Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Síða 4
224
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Ólafur Dan. Daníelsson
Björn Bjarnason
Jónas Jónsson
sjálfs síns. Enda var það svo, að
þar sem síra Magnús Helgason
dvaldist, þar var bæði höll og hirð,
burt séð frá húsakosti og lífsins
þægindum. Síra Magnús Helgason
var höfðingi í sínum heimagarði og
höfðingi hvar sem hann fór.
KENNARALIÐIÐ
Þótt síra Magnús Helgason væri
allt í öllu í Kennaraskólanum, setti
sinn svip á skólann, réði öllu og
réði vel, má þó ekki skilja orð mín
svo, að hann einn gerði garðinn
frægan, en hann hafði manna bezt
lag; á að gera garð sinn frægan.
KennaraSkólinn hafði miklu og
ágætu kennaraliði á að skipa. Mátti
segja, þar sem kennarahð skólans
var samankomið, að þar færu menn
sem væru konungar eða hefðu öll
skilýrði andleg og líkamleg, til að
vera koriungar, enda þótt þeir væru
ekki börnir til ríkiserfða.
'Má þar fyrstan nefna dr. phil.
Björn Bjarnason frá Víðfirði. —
Kenndi*hánn íslenzku og dönsku
x skólanum. Var hann ágætlega að
■sér * í ;þessum málum og afburða
kennari. Gekk hann hreint, kalt og
4kVeðfð kennslunni, með af-
burða hæfileikum til þess að gera
kennslustundirnar arðbærar fyrir
nemendurna. Hann var mikill
íþróttamaður, lipur í öllum hreyf-
ingum, prúður í göngulagi, kurteis
í viðmóti, en kröfuharður um, að
sér væri sýnd virðing og öll hirð-
kurteisi væri við höfð, þar sem
hann kom fram.
Hann var líka kröfuharður við
nemendur sína um að þeir stund-
uðu námið vel. Taldi hann það
móðgun við sig, ef nemendurnir
komu í tíma til hans illa lesnir eða
sýndu tómlæti um lestur hans
kennslugreina. Var hann þeim
nemendum óhollur, enda fýsti
engan að móðga hann. Árangurinn
varð sá, að flestir lærðu mikið í
hans kennslugreinum og öllum kom
hann nokkuð til manns. Þegar til
prófsins kom, var dr. Björn mildur,
blíður og lék við hvern sinn fingur.
Var það hin bezta hátíð að ganga
undir próf Vjá honum, enda þótt
hann væri fremur spar á háar
einkunnir. — Því miður nutu
nemendur Kennaraskólans hans
skamma stund. Hann kenndi sjúk-
leika vorið 1912. Hvarf frá skólan-
um og kom þangað aldrei aftur.
Hann andaðist 1918. Sökum sinna
ágæta er dr. Björn öllum nemend-
um sínum ógleymanlegur maður.
Einn af upphafskennurum Kenn-
araskólans var dr- phil. Ólafur
Daníelsson. Eins og þjóðinni er
kunnugt, er hann að öllum líkind-
um mesti stærðfræðingurinn, sem
landið hefur nokkurn tíma átt.
Hann er gæddur svo óvenjulegum
skilningi á meðferð talna, að til
stórra yfirburða verður að teljast.
Hítt er svo annað mál, hvort það
var rétt meðhöndlun á honum,
hvort það var rétt aðferð til hag-
nýtingar hans yfirburða hæfileik-
um, að skipa hann stærðfræði-
kennara við svo lágan skóla sem
Kennaraskólann. Enda þótt hann
á ýmsa lund reyndist okkur hinn
ágætasti lærifaðir, gengum við
þess þó ekki dulin, að hann taldi
starf sitt við skólann neðar sinni
þekkingu og við gengum þess held-
ur ekki dulin, nemendur hans, að
það var neðar hans miklu þekkingu
og lærdómsheiðri að kenna okkur
óþroskuðum unglingum stærð-
fræði, sem hann af guðs náð og
miklum lærdómi var afburða-
maður í.
Sama árið og ég kom í Kennara-
skólann, gerðist Jónas Jónsson frá
Hriflu kennari þar. Var hann