostn aður af viðhaldi á trébryggjunum sem þá voru, mundi nema miklu meira á ári hverju, heldur en vöxt- unum af þessari upphæð. Aldrei varð þetta samt annað en ráðagerðin, sem betur fór. STEINBRYGGJAN Þegar hér var komið gugnaði bæarstjórn og hafnarnefnd á því að gera hér fullkomin hafnarmann- virki. Og eftir sex ár (1883) var horfið að því ráði að láta gera öfluga steinbryggju fram af Póst- hússtræti. Var Julius Schou stein- höggvara falið að standa fyrir verk- inu og hófst það sumarið eftir. Þótti bryggja þessi hið mesta n^annvirki, en reyndist dýr og þó ekki að sama skapi nytsöm. Hún kostaði tugi þúsunda króna og var það fé tekið úr hafnarsjóði. Bryggja þessi var upphaflega nefndBæarbryggjan,en á seinni árum alltaf Steinbryggjan, og muna margir eftir henni. Hún var þannig gerð, að henni hallaði mjög fram, svo að með stórstraums- flóði var mestur hluti hennar í kafi. Var hún því ekki annað en bátabryggja, alveg eins og hinar bryggjurnar voru. En hún var mörgum sinnum breiðari en þær, og því betra að athafna sig þar fyrir þá báta, sem komu hlaðnir að landi. Margir töldu það hina mestu fá- sinnu að eyða stórfé í þetta mann- virki, því að það bætti alls ekki úr aðkallandi þörf. En þau urðu afdrif þessarar miklu og dýru bryggju, að hún var kaffærð þegar hér komu að lokum regluleg hafnarmannvirki, alveg eins og hún væri ónýtur og einkis verður hlut- ur. Og þarna liggur hún nú djúpt grafin undir hafnarbakkanum fram af Pósthússtræti. Tíu árum eftir að Steinbryggj- an var smíðuð, lét Fischers-versl- un gera nýa bryggju vestur í Gróf- inni. Var bryggja þessi svo stór að flóabáturinn „Elín“ og meiri háttar þilskip gátu lagst að henni. Þótti mönnum þetta svo mikil við- brigði að geta gengið þurrum fót- um um borð í skipin, að einhverjir fóru að hugsa um það að gera hér svo stóra bryggju, að hin stærstu skip gæti lagst við hana. Rak þetta svo langt, að leitað var til brúar- smiðs í Newcastle í Englandi og hann beðinn um upplýsingar um hve mikið slík bryggja mundi kosta. Brúarsmiður þessi hét Vaug- han. Gizkaði hann á að bryggjan mundi ekki þurfa að kosta nema rúmlega 100.000 kr. Nú sótti bæarstjórn til þingsins um aðstoð til þess að koma upp þessu mannvirki. Tók þingið vel í það og heimilaði að lána 90.000 kr. úr viðlagasjóði með vægum kjör- um. „ísafold" leizt ekkert á þessa ráðabreytni. Segir svo í ritstjórnar- grein í blaðinu í öndverðum janúar 1896: „Það, sem vér þörfnumst, er sá umbúnaður, að hægt sé að ganga þurrum fótum út í stærstu hafskip hér í höfninni, hvaða stórviðri sem er, og ferma og afferma viðstöðu- laust á þurru landi. En til þess þarf regulega hafskipakví, þar sem slúp- unum er hleypt inn og út um flóð, en loku skotið fyrir þess í milli, þannig að alltaf sé jafn hásjávað inni í kvínni og alveg öldulaust“. Hugmyndin um bryggjugerðina féll þá líka alveg niður og í stað hennar komst nú hafnargerðin aft- ur á dagskrá- SKIPAKVÍ Nú sneri bæarstjórn sér að því að fá hingað erlendan hafnarverk- fræðing. Var auðvitað leitað til Kaupmannahafnar um það mál. Hinn 24. júlí kom svo verkfræð- ingurinn hingað. Hann hét Paulli, maður um fertugt og hafði mikið fengizt við hafnarmannvirki áð- ur. Hann dvaldist hér mánaðar- tíma. í desembermánuði fékk svo hafnarnefnd tillögur hans og upp- drætti. Er þar stungið upp á því að gera tvo heljar mikla útgarða, annan frá Hlíðarhúsasandi hér um bil hálfa leið út á móts við Örfiris- ey, en þar átti hann að beygjast til austurs. Hinn garðurinn skyldi ná frá Arnarhólskletti ámóta langt út og beygjast þar til vesturs í átt- ina að hinum garðinum, svo að þeir mynduðu líkt og töng. Milli garð- anna yzt átti að vera 250 feta vítt innsiglingarhlið. Lengd garðanna var áætluð 1500—1600 fet og hæðin 18 fet yfir hálffallinn sjó. Garð- arnir áttu að vera úr grjóti og und- irstaðan eigi minni en 180 fet á breidd á mararbotni. Síðan áttu garðarnir að dragast að sér. Grót- ið átti að stækka eftir því sem ofar drægi og þar gert ráð fyrir ‘IV-z—3 smálesta björgum á ytri brún, en 0.5—1.5 smálesta steinum í innri brún. Þar á ofan átti svo að koma hleðsla úr steyptum björgum, sem skyldi steypt í landi, vera tenings- mynduð og 20—30 smálestir að þyngd.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.