Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 1
30. tbl. Sunnudagur 17. ágúst 1952 Mh XXVII. árg. Finnbogi Guðmundsson próf.: Sveinbjörn Egilsson skáEd 17. ágúst 1852 í DAG eru liðin 100 ár frá andláti Sveinbjarnar Eg- ilssonar, og langar mig sökum þess að minnast hans að nokkru. Ævisaga Sveinbjarnar eftir Jón Árnason, er birt- ist framan við ljóðmæli hans 1856, er enn aðal- heimild vor um líf og starf Sveinbjarnar, því að um sérrannsóknir á hinum ein- stöku þáttum í starfi hans er naumast að ræða. Vér höfum t. a. m. skáldið, þýð- andann, orðabókarhöfund- inn og kennarann Svein- björn Egilsson, þar sem hvert þessara atriða væri ærið rannsóknarefni. Það lætur því að líkum, að hér verður ekki stiklað nema á stóru. En áður en snúið verður að helztu verkum Sveinbjarnar, skulu æviatriði hans rakin í fáum dráttum. 17. ágúst 1952 Sveinbjörn Egilsson var fæddur 24. febrúar 1791* í Innri-Njarðvíkum í' Gull- bringusýslu. Faðir hans var Egill bóndi Svein- bjarnarson, en móðir hans hét Guðrún Oddsdóttir, og voru þau bæði af bænda- ættum. Er ég því miður ófróður um foreldra Svein- bjarnar og framættir, en set hér til gamans það, sem Benedikt Gröndal, sonur Sveinbjarnar, segir um föðurætt sína í upphafi Dægradvalar: Föðurætt mín er að sunnan, en Jón Pétursson háyfirdómari, sem er ættfróður mjög, hef- ur ekki getað rakið hana * Samkv. prestsþjónustubók Njarðvíkursóknar. Sveinbjörn er þó víða talinn fæddur 6. marz (1791), og svo telur hann sjálfur í æviágripi, er hann hefur samið og prentað var fyrst með ljóðmælum hans 1856.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.