Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 6
• 394 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS En þótt Rask gæfi sér, að því er virðist, aldrei tíma til að líta yfir ljóðaþýðingar Sveinbjarnar, erfði Sveinbjörn það ekki við hann, þvi að ekki lét hann á sér standa að senda honum þýðingu sína á Odyss- eifsdrápu, jafnskjótt og hún kom út. Hefur Rask þá séð að sér, þótt um síðir væri, og sent Sveinbirni fögur hvatningarorð. Birti ég hér kafla úr bréfi Rasks til hans 27. apríl 1829: Ástarþakkir fyrir send- inguna, sem mér var í sannleika mjög kærkomin. Ég hefði kannske heldur séð Odysseifsdrápuna á vers, en mér líkar mikið mái og tón í yðar útleggingu, og eg sé það', að hún mun nytsamari í sundurlausri ræðu. , Síðan gerir hann örfáar áthuga- semdir, en heldur svo'áfröm: Þó er þetta víst mjög ómerkilegt hjá því, að útleggingin sé rétt og orðatil- tækið snoturt og efninu óg textan- um samhljóða, sýnizt þér mér þar í svo heppnir, að eg vildi mikillega þér hélduð þessu starfi áfram allt til endans og fengjuð svo kórónu lífsins. Lætur að líkum, hve glaður Sveinbjörn hefur orðið við þessa hvatningu Rasks, enda sneri hann, svo sem fyrr segir, báðum kviðun- um í óbundið mál. Ljóðaþýðíngarnar freistuðu hans þó eftir sem áður, en urðu jafnan að sitja á hakanum. Hvert verkið rak annað, og skyldustörf hans við skólann reyndust honum erfiðart og vafstursmeiri en hann hafði vænzt í upphafi. Rofaði ekki til fyrr en sumarið 1851, er honum var veitt lausn frá embætti sínu við skólann. Margur hefði í hans sporum kast- að mæðinni og slegið slöku við það sem eftir var sumars. En Svein- björn var ekki alveg á því, þar eð 14. ágúst skrifar hann Rafni etaz- ráði bréf og sendir honum sýnis- horn af ljóðaþýðingu sinni á Odyss- eifskvæði, 23. þáttinn. Sýndi Rafn síðan þáttinn Jóni Sigurðssyni, er varð stórhrifinn af honum, skrifaði Sveinbirni og hvatti hann til að snúa báðum kviðunum í ljóð. Jafn- framt beitti hann sér fvrir því, að Bókmenntafélagið semdi þegar við Sveinbjörn um þýðlngu Odysseifs- kvæðis, og yrði það siðan prentað á kostnað félagsins. Tókust þeir samningar 4: februar 1852. Minnist Sveinbjorn á petta í bréfi sínu til Jóns Sigurðssonar 3. marz 1852: Með hálfum huga hefi eg boðizt til að taka að mér útleggingu á Hómer í ljóðum samkvæmt upp- hvatningu yðar í yðar góða bréfi frá 20. des. f. á. og samkvæmt fyrir- spurn próf. P. Péturssonar, og hefi eg selt honum í hendur útl. af 3 fyrstu bókum Odysseae og af 4. bók til vers 537, meira hef eg ekki til- búið. í yfirskrift kvæðisins hefi eg fylgt yðar uppástungu, og yfir höfuð geri eg mig ánægðan með yðar athugasemdir og lagfæringu, þar sem þér viljið vera láta. Eins læt eg yður ráða, hvort þér hafið þessa Stafsethingu, sem eg hefi fylgt, eða breyta henni eftir því, sem yður sýnist. Eg hafði hana með gömlu móti bæði af því svo hafði ver- ið gjört í Paradísarmissi og Messías og af því útleggingin hnígur sum- staðar nokkuð að fornyrðalagi og eldri orðmyndum. Verst á eg með þá staðina, ubi bonus dormitat Homerus,* og í mannanöfnum og örnefnum. Segið mér yðar álit, eg veit, að eg hefi gott af því. Biðjið og, að kraftar mínir endist og elja og langlundargeð ekki veikist, því eg er seinn í verki, en síg heldur á, ef mér er fritt og ekki amar mikið að utan frá. Undir því er komið, hvort eg get ent ádrátt * Þar sem sá góði Hómer dottar. minn við félagið, að hafa aflokið Odyssea að jafnlengd næsta ár. Bragarhátturinn, sé eg, verður ein- hver meðalháttur milli fornyrða- lags og ljúflingslags þess, sem er í Barnaljóðum sra Vigfúsar á Stöð og Æviflokki séra Einars Sigurðs- sonar. Eg tala ekki meira um þetta, það dugar lítið tala, þegar eitthvað á að gera. Tók Sveinbjörn nú til óspilltra málanna og sóttist verkið mun bet- ur en hann ætlaði, því að 2. ágúst að kveldi var hann tæplega hálfn- aður með 19. þátt. En um nóttina eftir veiktist hann, svo sem fyrr segir, og lézt hálfum mánuði síðar. Seinasta erindið, sem Sveinbjörn sneri (135. erindi 19. þáttar), voru huggunarorð Odysseifs við Pene- lópu, er hún var orðin úrkula vonar um heimkomu mannsins síns. — Hefði erindi þetta alveg eins getað verið kveðju- og hughreystingar- orð Sveinbjarnar til Helgu, konu sinnar, er hann unni mjög og alið hafði honum 10 börn, en varð nú að sjá á bak honum. Orðin eru þessi: Lát-attu lengr litarhátt þinn fríðan fölna (firna’k þó eigi), né hjarta þitt um hjartkæran ver af sorg sárri í siga renna. Benedikt Gröndal, sonur Svein- bjarnar, lauk við það, sem óþýtt var af kvæðinu, en 23. þátturinn var látinn halda sér, eins og Svein- björn hafði upphaflega frá honum gengið. Kom Odysseifskvæði út í Kaupmannahöfn á árunum 1853 til 1854. Hómersþýðingar voru það verka Sveinbjarnar, er lengsta átti sam- leið með honum, og líklega hefur hann ekki haft meira yndi af neinu þeirra. Það væri freistandi að rita ýtar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.