Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 12
232
LESBÖK MORGUNBLADSINS
FUKDUVERKA STOFIMUIMIN
Þar sem vísindin eru að skagiu
Eieimiiium bciri iíiskiör
ÞAÐ var eitt sinn seint um kvöld,
að maður sem var á ferð á bifhjóli
í Washington, sá að eldur var laus
skammt irá einni aðalgötunni, —
Connecticut Avenue. Hann flýtti
sér sem hann mátti að næsta bruna-
boða og kvaddi slökkviliðið á vett-
vang.
Þegar slökkvihðið kom sá J>að að
þarna stóð litið múrhús í björtu
báli. — Umhverfis eldinn stóðu
nokkrir menn, voru hinir rólegustu
og gerðu enga tilraun að slökkva
bálið. Og einkennilegt þótti slökkv i
liðinu, að þeir voru með ýmis mæli-
tæki, sem fest voru við vírtaugar,
er komu út úr eldinum.
„Við höfum kveikt viljandi í
þessu liúsi,“ sagði einn af mönn-
unum. „Þetta er tilraun sem við
erum að gera til þess að sjá hvaða
byggingarefni eru óeldfimust. Þess-
ar vírtaugar, sem ná inn í eldinn,
sýna okkur hvað hitinn er mikill
inni í bálinu. Við erum starfsmenn
National Bureau of Standards“.
Frekari skýringa þurfti ekki. —
Allir þekkja National Bureau of
Standards, hina þjóðlegu vísinda-
stofnun, sem nú hefur starfað í 50
ár (stofnuð aldamótaárið) og hefur
nú í þjónustu sinni 1600 vísinda-
menn, sem starfa að nýjum upp-
götvunum, sem geta oxðið alþjóð
til blessunar.
Störf stofnunarimiar
Einn af starfsmönnum hennar
hefur sagt: „Með hinum nákvæm-
ustu áhöldum, sem til eru, leitum
vér uppi hina mestu nákvæmni í
öllum hlutum, en allar framfarir i
vísindum og iónaði eru undír þeirri
nakvæmni komnar, þegar ollu er á
botryj^x hvoift.“___________ *
Annars er starf stofnunarinnar
að mestu leyti þríþætt.
Eins og nafn hennar bendir til á
hún að ákveða hin háríínustu mæli-
tæki — lengd þumlungsins og
þunga pundsins. Hún ákveður einn-
ig einingar hitamælinga, frá hinum
„kaldasta kulda“ 459.6 stig á Fahr-
enheit upp í þann hita er bræðir
allar steintegundir (6000 stig eða
meira). Hún ákveður nákvæmar
mælingar á rafmagni.
í öðru lagi ákveður hún gæði alls
konar varnings, allt frá ritvélum
niður í gjarðajárn.
Og í þriðja lagi gerir hún marg-
víslegar rannsóknir á öllum svið-
um, allt frá því að leysa kjarnorku
úr læðingi til friðsamlegra starfa
og niður í það að útskýra hreins-
unarhæfileika sápu.
Hún vinnur einnig að því að
finna upp ný vopn, þar á meðal
fjarstýrð flugskeyti. Um mörg af
þeim vopnum, sem stofnunin hefur
hjálpað til að finna upp, er farið
svo leynt að ekki er nema á fárra
vitorði.
Mál og vog
Á miðöldunum jafngilti eitt fet
lengdinni á spori manns og einn
faðmur var lengdin milli fingur-
góma hans, þegar hann rétti út
hendurnar. Þetta var svo sem ekki
nákvæmt mál, því að það fór alveg
eftir stærð manna.
Á fyrri hluta 19. aldar var jafn-
vel enn svo mikil oregla á mali, að
eitt bushel í SuÖur-Karolina var 63
teningsþumlungum stærra cn í
New York ríki. Eitt pund af kart-
öflum vóg þá minna í Massachu-
setts cn í Maine. Og vegna þcss að
tollgæzlan í hinum ýmsu ríkjum
notaði mismunandi mál og vog,
tapaði stjórnin stórfé í tollum á
hverju ári.
En nú er svo komið að öll hin
tæknilega menning mundi hrynja
í rústir, ef ekki væri nákvæm mál
fyrir allt: lengd, þunga, tíma, hita-
stig, raforku, bylgjulengd og út-
geislan frumefna.
Bandarikjamenn nota rafmagn
fyrir 4 milljarda dollara á ári. E£
mælingu rafmagnsins skeikaði, þó
ekki væri nema um einn hundraðs-
hluta, þá mundu annaðhvort raf-
orkufélögin eða almenningur tapa
40 milljónum dollara á ári. En nú
er ekki hætta á þessu vegna hinna
nákvæmu mælitækja, sem stofn-
unin hefur ákveðið.
Ef bylgjutíðni útvarpsstöðva og
sjónvarpsstöðva er ekki hárná-
kvæm, mundi allt fara í ólestri með
útsendingu. En allar útvarpsstöðv-
ar halda nú þeirri tíðni, sem stofn-
unin hefur akveðið og geta því út-
varpað allan sólarhringinn. Þessi
tíðni er svo nákvæm, að ekki getur
skakkað nema 2 hlutum af hverjum
100 milljónum. Hún er mæld með
áhöldum, sem geymd eru svo að
hvorki hiti né loftþrýstmgur gefur
haft ahrif á þau.
Þegar læknar taka blóðsýnishorn
til þess að athuga hvort heilsa yðar
se í lagí, þa telja þeir hvítu og