Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.12.1952, Blaðsíða 6
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS [ 613 ELDREGINi FLJUGADI f SKÖMMU fyrir sólarupprás hinn f 11. maí s.l. urðu ýmsir íbúar 1 Seattleborgar í Washingtonríki f vitni að náttúru fyrirbæri, sem ' skaut þeim miklum skelk í bringu. Það var geisistór vígahnöttur, eða glóandi loftsteinn, sem sprakk sundur í öreindir rétt yfir norð- vestur hluta borgarinnar, með svo ógurlegum þrumugný að loftið skalf, en eldblossi lýsti upp allt himinhvelið. Vísindamenn segja að stórum fari nú fjölgandi þeim loftsteinum, sem falla til jarðar. Segja þeir að margar milljónir loftsteina komist inn í gufuhvolf jarðar á hverjum einasta degi, og þótt flestir þeirra brenni þá upp til agna, þá fjölgi óðum þeim loftsteinum, sem kom- ast í gegn um gufuhvolíið. Nýustu. rannsóknir vísindamanna benda til þess, að eigi aðeins sé hætta á því að loftsteinar rekist á jörðina, heldur sé jafnvel hætta á því að jörðin kunni að rekast á smástirni (asteroids), sem alls staðar eru á sveimi í himingeimnum. En af því yrði svo ógurleg sprenging, að kjarnasprengjurnar yrðu eins og barnagaman í samanburði við það. Ekki er hægt að gera sér í hugar- lund hve mikið tjón mundi af Ef kenningin er rétt, þá eiga af- kvæmi Bb (blárra) og bb (hvítra) að vera blá og hvít og jafnmörg í hverjum hópi. Og þetta er nú ein- mitt það, sem skeð hefur við til- *. raunir hinna ensku líffræðinga. KRIIMGLU R þessu hljótast, og engum vörnum er hægt að koma við. Jörð vor er aðeins sem sandkorn í því mikla heimshverfi, sem nefn- ist vetrarbraut. Vetrarbrautin er eins og hjól í laginu og 600 þúsund milljónir milljóna mílna í þver- máL Jörðin er á útjaðri þess. Slík- ar vetrarbrautir skifta þúsundum milljóna í himingeimnum, og í hverri þeirra eru að meðaltali um 100.000 milljónir sólna, auk kuln- aðra sólna og fylgihnatta (sól- hverfa). Allur þessi aragrúi sólna og vetrarbrauta er á fleygiferð um geimdjúpin«("|3n er þei'm þá öllum svo afmörkuð rás, að engin hætta sé á því, að þær rekist saman? Vísindamenn þykjast hafa feng- ið sannanir fyrir því, að árekstrar hafi orðið milli sólna áður, og sennilega geti þeir orðið enn. Það er ekki að marka þótt jörðin hafi ekki lent í árekstri. Þótt hún sé 2000 milljóna ára gömul, þá er sá aldur ekki nema eins og andartak í samanburði við aldur heimshverf- anna. Stjörnufræðingar segja þó, að mjög nærri hafi legið fyrir nokkurum þúsundum ára að Ven- us og jörðin lentu í árekstri, og þetta hafi meðal annars haft þau áhrif, að jörðin hafi skekkzt um 23 gráður á braut sinni. Hið svonefnda tóm er fullt af brotum úr stjörnum, sem hafa lent í árekstri og sprungið. Þessi brot köllum vér loftsteina og það má alltaf búast við því að þeir rekizt á jörðina. Yfirleitt eru steinar þess- ir svo litlir, að þeir valda ekki tjóni, vegna þess að gufuhvolfið er til varnar gegn þeim. Þó hafa ýmsir stórir steinar fallið til jarðar, eins og t. d. steinninn, sem kom niður hjá Podkamennaya Tunguska fljóti í Síberíu hinn 30. júní 1908. Fall hans varð svo mikið að jarðskjálfti varð um alla Síberíu, en bjarminn af blossunum sást víðsvegar um Asíu og jafnvel í Evrópu. Hefði steinn þessi komið niður á ein- hverja stórborg, eins og t. d. Lon- don eða Moskva, þá hefði ekki stað- ið þar steinn yfir steini. Hvernig færi þá ef mörgum sinnum stærri loftsteinn rækist á jörðina? Það var jafnvel búizt við því, að svo kynni að fara í október 1937. Þá uppgötvuðu stjörnufræð- ingar að smástirni eitt, sem þýzki stjörnufræðingurinn Reinmuth fann 1932, stefndi beint á jörðina. Þessi „stjarna“ var ekki nema svp sem tvær mílur í þvermál, en þó mörgum sinnum stærri en nokkur sá loftsteinn, sem á jörðinni hafi lent áður. Hefði hún getað valdið ótrúlegu tjóni og umbyltingu á jörðinni. En svo fór, að hún renndi fram hjá jörðinni í 400.000 mílna fjarlægð hinn 30. október, og þótt það virðist allmikil vegarlengd þá er hún ekki nema svo sem hárs- breidd, þegar miðað er við fjar- lægðir í vetrarbrautinni. Þetta hef- ur jörðin komizt hættast á þessari öld. Dr. Alan Hunter, forstöðumaður stjörnustöðvarinnar í Greenwich hefur sagt, að um 300 ný smástirni sé uppgötvuð á ári hverju. „Það munaði aðeins fimm klukkustund- um að Reinmuth smástirnið rækist á jörðina, en sá árekstur hefði orð- ið svo mikill, að kjarnasprengja hefði verið eins og flóabit í sam- anburði við það,“ segir hann enn- fremur. Fyrir eitthvað 5000 árum kom loftsteinn niður í Arizona, og er gizkað á að hann hafi vegið um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.