Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 625 kom hingað og lék með Symfoniu- hljómsveitinni. SÝNINGAR Valtýr Pétursson listmálari hafði sýningu í Listvinasalnum í Reykjavík fyrra hluta mánaðarins, en frú Nína Tryggvadóttir síðari hluta mánaðar. Veturliði Gunnarsson listmálari hafði sýningar á Akranesi og Akur- eyri. Ferðafélag íslands hafði ljósmynda- sýningu og fengu þar 9 myndir verð- laun. Gestir sýningarinnar greiddu at- kvæði um hverjar myndir þeir teldi beztar og varð dómur þeirra allur ann- ar en dómnefndar. DÓMAR Hæstaréttardómur fell í málinu út af því er flugvélin „Geysir" fórst á Vatnajökli. Guðmundur Sivertsen sigl- ingafræðingur var dæmdur í 4 mán. varðhald og sviftur leiðsögumannsrétt- indum ævilangt. Magnús Guðmunds- són flugstjóri var dæmdur í 4000 kr. sekt til ríkissjóðs. Verðlagsdómur Reykjavíkur dæmdi Eirík Sigurbergsson kaupmann til að sviftast verslunarleyfi um 5 ára skeið vegna verðlagsbrots, og ólöglegur gróði hans, 53.000 krónur, gerður upp- tækur. Er þetta fyrsti dómur um versl- unarleyfissvifting. Héraðsdómur fell í hinu margum- talaða máli út af járninu á Dynskóga- fjöru. Dómendur, Jón Kjartansson sýslumaður, Einar Arnórsson prófessor og ísleifur Árnason prófessor, töldu að vátryggjendur hefði eignast járnið um leið og vátrygging var greidd og teldist vátryggingarfélagið því eigandi þess. GJAFIR Börn Jóns Ólafssonar fyrrum al- þingismanns, gáfu Listasafninu brjóst- líkan af honum eftir Ríkarð Jónsson myndhöggvara. Samband ísl. fiskframleiðenda gaf Dvalarheimili aldraðra sjómanna 125 þús. krónur. Börn Jakobs sál. Líndals á Lækja- móti gáfu Náttúrugripasafninu safn föður síns af bergtegundum, steinteg- undum og fornskeljum, alls um 600 muni. Önnur gjöf barst safninu og, sýningarborð fyrir bergtegundir, er verið hafði á Iðnsýningunni. Hjónin Gunnhildur og Baldvin Ryel á Akureyri gáfu kirkjunni þar skírn- Ásgrímur Jónsson listmálari arfleiddi ríkið að öllum eigum sínum eftir sinn dag, málverkum, húseign og öðru, alveg kvaðalaust. Er ætlazt til þess að húsið verði notað til sýninga á málverkum hans, meðan ekki hefir verið reíst listasafn, þar sem myndum hans sé tryggt svo mikið rúm, að unnt sé að fá gott yfirlit um safn hans. Þessi stórhöfðingiega gjöf verður ekki metin til fjár. Safnið er stórt, því að hann hefir um mörg ár safnað myndum sínum í þeim til- gangi að þær sýndu sem bezt hæfileika hans og list. Eru þetta olíumálverk, teikningar og vatnslitamyndir. — Myndin hér að ofan er af Ásgrími og einu málverki hans. arlaug úr marmara, sem talinn er veg- legasti kirkjugripur hér í lúterskum sið. Þorsteinn Kjarval gaf tímaritinu Náttúrufræðingnum 45 þús. kr. til út- gáfustarfseminnar. FÉLAGSLlF Þing Alþýðusambands Islands var háð í Reykjavík. Sóttu það á þriðja hundrað fulltrúar. Stjórnin hafði vikið félaginu „Iðju“ í Reykjavík úr sam- bandinu vegna óhlýðni, og samþykkti þingið þá ráðstöfun. Helgi Hann^son var endurkjörinn forseti sambandsins, og öll stjórnin kosin úr hópi lýðræðis- sinna. Aðalfundur Sölusambands ísl. fisk-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.