Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1952, Side 16
236 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS BRIDGE * 8 3 2 V 9 7 4 2 ♦ — + Á K D 10 3 2 £> 7 G 10 8 6 K D G 7 5 S i A Á 10 6 V Á K D 5 ♦ 10 8 4 2 * G 6 A K G 9 6 4 V 3 4 Á9 6 A 9 8 5 4 Suður gaf. Báðir í hættu. Sagnir voru þessar: S V N A 1 H pass 2 lauf pass 2 gr pass 4 H pass pass pass V sló út TK og hann var drepinn í borði mpfl trompi. Síðan tók S tvo siagi á hátromp, en pegar nann sá að A hafði ekki átt nema eitt tromp leizt honum ekki á að halda áfram þar og sló út laufi tvisvar. Seinni slaginn drap V með trompi og sló út trompi aftur. Nú komst S ekki inn í borði og afleiðingin varð sú að hann tapaði 3 slögum. Rétt hefði verið af S að gefa þegar einn slag í trompi, þá var hann viss um að vinna. & ^ & G Gunnar Halldórsson óðalsbóndi í Kirkjuvogi var sagður mestur kraftamaður þar syðra og vissu menn eigi til að honum yrði aflfátt. Einu sinni var hann ásamt öðrum manni á gangi með sjó. Sáu þeir að fullorðinn selur svaf á flúru eða steini í fjörunni. Læðist Gunnar aftan að honum og nær í afturhreyfana og held- ur selnum þar til hinn’maðurinn kom og gat rotað hann. Var þetta kallað þrekvirki mikið. (Finnur á Kjörseyri). Skemmtanir á Alþingi. í fornöld gáfu menn sig við að segja í ÞJÓÐMINJASAFNI. — Smám saman færist nær því að öllum gripum Þjóð- minjasafnsins sé komið á sinn stað í hinum nýu húaakynnum. IJm seinustu helgi voru tveir svningarsalir opnaðir fyrir almenning og cru þar iðnmunir og listmunir frá 16., 17. og 18. öld. Kennir þar margra prasa og er mikill munur á hver yfirsvn fæst yfir þennan hluta safnsirs og áður meðan hann var geymd- ur í hinum dimmu og þröngu húsakynnum á háalofti safnahússins við Ilverfis- götu. Hér getur að líta tvo muni í safninu, stóra kistu og bægintíastól, sem frú Ragnheiður Jónsdóttir kona Gísla biskups Þorlákssonar á Hólum hefur átt. Eru þessir munir mjög haglega útskorrir, enda kló sá cr kunni, því að talið er að Guðmundur Guðmundsson í Bjarnastaðahlíð hafi smíðað gripina og skcrið þá. Guðmundur var ættaður frá Bæ í Borgarfirði, sonur Guðmundar lögréttumanns og Sigríðar Jónsdóttur Egilssonar prests í Stafho'ti. Harn sigldi ungur til tré- smiðznáms, en er hann kom heim aftur fól Brynjólfur biskup Sveinsson honum að vera yfirsmiður hinnar miklu dómkirkju, sem hann !ét reisa í Skálholti. Síðan var Guðmundur fenginn til þess að gera skírnarlaugina í Hólakirkju og er það sá kjörgriour, sem ekki á sinn líka, eins og allir vita er komið hafa í Hólakirkju. Skúli prestur í Goðdölum (afi Skúla Magnússonar) fekk Guðmund til þess að smíða prédikunarstól í kirkjuna þar og þegar Guðmundur kom með stólinr. hafði Skúli svo mikið við að hann „fór á móti honum í processíu.“ — Guðmundur var talinn allra manna hagastur á landi hér á sinni tíð. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) sögur og kvæði, og mun það lengi hafa haldizt. En þegar fram í sótti, virðist hirðfíflatízkan útlenda hafa komizt hér inn að nokkru og menn hafa haft mest gaman að heimskulegum skrípalátum, eins og veizlugikknum og enda vita- visum, og ekki kippt sér upp við, þó að ekki væri það allt sem fínast. Þann- ig höfðu menn að minnsta kosti stund- um alþingisskáld, til þess að yrkja leirburð á Alþingi, og hafa menn sög- ur af einum þeim bullara, Braga nokkrum Gissurarsyni úr Reykjavík. Hann varð alþingisskáld eftir 1760. Þeir Magnús amtmaður Gíslason og Ólafur vieelöemaður Stephensen höfðu hann með á Alþingi og létu hann yrkja þar fyrir þingheimi um heldri menn og dætur þeirra, og var oft ekki fag- urt, en enginn mátti reiðast kerski hans. Ein vísa er til um Ólaf, þegar hann sat í amtmannsstað á Alþingi: Ólafur á rauðum kjól engin hefir hann smíðatól, ei hann væri ærulaus ef á honum sæti kattarhaVs. Bragi hafði uppeldi af Gufunes- spít^la og frían flutning og mat á Alþingi. — (Þjóðhættir).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.