Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 10
398 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS afskriftir og enginn þó eins og Jón Sigurðsson, eftir að hann kom til. Var það Sveinbirni ómetanlegur styrkur að eiga slíkan mann að í Höfn sem Jón, er jafnan var boð- inn og búinn að senda honum afrit af kvæðum og vísum og átti þá stundum til að ræða við hann um skýringar þeirra. Ég birti hér kafla úr bréfi Sveinbjarnar- til Jóns 1. marz 1842, þar sem hann minnist nokkuð á vísnaskýringar: Eg skrifaði yður til í haust ofur- lítinn miða með Sveinbirni Jakobs- syni, sem fór héðan til Altona og ætlaði að bregða sér til Hafnar um jólaleytið til að finna kærustu sína. Það var eiginlega svar upp á yðar spursmál um vísu og stað úr Land- námu, sem eg vona þér haíið nú meðtekið, og víst væri gaman að heyra yðar meiningu um þessa staði, því það er mín sannfæring, að betur sjá augu en auga, eins í þessu sem öðru, og að það er ekki nema hinum útvöldu gefið, að auga sjái betur en augu. Einkum finn eg slíkt, þegar eg fyrir alvöru fer að skoða Snorra-Eddu, þá sé eg, að eg er síður en ekki viss á svellinu og þarf eins og aðrir góðir menn staf og stuðning, sem menn aldrei fá almennilega, nema einhver sé manni samhendur. Eg trúi valla, ef við gætum unnið að því báðir, að við ekki kæmum okkur saman, þó það sé ekki alténd nóg, ef mað- ur ekki hittir það rétta. Hvernin væri að láta það óútlagt, sem mað- ur skilur ekki, svo aðrir villist ekki á því, að maður lætur sem maður skilji það, sem hann skilur ekki? Eða sem bezt væri, að maður færi ekki fyrr til að útleggja en maður væri viss um að skilja allt? En þér viljið segja, að þá gengi lítið á og einu gildi, þó vitlaust sé innan um, eftirkomendurnir geti lagfært það, allt sé svo ófullkomið, hvort sem heldur er. Og satt er að tarna líka: Maður getur þó ekki meir en vand- að sig eins og maður er maður til og hann í svipinn hefur föng á og þar sem torfærurnar koma, verður að slarka e-ð; maður kemst ekki alténd til að skera fram fenið og láta svo sigta úr því sona smátt og smátt, þangað til það að 3—4 ára fresti er orðið að harðvelli; manni verður það fyrir að kasta ofan í það rofkekkum og moldarhnausum til þess að brölta yfir það: Það eru ekki allir, sem geta búið til fallegar brúar á stólpum og riðið svo yfir hlemmiskeið. í febrúar 1844 var Sveinbjörn kominn svo langt með orðabókina, að hann hafði sent frá sér bókstaf- ina A—F til Fornfræðafélagsins, er hugðist gefa hana út. En verkinu öllu mun Sveinbjörn hafa skilað veturinn 1845—46, er hann dvaldist í Kaupmannahöfn. Þó fór það svo, að Sveinbjörn dó án þess að sjá einn staf prentaðan af því, og kom það ekki út að fullu fyrr en í Kaup- mannahöfn árið 1860. Var titill þess: Lexion poéticum anfiquae linguae Septentrionalis, og nær það yfir skáldskaparmálið forna. Skýr- ingar allar eru á latínu. Hefur orðabók þessi verið talin mesta einstaklingsafrek, sem unnið hefur verið í norrænni málfræði, enda lagði Sveinbjörn með henni grundvöllinn að skilningi manna og skýringum á hinum forna kveð- skap. Er þó þáttur hans í þeim sök- um hvergi nærri rannsakaður sem skyldi, og er það bæðí mikið efni og merkilegt. f ^'4.' Íðí Samhliða orðabókarstarfinu skýrði Sveinbjörn og gaf út ýmis fornkvæði, og voru þau þá prentuð í boðsritum skólans. Vitna ég um þau og reyndar mörg önnur verk og störf Sveinbjarnar, er hér vinnst ekki rúm til að nefna, í ævisögu hans eftir Jón Árnason, þar scm flestu mun til skila haldið. • Þó skal ekki horfið svo frá Svein- birni, að eigi sé getið kennslustarfa hans um rúmt 30 ára skeið og þess þáttar, sem hann ásamt slíkum samverkamönnum sem Hallgrími Scheving og Birni Gunnlaugssyni hefur átt í því að móta einhverja merkilegustu kynslóð, sem ísland hefur alið. Ég nefni aðeins Fjölnis- menn sem dæmi, en þeir voru, sem kunnugt er, nemendur Bessastaða- skóla í tíð Sveinbjarnar þar. Og svo eru allir hinir. — Þó að Sveinbjörn kenndi nem- endum sínum grískuna vel og flytti skemmtilega sögufyrirlestra, lærðu þeir þó fyrst og fremst íslenzku af honum og fengu hjá honum þá ást og virðingu á tungu sinni, er entist þeim til æviloka. Vér þurfum ekki annað en fletta upp í Fjölni eða einhverju öðru riti frá þeim tíma til þess að sjá áhrifin frá Bessastöð- um. Og þau áhrif eru lifandi afl í íslenzkri menningu og þjóðlífi enn í dag og verða það vonandi um allan aldur. WSí Þegar vér því hugsum til Svein- bjarnar og þess, hve góður og vin- sæll kennari hann var að allra dómi, sjáum vér bezt, hve stórkost- leg ógæfa það var, að Pereatið svo- nefnda skyldi koma niður á honum. En það var 17. janúar 1850. Hafði talsverðrar óreglu gætt í skólanum þá um veturinn og Sveinbjörn reynt að brjóta pilta til bindindis með svo ströngum fyrirmælum, að þeir risu öndverðir og hlupu á brott úr skólanum morguninn 17. janúar, er rektor hafði sett þeim úrslita- kosti, en héldu síðar heim til hans og hrópuðu: Pereat — fyrir honum, þ. e. Niður með hann. Stiftsyfirvöldin voru reikul í ráði og veittu Sveinbirni ekki sem

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.