Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
211
óLóarœnt^
armanna
Á AHsturvelli undrafögur grein
úr íslands högum glæst og tigin stendur.
Og þótt hún gisti þarna aðeins ein
liún er sem tákn um breiðar skógalendur.
Ilún skreytir jólakvöldin helgihá.
| Á hljóðu torgi vakna ómar sælir,
og er sem vorið vermi ungra brá
þótt vetur næði, er heyrist það hún mælir:
— Ég var lágvaxin hrísla að Hallormsstað
í heimareit stórtrjánna, lundinum i'ríða.
En aldrei mig dreymdi um annað en það,
að átthaga mína ég fengi að prýða,
með öðrum, sem voru þó ennþá stærri
og eldri og þroskaðri, fegurri og hærri.
Og ég, eins og gerist á æskunnar braut,
batt ástir við jafnaldra, reyninn svo glæstan.
Mig dreymdi aðeins sumar. og sá enga þraut,
í sál minni vorið lék tóninn hæstan.
En örlögum ráða ég eigi kunni,
— í útlegð var hrakin frá þeim sem ég unni.
Ég varð háreistur meiður í .höfuðborg,
og hallir í kr.ingum mig svinmiklar standa.
En ekki ég skil þessi auðu torg
og ekkert sé hér, sem hressir minn anda.
Allt er hér steingert og autt og í tómi,
ekkert, sem helgað er lífsins rómi.
En minningar kærar frá m i n n i grund
hvern morgun sem geislar í hugar.um vaka.
Sú gæfa, að hafa átt þann ljúfa lund,
þar sem lækirnir niða og þrestirnir kvaka!
Þar helgaðist eilifur ástafundur.
Þar var eilíUvaka — rétt vorfuglsblundur.
í skóginum blessaður blævindur þaut
svo brosandi laufin á greinunum sungu.
Og þar átti lifið sjálft blikandi braut,
og bragirnir fæddust á tungunum ungu.
Og aldrei ég gleymi þeim heimahögum,
því heimkynni dýrðar á æskunnar dögum!
H'H
Ég brátt hneigi greinar, en bið yður búar
vors blessaða lands, efst til dala sem átranda,
að safnast í fylking og sverjast til trúar
á sigurmátt gróðursins, neyta þar handa,
holtin og melana skóglundum skrýða.
Svo skilið þér arfi til komandi tiða.
Sá arfur mun dýrstur, sem ísland fékk hlotið
af aldanna þegnum, næst sögu og tungu.
Af hámenning slíkri ei lieill getur þrotið
til heiðurs þeim öidnu, til framtaks þeim ungu.
í trjáiundum framtíðarársöngvar ómi
mcð alþjóðar raddbrigðum sígildum rómi! —
SIG. ARNGRÍMSSON
sóknastöð hjá svokölluðum Jodrell
Bank og þar hefur dr. Lovell komið
upp rannsóknastöð fyrir þessi und-
arlegu skeyti utan úr geimnum.
Hafa þar verið reistar ýmsar bygg-
ingar í þessu skyni og þar komið
fyrir margs konar áhöldum til
rannsókna. Ber þar mest á mót-
tökustöðinni sjálfri, því að hún er
reist á grænni grund ein sér og
blasir við hverjum manni, sem
þangað kemur. Er það gríðarmikið
vírnet, eins og skál að lögun og
stendur á háum járngrindum, og í
sambandi við það er annað vír-
■ net, rúmlega 65 metra á hvern
veg, sem þanið er út líkt og björg-
unarnet í hringleikahúsi. Þetta er
alveg nýtt í útvarpstækni og hefur
verið fundið upp af starfsmönnum
rannsóknarstöðvarinnar. — Þessi
merkilega stöð tekur nú við hljóð-
bylgjum frá jarðstjörnunum, al-
veg eins og hin mikla víðsjá á
Palomar-fjalli tekur við Ijósbylgj-
um frá sólunum.
Fjarlægðir virðast ekki hafa nein
áhrif á þessar útvarpsbylgjur, sem
koma frá stjörnunum, því að ný-
lega hefur stöðinni tekizt að greina
slíkar bylgjur, sem komnar eru frá
heimshverfi, er liggur óralangt
fyrir utan Andromeda-þokuna. —<
Þetta heimshverfi, eða stjarnþoka,
hefur á vísindamáli fengið nafnið
M 31. Þannig er það sannað að
rafmagnsbylgjurnar fara sólhverf-
anna milli. Og nú hefur það verið
sannað, sem menn grunaði aðeins
áður, að hinar dökku stjörnur í
himingeimnum, sem ekki er hægt
að sjá í beztu sjónaukum, eru að
minnsta kosti ekki færri en hinar
lýsandi sólir. En í voru heimshverfi,
eða vetrarbraut, eru um 200.000
milljóna sólna.
I « # « «