Lesbók Morgunblaðsins - 27.04.1952, Síða 14
w 218
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
stig og varð hinn 35. í röðinni. —
Fyrra stökk hans var misheppnað.
Hann spyrnti of fljótt og féll of
langt fram fyrst í svifinu, en tókst
þó að ná jafnvægi í síðari hluta
svifsins og lenda vel. Stökklengd
60,0 m og stíleinkunnir, sem til út-
reiknings komu 14,5—12,5—12,0.
Síðara stökkið var gott. Stökklengd
, 59,0 m, stíleinkunnir 15,5—14,5—
.. „ - i-e ,. i...»
Svo sem vænta mátti, voru menn
okkar lakari í bruni og kom þar
fram hvað þeir hafa miklu minni
æfingu í þeirri grein en keppinaut-
ar þeirra. Þó var greinilegt hve þeir
stóðu framar að keppnisreynslu í
þessum greinum nú en 1948 og van-
máttarkennd gerði nú minna Vart
við sig.
\
I
b. Skíðaganga
YFIRLIT ^
f9f YFIR fflNN ÍÞRÓTTALEGA "
Arangur
a. Stórsvig, brun og svig
Almennar framfarir virðast hafa
orðið víðsvegar um heim í þessum
greinum síðan á Vetrar-Ólympíu-
leikimum 1948. Jafnframt virðist
tækni hinna mismunandi þjóða
hafa samhæfzt og keppnin harðnað.
Framfarir okkar íslendinga eru
þó greinilega tiltölulega meiri en
liinna fremstu þjóða á þessu sviði,
svo að bilið milli okkar og þéirra
er nú miklu þrengra en'áður var.
Tímamismunurinn sýnir það.vel.
í bruni árið 1948 þurfti fyrsti mað-
ur okkar 30% lengri tíma en sigur-
vegarinn, en nú 23%. í stórsvigi var
ekki keppt 1948, en nú þurfti fyrsti
maður okkar 22% lengri tíma en
sigurvegarinn. í svigi eru samsvar-
andi tölur: 1948 39%, en nú aðeins
13% og sjálfur tímamismunurinn á
fyrsta mann og okkar fyrsta manni
var 16,1 sek.
Af hinum svonefndu alpagrein-
um er svigið að mínum dómi okkar
sterkasta grein. Hinir fjórir kepp-
endur okkar sómdu sér þar vel.
Tækni þeirra er góð, þótt leiknin
f nægi ekki enn til þess að komast
§ í fyrstu sætin. Árangur Ásgeirs
P Eýólfssonar í sviginu mu'n vera
bezti árangur sem íslendjngar hafa
ifrafn að þ°fm tíma iiéð á sviði
jlskíðaíþróttarinnar á erxendum vett-
Þetta var í fyrsta sinn, sem ís-
lcndingar keppa í skíðagöngu við
erlenda menn, svo að samanburður
við fyrri rástíma er ekki möguleg-
ur. Eftir að ég kynntist göngu-
brautum og keppni á Vetrarleik-
unum 1948, hef ég litið svo á, að
það hafi verið lítið álitlegt þá fyrir
íslendinga að taka þátt í skíða-
göngu, vegna ófullnægjandi göngu-
tækni. Sú skoðun hefur og verið
staðfest af crlcndum skíðakennur-
um. En ég tel að síðan hafi orðið
mikil framför.
Nú fór þetta svo, að skiðagöngu-
menn okkar sómdu sér vel innan
um hina. Tækni þeirra virðist vera
heilbrigð og þjálfunin góð. — Þó
vantar þá talsvert til þess að ná
góðum árangri, miðað við beztu
menn Norðurlandaþjóðanna. Þeir
sýndust ekki nógu léttir á sér í
göngunni og þá virðist vanta
snerpu, einkum í styttri göngun-
um. Svo sem von er til, skortir þá
enn mjög keppnisreynslu.
Göngumenn okkar höfðu náð
góðu valdi á því að ganga í hinum
hólóttu skógarbrautum. Dvölin í
Nordmarka á undan keppninni var
óhjákvæmileg til þess að ná þeim
árangri- Göngumenn héðan, sem
ætla síðar að keppa erlendis, verða
að taka tillit til þessa atriðis.
Ég tel framfarir göngumánna
okkar vera mjö'g-afhyglisverðar.Vil
ég í því samþandi sérstaklega
minnast kennara þeirra, Johannes-
ar Tenmans, sem hefur lagt sig
mjög fram við starf sitt.
Göngumenn okkar reyndust
nokkuð jafnir. Bezti árangur þeirra
var í 18 km göngunni. Bezti maður
okkar þar þurfti 15% lengri tíma
en sigurvegarinn. Göngumennirnir
kepptu nú í fyrsta sinn opinberlega
í 50 km skíðagöngu. Sú ganga mis-
tókst þeim fyrst og fremst vegna
þess, að þeir gátu ekki smurt skíði
sín rétt á hinum hlýrri köflum lcið-
arinnar. Þeir töldu sjálfir, að það
hefði ekki stafað af skorti á tækni
né þjálfun og hefur reynslan síðan
sýnt að það er rétt athugað. Göngu-
menn okkar tóku nærri sér í þess-
ari göngu. Það mun þó ekki lxafa
haft áhrif á árangur þeirra Jóns
Kristjánssonar og ívars Stefánsson-
ar í boðgöngunni, sem fór fram
þrem dögum scinna, því að þar
náðu þeir að sínu leyti jafngóðum
tíma og Gunnar Pétursson og Eb-
enezer Þórarinsson, sem ekki
kepptu í 50 km göngunni.
Keppnin í boðgöngunni varð
mjög hörð. Finnar, Norðmenn og
Svíar voru þar að vísu í sérflokki,
en hinar þjóðirnar voru flestar
mjög jafnar og miklu jafnari nú en
árið 1948. íslendingar urðu þarna
nr. 11, en voru þó aðeins 5 min. 33
sek. á eftir Austurríkismönnum,
sem urðu nr. 5.
c. Skíðastökk
Þátttaka okkar í skíðastökki var
svo lítil, að ekki er tilefni til þess
að draga af henni víðtækar álykt-
anir. Ari Guðmundsson er án efa
sá stökkmaður okkar, sem mesta
reynslu hefur af skíðastökki á stór-
um stökkbrautum. — Þessarar
reynslu hefur harin aflað sér er-
lendis, svo að þar fqest ekki mæli-
k\*arði á getu annarra íslenzkra
sfökkmárina.
Fyrfr VetF*rleikana hafði Ari
æft sig reglulega og tekið þátt í
stökkmótum með góðum árangri,