Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 2
r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 6i4n hjarli — og markaði stefnuna. Margir sigrar voru unnir, fjötrar leystir, og loks kom lausnarstund- in mikla — skilnaðarstundin. Þrátt fyrir viðkvæmni og illspár ein- stakra manna, var það heilög skylda þjóðarinnar að krefjast frelsis og grípa fyrsta tækifærið, fyrstu mínútuna, sem gafst, til að \ höndla það. Við vissum öll, að sú \ mínúta leið skjótlega — en hitt var ‘t öllum hulið, hvenær önnur byðist \ jafngóð, jafn örlagarík. Nú dylst engum, að hið íslenzka lýðveldi var \ stofnað á heillastund, hvorki af \ leik né hefndarhug í garð kon- \ ungs né dönsku þjóðarinnar, held- | ur af himinhrópandi nauðsyn og \ skyldu — skyldu við forfeður okk- ar, samtíðarmenn, og umfram allt \ þá, sem landið erfa. \ Hvort sem þjóðir eru fjölmennar *, eða ekki, vilja þær stjórna scr \ sjálfar, og hafa til þess heilagan rétt. Menn sækjast ekki eftir frelsi \ eingöngu til þess, að lífið verði \ þeim léttara og hagur þeirra \ blómgist skyndilega, heldur knýr 1 þá til þess ásköpuð, óviðráðanleg hvöt, náskyld lífsþránni, — hvöt, sem venjulega magnast, því meira sem hún er kvalin. Ef til vill hafa sumir vænzt þess, að lýðveldið lyfti þjóðinni sam- stundis í sjöunda himin auðsæld- ar og velgengi. Öðrum var ckkcrt slíkt í hug. Frelsjshugsjón þeirra átti ekkert skylt efnaliag og jarð- neskum ijármunum. En á óska- stundinni íór um þjóðina íjör- kippur. Henni svall móður. Hún réðst í framkvæmdir, sem áður höfðu verið ofurefli, og sýndi á þann hátt gleði sína og stórhug. ^ Þá var gaman að lifa. | En þrátt fyrir auðlindir hafs og ^ lands, þrotlausa atorku sjómanna \ og bænda og annarra, sem vinna að \ aila og uppskeru, ber ennþá marg- ur skarðan hlut frá borði. Það ^ er orðin venja nú að berja lóminn, ef rætt er um efnahag þjóðarinnar. En sizt er hann verri en annarra þjóða. Bölvunar heimsstyrjalda verða allir að gjalda, sekir og sak- lausir. Fimmtán hundruð milljónir núlifandi manna, víðsvegar um heim, munu búa við mun erfiðari lífskjör en íslendingar. Við slíkan samanburð mætti barlómurinn hverfa, en ekki hugur til umbóta og réttlætis. Það hefur aldrei verið ósk lands- ins að svelta þá, sem bjargast vilja. En göfug og vitur móðir dekrar aldrei við börn sín. Hún vill láta þau reyna á kraftana og auka þroska sinn — í glímu við erfiði og þunga dagsins. ----o---- I höfuðborg landsins býr nú rúmlega þriðji hluti allra lands- manna, og kann þetta að vera helzt til mikið, frá hagfræðilegu sjónar- miði. Því verður ekki neitað, að í skjóli ríkisstjórnar og allskonar höfuðborgarfríðinda stendur hún vel að vígi til að skara eldi að sinni köku, jafnvel á kostnað ann- arra landshluta, en mun þó einnig kenna þeirra vaxtarverkja, sem oft fylgja gelgjuskeiðinu og of hröðum vexti. Það getur því ekki talizt nein þjóðarnauðsvn, að fólk sé hvatt til að flytja þangað búferl- um. Hitt mundi að öllu leyti holi- ara að beina fólksstraumnum frá borg og bæ út á landsbyggðina og styrkja þar fátækar fjölskyldur til bygginga og búskapar. Urn eitt skcið var mikið um það ritað og rætt að ílytja saman byggðina, flvtja fólkið frá svo- nefndum afdölum og útskögum til samyrkjuhverfa miðsveitis. Átti þessi hugmynd formælendur innan allra stjórnmálaflokka, eflaust hjartagóða menn. En þeir liugsa í árum, ekki öldum. Amiars er ástæðulaust að amast við sam- yikjubuskap, eí kauu g&tur §a»- rýmzt skapgerð fólksins. Uitt er mörgum þyrnir í augum að sjá byggða dali og skaga leggjast í eyði. Hvað hafa þessir staðir til saka unnið? Brimhljóð og lækjar- niður kunna að hafa sett annan svipblæ á sitt fólk en götuskarkali og hornablástur á borgarbúa. En er það æskilegt, að allir séu steypt- ir í sama móti? Þessir fögru stað- ir eiga ekkert skylt við smitbera eða glæpamann, sem þarf að ein- angra. Þeir eru fullkomlega jafn réttháir öðrum byggðalögum. Þar bjó um langan aldur harðgert fólk og veðurbitið, sem storkar óveðri og erfiðleikum og þarf hvorki að blygðast sín fyrir tungu sína né Iífsvenjur. Þaðan eru komin mörg óskabörn þjóðarinnar, kjörviðir kvnslóðanna. Hvenær hefur þetta fólk beðið um vorkunnsemi? Hvc- nær hefur það óskað þess að vera sett inn í einhver vermihús, langt frá fornum heimkynnum? Hjá því hefur aldrei þrifizt sá veimiltítu- hugsunarháttur atkvæðasmalans, að færa beri saman byggðina — minnka ísland. Það hefur aldrei þótt dyggð í þessu landi að hafa börn útundan. Þess vegna eiga þing og stjórn, fyrir hönd alþjóðar, að rétta þessu afskipta fólki hjálparhönd — gera vegi og brýr, þar scm áður vopu ófærur, raflýsa dalina og nesin, efJa saingöngur á sjó, landi og í lofti. Þá fyrst liefur þet.ta þraut- seiga og ramíslenzka fólk lilotið verðskuHhða umþun.. Brátt munu ný og fögur býli rísa við veginn, og blóinlegar byggðir fóstra heil- brigðar og traustar ættir. Þá mun það vitnast, að í raun og veru voru þessir staðir aldrei afskekkt- ir, nema í hugarórum skammsýnna stofulalla. Nú er sú öld, að kotin keppa við höfuðbólin. Það veit á gott. Heitum því öli að stuðla að þvx með ráð- . m Qf da3, »ð byágðyr UadaáL

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.