Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 10
214
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
geta notað þessar brautir til æfinga
vegna skorts á slíkum brautum hér
heima.
íslenzki hópurinn. er fór á
Vetrar-Ólympíuleikana
Hópurinn, er fór á vegum Ólym-
píunefndar íslands, var þannig
skipaður:
1. Benedikt G. Wáge, Reykjavík,
formaður Ólympíunefndar. —
Hann sótti leikana og sat þing
Alþjóða - Ólympíunefndarinnar
sem fulltrúi íslands í þeirri
nefnd.
2. Einar B. Pálsson, Reykjavík,
iararstjóri.
3. Gísli B. Kristjánsson, Reykja-
vík, ílolíksstjóri skíðamann-
anna.
4. Jóhannes Tenman, Oslo, kenn-
ari skíðagöngumannanna.
5. Ebenezer Þórarinsson, Tungu í
Skutulsfirði, 20 ára. skíðaganga
18 km og skíðaboðganga 4x10
km.
6. Gunnar Pétursson, Grænagarði
við ísafjörð, 21 árs, skíðaganga
18 km og boðganga.
7- ívar Stefánsson, Haganesi, Mý-
vatnssveit, 24 ára, skíðaganga
50 km og boðganga.
8. Jón Kristjánsson, Arnarvatni,
Mývatnssveit, 31 árs, skíða-
göngur 18 km og 50 km, og
bdðganga.
9. Matthías Kristjánsson, Litlu-
Strönd, Mývatnssveit, 27 ára,
skíðaganga 50 km.
10. Oddur Pétursson, Grænagarði
við ísafjörð, 20 ára, skíðaganga
18 km.
11. Ásgeir Eyólfsson, Reykjavík,
22 ára, stórsvig, brun og svig.
12. Haukur Sigurðsson, ísafirði, 21
árs, stórsvig, brun og svig.
13. Jón Karl Sigurðsson, Ísaíirði,
19 ára, stórsvig, brun og svig.
14. Stefán Kristjánsson, Reykja-
vík, 27 ára, stórsvig, brun og
svig.
15. Ari Guðmundsson, Siglufirði,
en dvelur nú við nám í Stokk-
liólmi, 24 ára, skíðastökk.
Meðalaldur hinna íslenzku kepp-
enda mun hafa verið lægri en hjá
nokkurri annarri þjóð á Vetrar-
leikunum. Aðeins þeir Ásgeir, Jón
Karl, Stefán og Ari höfðu áður
keppt erlendis.
Dvölin í Noregi
Þegar íþróttamannaflokkarnir
komu til Oslo var tekið á móti þeim
af fulltrúum framkvæmdanefndar-
innar- Ólympíuþorpin voru tekin í
notkun þann 1. febrúar. Þeir sem
komu áður til Oslo, urðu að fá gist-
ingu á gistihúsum og útvegaði
framkvæmdanefndin hana. — Um
dvalarstað göngumanna okkar, í
skíðaskálanum „Turnhytta“, hafði
verið samið héðan að heiman. Eftir
1. febrúar fluttu íþróttamennirnir
yfirleitt í Ólympíuþorpin er þeir
komu til Oslo.
Frá þeim tíma giltu einnig ólym-
píuskírteinin, sem út voru gefin
handa keppendum og starfsmönn-
um eins og tíðkast á Ólympíuleik-
um. Þau veittu frjálsan aðgang að
leikunum og Ólympíuþorpunum og
ókeypis ferðir með sporvögnum og
strætisvögnum borgarinnar.
Verður nú lýst nánar hinum ein-
stöku dvalarstöðum flokks okkar.
Turnhytta. Turnhytta er skíða-
skáli, sem liggur í miðri Nord-
marka. Landslag þar umhveríis er
mjög heppilegt til æfinga í skíða-
göngu á brautum svo sem Norð-
menn eru vanir að leggja. Tenman
hafði valið staðinn og virðist það
hafa tekizt mjög vel.
Göngumennirnir dvöldust um
mánuð í Turnhytta. Þeir sváfu á
beddum á sveínlofti skálans. —
Starfsfólk skálans annaðist mats-
eld. Gufubað fengu þeir þrisvar í
viku. Vegna matarins sem þeir
fluttu með sér frá íslandi varð dvöl
þeirra þarna ódýrari en ella; kostn-
aðurinn þar varð 12 n. kr- á dag
á mann.
Göngumennirnir höfðu útvarps-
tæki, borðtennis, dragspil o. fl. til
dægrastyttingar, en sennilegt er að
nokkurs leiða hafi gætt hjá þeim á
stundum. Þetta er kunnugt fyrir-
brigði hjájþeim sem ganga undir
langa og stranga þjálfun. Þarf að
finna mótvægi gegn því svo sem
hægt er, ef ætlazt er til að menn-
irnir nái hinum ýtrasta árangri í *
íþróttakeppni.
Norefjell. — Svigmönnum okkar
var fengin gisting á Sandumseter,
sem er eitt hinna þriggja gistihúsa,
er standa uppi á Norefjell. nálægt
efri skógarmörkum. Sandumseter
er þeirra elzt og þrengstoggistuþar
aðallega flokkar Norðurlanaaþjóð-
anna. Menn okkar dvöldu þarna 9
daga. Þeir höfðu tvö herbergi ó-
upphituð. Matur var ágætur. Vegna
staðhátta og þrengsla varð þarna
miklu meiri viðkynning milli
manna frá ýmsum þjóðum en ann-
ars staðar á Vetrarleikunum, en
hins vegar líka nokkrir erfiðleikar
á að fá ýmiskonar fyrirgreiðslu.
Dvalarkostnaður var þarna hinn
sami og í Ólympíuþorpunum í Oslo
40 n. kr. á mann á dag.
Ullevál. — Bækistöðvar íslenzku
þátttakendanna í Oslo voru í Ólym-
píuþorpinu Ullevál- „Þorpið“ var
myndað úr tveim átta hæða hús-
um, þar sem gestirnir bjuggu og úr
lágri :en víðáttumikilli byggingu,
þar sem voru eldhús, matsalur,
gestamóttaka, skrifstofa, banki,
póstafgreiðsla, símamiðstöð, rak-
arastofa, þvottahúsafgreiðsla, blaða
og bókaverzlun og sportvöruverzl-
un. Svæðið var afgirt og sáu verðir
um að engir óviðkomandi færu inn
á það. Á mörkunum var ennfrem-
ur sérstakur veitingastaður, sem