Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Qupperneq 1
15. tbl.
Sunnudagur 4. maí 1952
XXVII. árg.
PÉTUR JAKOBSSON:
/*
OLANUIVI
ÉG KOM í Kennaraskóla íslands í
Reykjavík seint í októbermánuði
1909- Var ég þá fullt tvítugur að
aldri. Hafði ég þá lokið búfræði-
prófi við skólann að Hólum í
Hjaltadal.
Var mitt fyrsta verk, er ég kom
til Reykjavíkur, að ganga á fund
skólameistara. Kveið ég hálfgert
fyrir því. Var ég óvanur að ganga
fyrir höfðingja. Fann ég til van-
máttar. Ég var lúinn eftir langan
gang norðan úr landi. Hafði ég vað-
ið ár og læki. Var ég fótasár eftir
þá eyðimerkurgöngu.
Ég var lítill að vallarsýn og svo
er enn. Var ég klæddur fátækleg-
um fötum og var með létta pyngju.
Hafði ég nokkrar áhyggjur af, að
skólameistara mundi sýnast ég
ólíklegur til að prýða skólann og
kennarastétt landsins. Samt lagði
ég á stað í áttina til skólans.
Þegar þangað kom sýndist mér
skólinn stórt hús og vistlegt. Hitti
ég mann þar utan dyra. Hafði hann
á hendi upphitun skólahúss. Heils-
aði ég manni þessum og spurði
hann hvort skólameistari mundi
heima vera. Hann kvað já við. Bað
ég hann að fylgja mér til hans.
FYRIR FJÖRLTÍy ÁRDM
Fór hann með mig inn um fordyr
hússins, upp á efri hæð- Benti hann
mér á dyr þar til vinstri handar
og sagði þar vera skrifstofu skóla-
meistara. Yfirgaf hann mig svo og
gekk út.
I
HJÁ SKÓLASTJÓRA
Ég knúði hurð skrifstofunnar.
Eftir augnablik opnaðist hurðin og
út kom maður aldurhniginn, silfr-
aður á hár og skegg, hár vexti,
beinvaxinn, fyrirmannlegur, prúð-
ur, vingjarnlegur, en þó alvarleg-
ur. Þessi maður var síra Magnús
Helgason frá Birtingaholti. Hafði
hann, þegar Kennaraskóhnn var
stofnsettur, verið sóttur yfir fjöll,
ár og vötn, alla leið austur að
Toríastöðum í Biskupstungum, því
þar var hann þá sóknarprestur, til
þess að takast á hendur stjórn hins
fyrsta kennaraskóla íslands. Bauð
hann mér inn í skrifstofu sína. —