Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Blaðsíða 6
226 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Si?urbjörr Á. Gislason Kennarr.skólans var fyrst Ólafur Rósenkranz. Hann var þá maður hniginn á efra aldur. Bar hann öll merki íþróttamannsins. Var léttur til gangs og hreyfingar. Mun hann hafa lært leikfimi hiá Stenberg, sem eitt sinn var leikíimiskennari Menntaskólanemenda. Mun hann hafa verið herskólagenginn maður. Leikfimiskennsla Ólafs var nokkuð þunglamaleg og meira til að stæla krafta og þol en efla fimleika. Þegar við fluttumst í annan bekk skólans tók við leikfimiskennslu Björn Jakobsson, sem nú er skóla- stjóri íþróttakennaraskólans að Laugarvatni. Björn var þá ungur maður, ágætur fimleikamaður og íþróttakennari af beztu gerð. Var okkur það mikils virði að fá hann fyrir kennara. Æfði hann okkur í fimleikum, léttum og mjúkum, enda fór okkur vel fram hjá hon- um. Var Björn, á þeirri tíð, bezti íþróttamaður og bezti leikfimis- kennari landsins. Annar íþróitakennari var við Kennaraskólann í minni tíð. Það Matthias Þórðarson var Ingibiörg Brands. — Kenndi hún stúlkunum leikfimi. Hún var vel að sér ger um íþróttir. Einhver allra bezta skautastúlka, sem ég hef kynnzt. Var hreinasta unun að sjá hana leika sér á skautum. Kenn- ari var hún víst góður, enda þótt hún væri kröfuhörð við sína nem- endur og heimtaði alveg skilyrðis- lausa undirgefni við alla sína stjórn og kennslu. Virtist mér skólasystur mínar taka miklum framförum í hennar gennslugrein. Þórarinn Þorláksson listmálari var dráttlistarkennari í Kennara- skólanum þau ár, sem ég dvaldi þar- Hann var skemmtilegur kennari, sem blés lífi í kennslugrein sína með þeim afleiðingum, að nemend- um var einkar ljúft að vera í tíma hjá honum og við tókum miklum framförum í hans grein. Smíðakennari við Kennaraskól- ann í minni tíð var Matthías Þórð- arson fyrrv. þjóðminjavörður. — Hygg ég hann hafi verið vel að sér í þeirri grein. Um kennslu hans man ég ekki mikið. Var ekki mikið hneigður fyrir að fást við „Slöjd“. Kem ég þá loksins að söngkenn- aranum. Var það Sigfús Einarsson tónskáld. Er skemmst yfir sögu þar að fara, að hann var álíka góður söngkennari og hann var gott tón- skáld. Geta menn þá dæmt um kcnnsluhæfileika hans, sem þokkja hans ljúfu lög, því það var hvort eftir öðru. Af mínum bekkjarsyst- kinum tóku söngkennarapróf að- eins þrjú, þau: Lóra Jóhannesdóttir frá Auðunnarstöðum í Víðidal, Helgi Hallgrímsson frá Grímsstöð- um og Sigurjón Kjartansson frá Drangshlíð. Hef ég þá að nokkru getið kenn- ara Kennaraskólans í minni skóla- tíð. Má með sanni segja, að þeir voru allir anulegir höfðingjar. — Geng ég í nokkrum cfa um, að skól- ar landsins hafi haft á að skipa jafn samvöldu ágæiisliði eihs og Kenn- araskólinn. Hannes Hafstein bar fram fræðslulögin á sinni tíð. Hann lét byggja Kennaraskólann. Hann valdi kennaraliðið svo vel, að eng- inn ágreiningur var um, að valinn maður væri í hverju rúmi. ÞÁ ER AÐ MINNAST Á SJÁLFAN SIG Ekki tel ég hlýða að skiljast við þessar hugleiðingar, án þess að minnast sjálfs mín að einhverju. Er þá fyrst að greina frá, að ég tók kennarapróf með fyrstu eink- unn. Var þó ekki mikill námsmað- ur. Ég gat lært móðurmálið. Var máske beztur í mínum bekk í þeirri grein. Reyndist annars hálfgerður skussi í öðrum námsgreinum, að undanskilinni sjálfri barnakennsl- unni. Meðal námsgreina í Kennara- skólanum var skrift og smíði. Ég varð þegar á barnsaldri lista skrif- ari- Skrifaði ég, á minni beztu tíð, gullfallega rithönd, sem ómögulegt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.