Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.1952, Síða 5
LESBÓK M0RGUNBLAÐ9INS 305 Nýu gerðir af merkjastöðvum ekki dögum saman þegar austanátt var og reykinn frá London lagði yfir þær. Stöðvar, sem stóðu á jafn- sléttu voru stundum á kaíi í þoku, þótt þær stöðvar er hærra stóðu, gnæfðu upp úr þokunni. — Um hádegi trufluðu og sólargeislar skyggni, en bezt skyggni var rétt um ljósaskiftin kvölds og morgna. Venjulegt var að skeyti, sem sent var frá London til Portsmouth væri um 15 mínútur á leiðinni. En einu sinni var gerð tilraun um hve hratt skilaboð gæti farið þar á milli fram og aftur. Voru þá allir stöðvarstjór- ar aðvaraðir fyrirfram að láta eng- an stanz verða á merkjunum, og þá varð skeyti komið til Ports- mouth og aftur til London á þrem- ur mínútum, en vegarlengdin er um 500 enskar mílur. Var þetta svo mikill hraði að skeytið tafðist ekki nema 3 sekúndur á hverri stöð að meðaltali. Þess vegna kom fram í einu blaðinu áskorun um það, að gera slíkar merkjastöðvar um land- ið þvert og endilangt, til þess að ílytja alls konar fréttir, og koma þannig á fréttaþjónustu, sem engin önnur þjóð hefði og ólíklegt væri að nokkur þjóð mundi nokkurn tíma geta komið á hjá sér. Það eru ekki n.erna rúmlega hundrað ár síð- an þetta var. Merkjastöðvunum var breytt árið 1816. Komu nú háir staurar með þverálmu og tveimur slám þar upp af, og þessar stöðvar voru notaðar þangað til síminn kom. Seinasta merkjaskeytið var sent frá Ports- mouth hinn 31. desember 1847. Margs konar fleiri merkjastöðvar voru í notkun, bæði í Englandi og á meginlandinu og voru sumar með ljósum, til þess að hægt væri að koma skeytum áleiðis Um nætur. Flestar lögðust þær niður þegar síminn kom til sögunnar. Þá skeði það, sem engan haíði órað fyrir áður, áð hægt var að koma skeyt- um hraðar og öruggar milli hinna fjarlægustu staða, heldur en með merkjastöðvum. — Ýmis konar merkjastöðvar eru þó enn í notkun, en þeim fer stöðugt iækkandi, einkum síðan lottskeytin urðu svo íullkomin að hægt Gr að tala saman án tillits til vegarlengda. ★ ★ ★ Óshlíðarvegu? ÞEGAR ég las hina ítarlegu grein Jó- iianns Bárðarsonar í Lesbók, 5. tbl. 23. sept 1951, rak mig minni lil þess, cr ég fór um Óshiíð í fyrsta sinn, eín- samall og ókunnugur, allmörgum ár- um áður en vegur var lagður um hlíð- ina. Var mér þó að mestu ókunnugt um slys þau, er þar hafa orðið öðru hvoru frá öndverðu. En ég minnist þess, að á ferð minni um hlíðina varð mér ljóst, hvílíkur háskastaður hér myndi vera á ýmsum tímum árs, og þá eigi sízt sökum grjóthruns úr hamra beltunum efst í Hyrnunni. Enda var augljóst, að slík hrun muni haía verið alltíð frá öndverðu og myndað skriður hliðarinnar. Það sem olii því, að ég veitti þessu sérstaka athygli, mun hafa verið, að ég var kunnugur óþekkum staðháttum frá ýmsum stöðum á Vesturlandi í Noregi („Vestanfjalls") og vissi, hví- líkur háski stafar þar víða af því, er klettabelti og jafnvel heilir hamrar klofna smám saman í vetrarfrostum og smámjakast fram af stöllum sín- um, unz þeir hrapa í sveit eða sjó niður, stundum ofan úr efstu hátindum fjalla. Þannig vildi til í Lóum í Norðfirði (Loen) 1905. Féll þar klofningur mikill úr hátindi fjallsins niður snarbratta hamrahlíðina og niður í hyldjúpt Lóa- vatnið. Gekk bylgjan langt á land upp fyrir enda vatnsins, þar sem flatlent var og þéttbýlt, tók útsogið með sér fleiri bæi, og fórust þar um 60 manns. — Lítill gufubátur, sem gekk um vatn- ið á sumrum með ferðafólk, fieyttist

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.