Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Qupperneq 11
I: LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
<M? 231
það upp óp mikið og heldur víst
að ég ætli að taka peninginn aftur.
Starfsmennirnir fyrir innan grind-
ina skilja nú að hér er enginn
venjulegur Múlatti á ferð, þó hör-
undið sé brúnt, heldur sólbakaður
Americano. Því miður, í pósthúsinu
fást ekki frímerki, en í veitinga-
stofunni við hliðina, þar eru þau
seld.
Ég veit af reynslu að burðargjald
bréfa frá Kúbu til íslands er hærra
eftir því sem lengra dregur frá
Havana og bið um 23 cent á annað
bréfið, sem er einfalt, en 56 á hitt,
það er tvöfalt. Stúlkan límir merk-
in á bréfin, tekur síðan blað og
blýant og reiknar með þeim ein-
kennilega árangri, að hjá henni
verða 28 og 56 samtals 108. Einn
dollar og átta cent. Ég tek skrif-
færin og sýni henni að 28 við 56
séu, að mínu viti 84. Stúlkan nær í
kunnáttumann, sem getur loks
komið mér í skilning um að þetta
sé engin góðgerðarstofnun, sem
selji vörur á innkaupsverði, og af
því hann sjálfur á ekki hlut að
máli, leyfir hann sér að bæta því
við, að allir útlendingar séu vit-
lausir.
Bréfin fóru í póstkassann og
komust með beztu skilum í hendur
viðtakanda heima á Islandi, eftir
aðeins sex vikur, en þess ber líka
að geta, að frá Antilla til Havana
eru tíðar ferðir og frá Havana til
Bandaríkjanna margar flugferðir
daglega.
íslenzk frímerki eru mjög vel
séð á Kúbu, sérstaklega þessi með
myndinni af Jóni Arasyni, biskup.
Það verður bezt séð á því að bréf,
sem okkur berast að heiman eru
flest frímerkjalaus, þ. e. merkin
hafa verið rifin af þeim af ein-
hverjum áhugasömum söfnurum,
sennilega í póststofunum á Kúbu.
Þetta sakar auðvitað ekkert, þar
sem bréfin sjálf koma til skila. Öllu
óviðkunnanlegra finnst manni, þeg-
ALASKAÖSP (Populus trichocarpa,
var hastata) kom fyrst hingað til lands
vorið 1944. Þá voru sendsr hingað um
600 græðlingar frá U. S. Forest Service
í Seward á Kenaiskaga. Þeir voru
teknir á stað, sem Divide heitir, og er
um 30 km norður af bænum Seward
við vatnaskilin milli Cooksfjarðar og
Kyrrahafs. Sá heitir Norgarden, er hjó
þá og sendi hingað. Hann var þá skóga-
vörður á þessum slóðum, en er nú
fluttur til Bandaríkjanna.
Af þessum 600 græðþngum lifðu að-
eins urn 50. Hinir þoldu ekki hinn langa
flutning, sem tók milli 2 og 3 mánuði
á stríðsárunum. — Síðar komu fleiri
græðlingar hingað, en þá tók Jack Lean
í Cooper Landing við Kenaivatn. En
ar hornið af umslaginu er klippt
af, til þess að ná merkinu heilu,
þannig að hluti þessara friðhelgu
orðsendinga liggur opinn fyrir ó-
viðkomandi. Þetta kemur stundum
fyrir, þótt sjaldan sé.
yfirleitt var raiklum vandkvæðum
bundið að koma þeim óskemmdum
hingað.
Haustið 1950 sendi Einar G. E. Sæ-
mundsen um 25 þúsund græðlinga
hingað frá Kenaiskaga og úr nágrenni
Anchorage. Þeir hafa lifnað mjög
sæmilega.
Nú má orðið skera nokkur þúsuml
græðlinga hér á landi á hverju ári, og
innan fárra ára mun nóg til af þessari
tegund hér á landi.
Öspin vex hratt í góðum jarðvegi,
og líklegt er að hana megi nota í skjól-
belti víðs vegar um land. Öspin spring-
ur út á vorin um sama leyti og björkin
í Múlakoti og fellir blöð sín um sama
leyti.
Á myndinni hér að ofan eru þrjár af
elztu öspunum hér, sem plantað var í
Múlakoti vorið 1944. Síðan hafa þær
verið fluttar tvívegis, siðast haustið
1947. Þá voru þær um 2 metrar á hæð.
Á s.l. sumri fóru allmargar þeirra yfir
5 metra, og þær, sem eru á myndinni
eru nærri hálfur sjötti meter á hæð.
(Myndina tók Hákon Bjarnason-í ágúst
1951).