Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 16
628 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS nÓRBL’RAR — Þessar litlu stúlkur heita Edna, Patricia, Marie og Frances. Þær eru fjórburar og urðu tveggja ára í sumar. Myndin er tekin af þeim í Battersea Park í Lundúnum, þar sem þær sleikja sólskinið og eru að borða nestið sitt, því að nesti verða menn að hafa með sér í útivist. Þá var hann aftur settur í bað og síðan fekk hann mikinn og góðan mat. Svo var farið með hann til Abotts, sem nú gegndi varðstjórastöðu. — Hver ertu? spurði varðstjórinn á Cheswana-máli og Umjaan kipptist við af gleði að heyra sitt eigið móðurmál. — Ég er Umjaan, ráðgjafi og her- foringi í Bapedi.... Umjaan taiaði lengi og varðstjórinn hlustaði á með mikilli þolinmæði. Þeg- cr Umjaan hafði lokið máli sínu hló varðstjórinn og greip símatólið. — Þetta er Umjaan gamli frá geymslusvæði Svertingja, sagði hann. Káið þegar í vörubíl og akið honum þangað aftur. Um kvöldið sat Umjaan gamli aftur í Kral sínum og umhverfis hann sátu hinir höfðingjarnir. Umjaan hafði frá mörgu og merkilegu að segja frá Kral hvítu mannanna og hann skýrði frá því með lotningarfullri aðdáun. — Ég kom þarna til þeirra öllum ói'.unnur og ég var að þvælast þarna algjörlega villtur. En þá kom allt í einu maður, sem þekkti mig. Þetta var einn af höfðingjum þeirra, því að hann var í skínandi klæðum. Fyrst var hann dálítið hissa á því að sjá mig þarna, en svo fór hann með mig til hallarinn- ar. Og þar tók á móti mér enn meiri höfðingi. Hann tók mér með mestu virðingu og hann lét einn af mönnum sínum setja á mig skínandi armbönd. Svo var mér færður matur á gull- diski. ... Og í þessum anda helt Umjaan frá- sögninni áfram, heillaður af ævintýr- unum, sem hann hafði lent í og þeim stórkostlegu móttökum, sem hann hafði fengið hjá hvítu mönnunum. ★ ★ íW ★ ★ LEIÐRÉTTINGAR í seinustu Lesbók voru þessar villur, sem menn eru beðnir að leiðrétta: Á bls. 606 í grein Sigf.. M. Johnsen, 10. línu, 6. marz 1843, á að vera 8. marz. — Á bls. 603, þriðja dálki Keldahverfi og Keldanes, á að vera Kelduhverfi og Keldunes. LNDIN4 (Orkt þegar út komu „Kvæði“ Helgu Baldvinsdóttur). Æskudala angan anda ljóðin þín, sól og sæta langan, sorg og hjartans pín. o»o Það er eins og ævisaga ómur þinna ljúfu braga, ástin heit og harmaglóðin hringa sig i gegnum ljóðin. Litskrúð tungu glæstrar glitrar, göfgur strengur hjartans titrar, sælu-unað seiðir óður, sorgarstunum fyllist móður. Orðin leiftra, loga, kvika, lýsa þeli — hvergi hika, upp til hæða öll þau benda, andvörp, bænir þangað senda. Þ. A.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.