Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.08.1952, Blaðsíða 12
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS rL 400 Hvah gerðist í júíí LEGSTAÐUR FORSETANS Hinn 14. júli var aska herra Sveins Björnssonar forseta jarðsett í kirkju- F garðinuni á Bessastöðum, aö viðstödd- um nanustu ættingjum, ráðherrum og TIÐARFAR var enn kalt í þessum mánuði fram- an af, þrálát norðaustan átt og oft ekki nema 2—5 stiga hiti norðan lands og austan. Á suðurlandi og suðvestur- landi voru miklir þurkar og voru tún kalin og gróður lítill, en í norðurlandi var naumast kominn sauðgróður. Þar snjóaði í fjöll 10. og 12. Féll þá svo mikið nýsnævi í Siglufjarðarskarði að tvær ýtur voru nokkra daga að moka * upp brautina yfir skarðið. Seinna hluta l mánaðarins breyttist tiðarfar nokkuð. Gerði þá rigningar syðra og hitabylgja fór yfir norðurland 23. Fleygði nú gróðri fram, en ekki mun heyskapur hafa hafist almennt fyr en undir mán- aðarlok. F “wá* '• AFLABROGÐ * Flestir togaranna voru að veiðum við Grænland, en sumir fóru á síld- veiðar fyrir norðurlandi. Alls munu um 170 skip hafa farið norður til síld- ^ veiða, en sí!4lP brást algjorlega. í nokkrum öðrum. Lcgstaffur forsetans er í steyptri gröf norðan undir kirkj- unni, cn á gröfinni cr islcnzk liclla og á hana letrað: SVEINN BJÖRNSSON. mánaðarlok höfðu aðeins 47 skip fengið meiri afla en 500 mál og tunn- ur. Heildaraflinn var þá orðinn 28.142 tunnur í salt, 26.382 mál í bræðslu og 5435 tunnur til frystingar. Á sama tíma í fyrra, sem var sildar- leysisár, var aflinn þó orðinn 65 þús. tunnur í salt, og 257.000 mál í bræðslu. Nokkrir bátar voru að hætta veiðum fyrir norðan og halda hingað suður, því að dágóður sildarafli var i reknet í Faxaflóa og Jökuldjúpi. Höfðu mörg skip fengið góðan afla. Öll var sú síld fryst og voru frystihúsin að fyllast, en ekkert leyfi komið til söltunar. — Handfæraveiðar höfðu verið ágætar í Faxaflóa þegar gæftir voru og fengu menn stundum 500—1000 króna lilut i róðri. — Samkvæmt skýrslu frá Fiskifélagi íslands var fiskaflinn fyrstu fimm mánuði ársins 147,5 þús. smálestir, eða nær 28 þus. smál. meiri en á sama tima í fyrra. Horfur á saltfisksölu voru taldar sæmjlegar. MANNALÁT 2. Frú Rannveig Þorvarðsdóttir Schmidt, andaðist í San Francisco. 5. Guðmundur Helgason sóknar- prestur í Neskaupstað. 0. Árni Gíslason fyrv. yfirfiskimats- maður í ísafirði. 14. Bjarni Magnússon fyrrum bóndi í Engey. 16. Jóhann Fr. Kristjánsson bygg- ingarmeistari í Reykjavík. 20. Dr. Jón Stefánsson í Reykjavík. 20. Bjarni Friðriksson, skipstjóri í Reykjavík. 23. Marteinn Guðmundsson mynd- höggvari í Reykjavík. 23. Björn Björnsson veggfóðrari í Tteykjavík. 23. Lauritz C. Jörgensen málara- meistari í Reykjavík. 28. Flosi Sigurðsson trésmíðameist- ari í Reykjavík. FERÐAMNN OG RADSTEFNUR Mikið var um ferðalög hér innan lands í þessum mánuði og hingað komu fleiri útlendingar en títt er, enda voru hér haldnar ýmsar ráðstefnur og þing. Samband íslenzkra samvinnufélaga minntist 50 ára afmælis síns 4. júlí og stofnaði til minningar um það 500.000 kr. mcnningarsjóð. Um sama léyti var hér haldin ráðstefna Al- þjóðasambands samvinnumanna og sóttu hana 70—80 erlendir fulltrúar. Mót norrænna hjúkrunarkvenna hófst i Reykjavík 1. júlí. Sóttu það 43 fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Finn- landi og Danmörku. Mót norrænna kirkjutónlistarmanna hófst í Reykjavík 3. júlí. Sóttu það 33 fulltrúar frá Sviþjóð, Noregi og Finnlandi. Skemmtiferðaskipið „Caronia“ kom hingað 4. júlí með 530 íarþega og dvaldist hér einn dag. Norrænt raffræðingamót hófst 14. júlí. Komu þá íslenzku fulltrúarnir saman í útsvarpssal og höfðu þráð- laust samband við erlendu fulltrúana, sem voru á leið hingað með Gullfossi og settu mótið samtímis um borð. Úl- lendu gestirnir voru um 150, að með- töldum konum fulltrúanna. Síðan hélt mótið áfram í Reykjavík. Norska skipið „Brand V“ kom hing- að 25. með skemmtiferðafólk frá KFUM og KFUK á Norðurlöndum. í lok mánaðarins komu hingað 75 brezkjr skola^yj^u- Qg ætluðu að Ig^íast

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.