Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 10
230 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS að hægt er að loka þessum glugga- opum þcgar rigning er. Ekki eru húsin falleg, en eflaust hcppileg til þess að halda hitanum úti- Fiest allir, sem vinna þarna eiga heima í gamla bænum, sem er um 15 mínútna akstur, í gömlum og óhreinum 20 manna vagni. Bær fæðist og bær deyr, dettur manni í hug. Gamla Mariel hefur einhvern tíma verið snotur bær, en nú er allur Ijóminn af. Götusteinar mis- háir og víða horfnir alveg. Gang- stéttir hallast ýmist að húsunum eða frá þeim. Sums staðar hafa rætur -gamalla pálmatrjáa lyít gangstéttinni svo hún hefur sprung ið í kringum hin fallegu, háu og beinvöxnu tré. — Húsin eru öll skjöldótt, því málning og múrhúð- un er víða fr.rin af. Göturnar fullar af slæpingjum, óhreinum börnum og betlurum. A í ANTILLA Við norðausturströnd Kúbu er enn einn af þessum lokuðu ílóum eða fjörðum, sem einkennir flesíar hafnir landsins. Flói þessi er með þeim stærstu og heitir Nipe. Hann er 11 mílur á lengd og frá 3—7 mílna breiður, en innsiglingaropið er aðeins Yi mílu á breidd. Landið er frekar hátt á alla vegu. svo að hér er ágæt og örugg höfn. Við flóann eru þrír litlir en þýðingar- miklir bæir, því um þá fer mikið magn af vörum. — Bæirnir heita: Felton, Preston og Antilla. Um hina tvo fyrrnefndu er afgreitt til útflutnings ávextir, viðarkol, járn- málmur, crome, magnesium o. fl., en um Antilia sykur og sýróp og þangað förum við. Bær þessi er dálítið frábrugðinn öðrum, sem við áður höfum heim- sótt, að því leyti, að hann er meira spænskur, ef svo mætti segja- — Þarna er ágæt bryggja og þegar við komum liggur við hana ný- byggt, glæsilegt ítalskt flutninga- skip. Það er í fyrstu ferðinni og leigt skipafélagi í Venezuela til 2ja ára. Það er sunnudagur og engin vinna á bryggjunni, en hún er þó ekki mannlaus. Fyrir utan þennan venjulega hóp embættismanna, sem bíður þess að skipið verði landfast, er þarna dálítil hljómsveit. Blind unglingsstúlka syngur, önnur slær saman tréspöðum, en piltur annast undirleikinn með guitarspili. Þetta er fremur óvenjuleg sjón á Kúbu, en algeng á Spáni. Tilgangurinn er auðvitað sá, að hræra hjörtu þessara erlendu sjómanna, í von um að þeir láti -nokkra aura af héndi rakna. Enn er ekki allt talið á bryggjunni. — Maður nokkur hleypur til og frá og tekur myndir af Kötlu af miklum móð, og daginn eftir, þegar hann kemur um borð, er mikið keypt, því myndirnar reynast ágætar. Myndasmiðurinn er mikill áhugamaður og tekur myndir af skipverjum úti og inni í íbúðum. Hann býður einnig til sölu myndir af öðru okkur ókunnugu fólki, mönnum, sem komið hafa á öðrum skipum og f jölskyldumyndir af ýmsum bæarbúum, einnig ein- stakar myndir af fegurstu blóma- rósum staðarins. Allt er falt fyrir nokkur cent. Þetta er mikill kaup- maður, eins og margir Kúbubúar eru. Hann er óprúttinn og jafnvel ósvífinn. Þó kemst hann fljótt í uppáhald hjá okkur, því hann talar ensku reiprennandi og er hrað- mælskur. Honum fyrirgefast fús- lega allar málfræðivillur, en fram- burðurinn er góður. Þetta einstæða fyrirbrigði að hitta enskumælandi mann af alþýðustétt á Kúbu er hreinasta gullnáma. Hann leysir skýrt og vel úr öllum spurningum, gerir góða verslun og er hinn kát- asti- — Kæri vinur, Antilla er bezti bærinn á Kúbu og þar er einnig bezti ljósmyndarinn. Hér sérðu mynd af vini mínum, konu hans og tveimur dætrum. Ljómandi falleg- ar stúlkur. Kostar aðeins 30 cent stykkið — ég meina myndin —• bætir hann við og skellihlær. Hann hefur ýmislegt íleira smá- vegis til sölu og þar á meðal frí- merki, en hjá honum kosta þau talsvert yfir nafnverð. Ég mótmæli slíkri ósvífni, en hann lilær bara. — Allt í lagi, kæri vinur, revndu að fá þau ódýrari í landi. — Þetta finnst mér nokkuð langt gengið og labba með bréfin mín upp í póst- hús. Það stendur við aðalgötu bæ- arins, eins og vera ber um opinbera stofnun. Fyrir framan afgreiðslu- grindina er stór salur. Mannlaus þó. Gólfið er flísalagt og mjög hált. Fyrir innan sitja þrír menn við stórt borð, en ekki verður séð að þeir hafi neitt fyrir stafni. Ég stend þarna góða stund með bréfin í höndunum, en starísmennirnir virðast hvorki heyra mig né sjá. — Hoja, kalla ég, en það ber engan árangur. Allt í einu finn ég að eitthvað snertir hnéð og þegar ég lít niður sé ég lítið stúikubarn. Hún er svo lítil að ég undrast að hún skuli geta gengið. Kjóllinn er alltof stór og nemur við berar tærnar- Hárið hrafnsvart og einn ílóki, en augun eru stór og tinnusvört. Og hún getur talað. Ég heyri ekki vel hvað hún segir. Hvort það er Amigo (vinur), Americano eða Mangi. En lófinn er þarna, útréttur, svo að ekki verður misskilið hvað það er, sem barnið vill. Ég bregð út af vananum og læt 10 centa pening detta í lófann, sem er of lítill fyrir stóran 5 centa pen- ing og nú kemur líf í tuskurnar. Það er ekki langt til dyranna, en barnið flýtir sér svo mikið, að það stígur tvisvar í pilsfaldinn og dett- ur á sleipu gólfinu. Ég ætla að hjálpa því á fætur, en þá rekur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.