Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Síða 2
222 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Spurði liann mig um undirbún- ingslærdóm minn undir hingað komu. Sagði cg honum frá bú- fræðiprófi mínu, og, að ég óskaði þess að setjast í 2. bekk skólans. Taldi hann ekki vel líklegt að það gæti tekizt, inntökupróf væru þeg- ar byrjuð, kröfur væru hér nokkr- ar um undjrbúning, cn þekking sú, er Hólaskóli veitti bændaefnum, væri fjarskyld þeirri þekkingu, sem liér væri krafizt. Er svo skemmst frá að segja, að þessi draumur minn cndaði á þann vcg, að ég settist í 1. bekk skólans. Féll mér svo vel að tala við skóla- meistara í þetta fyrsta skipti, að mér fannst ég meiri maður eftir en áður, og mér fannst hann fremri öorum þeim mönnum, sem ég hafði þá kynnzt; eitthvað yndi að návist lians, sem þó væri ekki auðvelt ao koma orðum að. Hugði ég gott til har.dlciðslu lians, byggði miklar vonir a lienni, enda verð ég að játa þegar, að sú von brást mér ckki. Mætti rita langt ínál um úgæti skólameistarans, enda þótt íátt citt verði hér talið, vegna rúm- og tímaleysis. MEÐAL NEMENDA Þcgar ég kom í nemendasveit Kennaraskólans, þá tók ckki betia við. Var ég þar, í orðsins dýpsta skilningi, að teljast mcð busunuin Öll var nemendasveitin hin glæsi- legasta. Bauð liún af sér góðan þokka- Mátti margs góðs af henni vænta, er hún kæmi út í lífið sem svo er kallað, og fengi tækifæri til þess að drýgja dáð. Þó ég minnist allra minna skóla- systkina að góðu einu, þá ery mér bekkjarsystkini mín minnisstæðust. Er her ekki rúm til að geta þeirra allra, end^ þýðir ekki að þylja tóm nöfnin. Þau eru §nn§rs ^taðar skráð. Skal hér af handahófi nefnd nokkur minna bekkjarsystkina. Má þar meðal annarra nefna Guðgeir Jóhannsson. Var hann úr Grafningi ættaður. Hafði hann alizt upp hjá Þorláki Guðmundssyni, al- þingismanni, í Fífuhvammi. Hann var bráðgáfaður og mikill lær- dómsmaður. Hann var ávallt cfst- ur í bekknum. Varð hinn ágætasti kennari og ástmögur nemenda sinna. Þar var Bjarni Bjarnason, ’nú skólastjóri að Laugarvatni. Hann var, þegar á ungum aldri, mikill og glæsilegur að vallarsýn. íþrótta- maður var hann ágætur, glímu- maður mikill, burðaírekur og smá- mennunum ekki hent að ganga til fanga við hann. Bjarni reyndist ekki mikill lærdómsmaður, en drcngur góður og prúðmenni mik- ið, staðfastur og rcglusamur- Þá má nefna Helga Hallgrímsson frá Gnmsstööum í Mýrasýslu. Er haun höfðingjaættar til bcggja lianda, cnda bcr hann cinkenni slíks. Hann cr kvik-músikelskur maður fram í hvern íingurgóm og enda íleira golt tii lista lagt. Þar var Hcrvald Björnsson, ælt- aður úr Ilrútafirði. Ileiur hann verið skólastjóri í Borgarnesi um áratugi- — Hann reyr.dist góður námsmaður, og var, fyrir margra hluta sakir, einn hinn ágæíasti bekkjarnautur. Þar var Þorsteinn Sigurðsson, ættaður úr Eyjafirði. Hann reynd- ist góður námsmaður. Honum var í olrkar hópi veitt eftirtekt, enda bjó liann yfir góðri greind og hafði fas og viðmót Norðlendingsins. — Hcfur hann verið kennari við Mið- bæjarskóla Reykjavikur um fjölda mörg ár. Þar var Guðrún Johsnnsdottir, ættuð fP§trek§firði. jSíðar varð hýn hýsfjeyj^ ^ð Koll^firði, en er ný kenngri við barnaskóla j P.evkjy vík. Quðrún reyndist okkur einkar skemmtileg bekkjarsystir, fluggáf- uð, háttprúð, drenglynd og um- gengilcg á allan hátt. Vcru þau Guðgeir og Guðrún ávallt efst í okkar bekk. Mætti meðal annars nefna um námshæfileika Guðrún- ar, að hún er ágætur stærðfræð- ingur, sem ekki er títt um kven- fólk. Þar var Þuríður Þorvaldsdóttir frá Melstað í Hrútafirði. Var hún gædd ágætum námshæfileikum, enda af gáfuættum. Hafði hún iðk- að bókleg íræði frá barnsárum og því okkur öllum bekkjarsystkinum sínum lang fróðust, er í skólann kom. Uggði hún því ekki að sér og drógu bekkjarsystkini liennar hana nokkuð uppi, svo munurinn varð minni, er upp var staðið, en Jiegar í skólann kom. Samt minnist ég Þuríðar sem hinnar glæsilegustu námsmeyjar. Þar var Sigurjón Kjartansson, Vestur-Skaftfellingur að ætt. Hann reyndist fremur góður námsmaður, músikelskur maður með ágætum, snyrtimaður í allri framkomu, og heiðursmaður fram í hvern fingur- góm. Svona mætti lengi halda áfram um bekkjarsystkini mín í Kennara- skólanum. Þau höfðu öll sitthvað til síns ágætis, prýddu öll sinn bekk og hafa reynzt gagnlegt fólk á skákborði tilverunnar. Við Bjarni Bjarnason vorum umsjónarmenn í okkar bekk til skiptis. Kom þá strax í ljós, að hann er maður regiusamur og trúverðugur við það, er hann tekur að sér. SKÓLALHID Skólalíf Kennaraskólans, á mín- um skolaarum, var gott. Nemc-nd- urnir þáru virðingu fyrir sinni til- veru, sottu namið af taisverðu kappi og vildu verja timanyrn vel, voru lausi.r við víndry^kju, tófcaks- naiitn og allt, sem illt leiðir af nautn þessara munaðarvara. ,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.