Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 14
234
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
■ þykkir þessir veggir þurfa að vera
til þess að öruggt sé að geislarnir
komist ekki í gegn um þá. Þetta
gildir jafnt hvort heldur verið er
að framleiða kjarnasprengjur eða
kjarnorku til rafmagnsframleiðslu
og annarra þarfa.
Fyrir nokkrum árum, eða áður
en menn vissu til fulls hvað geisla-
> virk efni eru hættuleg, voru konur
f látnar mála vísira á úrum með
f radíum-málningu ,svo að þeir lýstu
í myrkri. Af hugsunarleysi og
r þekkingarleysi, varð sumum þeirra
á að væta penslana á vörum sér
og fengu þá í sig ósýnisgeisla, sem
smám saman drógu þær til dauða.
Þetta getur nú ekki komið fyrir,
því að stöðugar rannsóknir fara
fram á öllum þeim, sem eitthvað
fást við geislavirk efni, til þcss að
ganga úr skugga um hvort of mikið
af ósýnisgeislum hafi komizt inn í
líkama þcirra. Þetta er gert á þann
hátt, að verkafólkið andar frá sér
í loftþétta blöðru og síðan cr þctta
loft rannsakað í stofnuninni, með
svo mikilli nákvæmni, að ef grunur
leikur á að einhver hafi fengið í
sig of mikið af ósýnisgeislum (rad-
íum eða radon), þá er honum gefið
frí um skeið með fullum launum,
eða þá að hann er settur til ein-
hverra annarra starfa.
‘f Galdravélar
•} Stofnunin hefur látið gera tvær
• furðulegar vélar, sem eru sannkall-
aðar galdravélar og munu hafa' í för
með sér algjöra byltingu á sviði
vísindanna. Þetta eru reiknivélar,
sem geta lagt saman, dregið frá,
, margfaldað og deilt með óskiljan-
legum hraða, enda þótt um 14 stafa
V tölur sé að ræða. Á halfri klukku-
i stund geta þaer leyst af hendi það
i' reikningsdaemi. sem einn maður
væri tvo mánuði að leysa með
venjulegumskrifstofu-reiknivélum.
Af þessu leiðix, að vísindamenn og
vélfræðingar geta nú leyst á stuttri
stund svó flókin stærðfræðidæmi,
að þau voru fyrir skemmstu talin
óleysanleg, vegna þess að þurft
liefði tugi hundraða manna síreikn-
andi í marga mánuði og jafnvel
árum saman til þess að ráða fram
úr þeim.
Vélar þessar ganga fyrir raf-
magni Qg það e» engu líkara cn að
þær hafi manns vit. Og þeim getur
ekki skjöplazt, því að þær hafa ver-
ið látnar leysa ótal flókin dæmi, er
menn vissu áður svör við.
Hjálp í licrnaði
Á óteljandi marga vegu hjálpaði
stofnunin bandamönnum til þcss að
sigra í heimsstyrjöldinni seinni.
Þegar Roosevelt forseti heyrði
það, að Þjóðverjum hefði tekizt að
sundra atómi, þá gaf hann stofnun-
inni skipun um að finna aðferð til
þess ásamt öðrum vísindamönnum.
Það voru þá líka efnafræðingar
stofnunarinnar scm íundu aðferð
til þess að hreinsa úraníum og
grafít, en það voru nauðsynlegustu
eínin í kjarnorkusprengjuna. Þeir
aðstoðuðu líka við það með ráðum
og dáð að koma upp fyrsta kjarn-
orkuverinu.
Þeir fundu líka upp „radio-
heilann“, sem notaður er í sprengj-
ur, rákettur og sprengikúlur og
gerir þær mörgum sinnum hættu-
legri en áður var. Þessi uppfinning
átti mjög mikinn þátt í sigri banda-
manna. En ekki voru vísindamenn
„Standard Bureau“ einir um hana,
því að þeir nutu þar aðstoðar vís-
indamanna frá John Hopkins há-
skólanum.
Þessi „heih“ er í rauninni örlítið
útvarpstæki, er sendir frá sér raf-
bylgjur, er fara miklu hraðar en
skeytið. Þegar rafbylgjur þessar
lenda a skotmarkinu, endurkastast
þær og um leið og þær koma aftur
til skeytisins valda þær sprengingu
í því. Vegna þessa er það ekki nauð-
synlegt að skeytin sjálf hæfi mark-
ið, en þau springa svo nærri því
að það nægir. Sérstaklega hafði
þetta mikla þýðingu þegar skotið
var á flugvélar. En það hafði líka
sína þýðingu annars staðar, því að
sprengjur sem sundrast nokkuð
fyrir ofan yfirborð jarðar valda
miklu meira tjóni heldur en þær
sprengjur er sundrast fyrst er þær
reka sig á jörðina, því að þá graf-
ast þær niður, en sprengjustrók-
urinn stendur beint upp í loftið.
Kúlur, sem springa meðan þær eru
á flugi, tvístrast í allar áttir og eru
því stórum hættulegri fótgönguliði
heldur en hinar gömlu sprengikúl-
ur, og þá er mönnum ekki óhætt í
skotgröfum, enda varð Japönum að
því ó eynni Iwo Jima.
Þcssi uppgötvun með „sprengju-
lieilann“ mun og verða til þess, að
innan skamms fáum vér svo lítil
útvarpstæki, að hægt er að bera
þau í veslisvasanum. Vegna þess
hvað þau cru lítil er ekki hægt að
koma þar fyrir neinum vírum né
spólum. En vísindamcnnirnir fundu
upp ráð til að losna við þær leiðsl-
ur. Þeir fundu upp á því að mála
örmjó stryk með silfurbleki á plast-
ik, leirplötu eða annað einangrun-
arefni. Og þessi stryk voru jafn
góðir rafmagnsleiðarar eins og kop-
arþræðirnir höfðu áður verið. Þessa
uppgötvun er nú þegar farið að
nota við smíði heyrnartækja, enda
eru þau nú stórum minni fyrirferð-
ar en áður var. Kemur þetta sér
einkum vel í flugvélum, þar sem
mjög verður að spara rúm.
Samræmdur skrúfugangur
Það varð til ótrúlega mikils traf-
ala og tímaþjófnaðar í seinasta
stríði, að brezkar verksmiðjur og
amerískar verksmiðjur höfðu mis-
munandi skrúfugang á varningi
sínum. Bretar keyptu t.d. einu sinni