Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Síða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Síða 7
& LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 227 '1 Sí uetrar Lvítcl Þolinmóður þú uin sinn Einmánuður yglir sig þreya átt í skugga, úti er hríðarmugga. litli góði laukur minn Ilúmið friðsælt hylji þig langt frá bjartum glugga. hylur fönnin glugga. Þessi leið er þroskans braut Dreymdust margir draumar við þótt liún iiggi í skugga, dökkars vetrar skugga. sérhver laukur seinna naut Sumir fundu sumarið, sólar yls í glugga. cólin skein á glugga. Og í fyrra áttir þú Dvelur bak við drungans þil afar langt frá skugga, dýrðleg sól að hugga. lítið, snoturt ljóssins bú ínnsta þrá berst upn á við lifðir þá í glugga. eilíft Ijós um glugga. RAGNII. GÍSLADÓTTIR. var að finna að með rökum. Gerði skriftarkennari skólans, dr. Björn Bjarnason, enga tilraun til að leið- beina mér í þeirri grein, enda skrif- aði ég mikið glæstari hönd en hann sjálíur. Samkvæmt reglugerð skólans var ekki gefin einkunn fyrir skrift. Þetta var mitt óhapp, því einkunn fyrir skrift hefði lyft mér verulega í prófi. Fyrir smíði, „Slöjd“, var einkunn gefin. Prófsmíði okkar var kistill. Þar tókst mér illa, því smið- ur var ég ekki fæddur. Kom ég kistlinum aldrei saman, hætti við prófsmíðið og fékk „Minus“ í þeirri grein. Ári síðar en ég tók kennarapróf þreifaði ég fyrir mér um skriftar- kennslu við barnaskóla Reykjavík- ur. Hlutaðeigandi bæjarvöld töldu of dýrt fyrir bæinn að hafa tvo skriftarkennara við skólann. Fyrir var Guðlaug Arasen. Þetta var misráðið. Hefði ég komizt að skól- anum sem skriftarkennari, þá hefði þúsundir fólks í Reykjavík, og víð- ar á landinu, skrifað betri rithönd en það nú gerir. Þeim fáu börnum, sem ég kenndi skrift, tókst mæta vel að eftirlíkja minni rithönd og gera hana að sinni eigin. Gaf ég þeim forskrift á skólatöfluna, sýndi þeim sjálfum hvernig ég skrifaði stafina og orðin. Þau urðu hrifin af skriftinni og hrifin af verknað- inum, lifðu vel inn í mína aðferð og tileinkuðu sér hana, hvert eftir beztu getu og með glæsilegum ár- angri. =//= Síðan ég, ásamt bekkjarsystkin- um mínum, tók kennarapróf, eru liðin fjörutíu ár á þessu vori. — Hafa öll þessi ár hðið eins og draumur, sem liðinn er fyrr en varir. Það ágæta fólk, sem yfirgaf Kennaraskóla íslands í Reykjavík vorið 1912, ungt, blómlegt, bjart- sýnt, hraust og heilsugott, er nú sumt dáið, en það, sem lifir, er aldurhnigið fólk- Það fólk, sem út- skrifaðist úr Kennaraskólanum vorið 1912, var drengilegt fólk, viljasterkt og þrekmikið. Þjóðfé- lagið bjó illa að sínum fyrstu kenn- urum, veitti þeim kröpp kjör, en samt hafa bekkjarsystkini mín reynzt vanda sínum vaxin, sem svo hefur kveðið að á skákborði til- verunnar, að öll erum við vel þekkt og sum þjóðkunn. Við höfum sjálfsagt reynt margt, unnið sigur í mörgum leikum, en líka tapað mörgum. En hvað sem um það er, þá er eitt víst, að endur- minningin um samveru við ágæt skólasystkini og úrvals kennara hefur slegið birtu á braut okkar og mun ,sú birta endast til leiðarenda. ^ ^ ^ UNGUR málari kyssti stúlkuna, sem var fyrirmynd hjá honum. — Ég er viss um að þú kyssir allar fyrirmyndir þínar, sagði hún. — Nei, þú ert sú fyrsta. — Hvað hefurðu haft margar? — Fjórar, rós, lauk, banan og þig. r VIÐ STJÖRNURNAR í seinustu Lesbók var sagt frá hinum dularfuilu „útvarps“-sendingum frá öðrum jarðstjörnum, sem háskólinn í Manchester ’r að láta rannsaka. Þessar sendingar koma frá jarðstjörnum eigi aðeins í vcrri vetrarbraut, heldur í öðr- um vetrarbrautum og sýna sambandið milli hnatta í allieimi. — Myndin hér að ofan er af móttökustöð þeirri, er háskólinn liefur reist á Jodrell Bank til þess að taka við þessum sendingum og þar vinnur dr. A. C. Lovell að rann- sóknum á þeim.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.