Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Page 8
212
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
Eiiicir B. Pálsson
VETRAR-OLVI\IPÍIJLEIKARiMIR
VETRAR-ÓLYMPÍULEIKARNIR
1952 íóru fram í Oslo dagana 14.
til 25. febrúar. Oslo-borg stóð fyrir
lcikunum og bar ábyrgð á fram-
kvæmd þeirra.
Alþjóða-ÓIympíunefndin ákvað
árið 1947, að þessir vetrarleikar
skyldu fara fram í Oslo og hófst
undirbúningur þeirra þá á sama
ári. Skipulagning og undirbúning-
ur leikanna var í höndum níu
manna nefndar. Formaður hennar
var O'. Ditlev-Simonsen, en meðal
nefndarmanna yar Brynjulf Bull,
núverandi borgarstjóri Osloborg-
ar. Innan nefndarinnar starfaði sér-
stök framkvæmdanefnd og voru
þar.þrír menn, O. Ditlev-Simonscn,
Rolf Hofmo og Aríhur Ruud. Fram-
kvæmdastjóri neíndarinnar var
Rolf Petersen.
Á þessum Vctrar-Ólympíulcik-
um var eins og áður keppt í fjórum
tegundum vetrar-íþrótta, en þær
skiptust í einstakar keppnisgreinar
þannig:
íshockey, alls 36 leikar.
Skautahlaup: hraðhlaup 500 m,
1500 m, 5000 m og 10.000 m; list-
hlaup kvenna, karla og para.
Sleðaferðir: tveggja og íjögurra
manna sleðar.
Skíðaíþróttir: Stórsvig kvenna og
karla, brun kvenna og karla, svig
kvenna og karla, skíðaganga 18
km og 50 km, skíðaboðganga 4x10
km, skíðastökk, norræn tví-
keppni, skíðaganga kvenna 10
km.
Auk þess \-ar ein sýningargrein,
bandy. Breyting frá fyrri vetrar-
Svigmcnnirair, frá v. íil h.: Síefán Kristjánssou, Haukur Sigurðsson, Ásgcir
Eyjólfssor, Jón liarl Sigurðsson og ílokksstjórinn Gísli B. Kristjánsson.
leikum var það, að alpatvíkeppni
íéll nú niður, en stórsvig og skíða-
ganga kvenna voru upp tekim Allir
leikarnir fóru fram í umdæmi Oslo-
borgar nema stórsvig og brun. pess
ar greinar fóru fram á Noreíjell,
um 100 km norðvestan Oslo.
30 þjóðir tóku þátt í Vetrar-
Ólympíuleikunum að þessu sinni
og er það meira en nokkru sinni
aður.
íslendingar tóku nú þatt í Vetrar-
Ólympiuleikunum í annað sinn og
sem fyrr eingöngu í skiðaíþróttum
karla. t>að voru þessar greinar:
Stórsvig, brun, svig, skíðaganga 18
km og 50 km, skíðaboðganga 4x10
km og skíðastökk. Þetta var í fyrsta
sinn sem íslendingar keppa í skiða-
göngu við erlenda menn.
Norðmenn tóku rnjög vel á moti
þeim sem sóttu Vetrarlerkana. —
I
OSLO