Lesbók Morgunblaðsins - 14.06.1953, Síða 6
364
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
4 með skipstjóraprófi á varðskipum
(14.) — Úr Kvennaskóla Reykjavíkur
útskrifuðust 22 stúlkur (23.) — Mennta
skólinn á Laugarvatni útskrifaði 51
nemanda (29.) — Úr Kennaraskólanum
útskrifuðust 61 kennaraefni (30.)
ÍÞRÚTTIR
íslandsmeistaramóti í badminton
lauk með sigri Reykvíkinga (5.)
Hnefaleikamót íslands fór fram.
Þar keppti norskur maður, Bjarnc
Lyngás og sigraði með yfirburð-
um (8.)
Reykjavikurmótinu í knattspyrnu
lauk með sigri Vals og er það félag
því Reykjavíkurmeistari þetta ár (22.)
írskt knattspyrnulið, Waterford,
kom hingað og keppti nokkrum sinn-
um við íslenzk félög 27.)
Kappreiðar Fáks fóru fram 2. Hvíta-
sunnudag, eftir venju. Þar urðu hestar
Þorgeirs í Gufunesi siguvsselir eins og
oft áður (27.)
Einstaklingskeppni í fimleikum var
háð innan ÍR og varð Halldór Magnús-
son fimleikameistari (28.)
ELDSVOÐAR
"Eldur kom upp I kjallara í Reykja-
vík þar sem geymd voru efni til ut-
rýmingar meindýrum. Varð af allmikið
bál, en fljótt slökkt (7.)
Brann glersteypa í Reykjavík og
varð af mikið tjón (9.)
Eldur kom upp í húsinu Laugalandi
við Reykjavík og skemmdist það all-
mikið (10.)
Eldur kom upp í húsinu Frakkastíg
9 í Reykjavík og brann hæðin að miklu
leyti. Eldsupptök ókunn (16.)
Eftir áreksturinn á Halamiðum. Á efri
myndinni sést hvernig kinnungur
þýzka togarans brotnaði, en á neðri
myndinni sést laskað stefni Hafliða.
Kviknaði i búslóð, sem vörubíll átti
að flytja norður í land. Varð bílstjór-
inn ekki var við það og var kominn
upp i Mosfellssveit er honum var gert
aðvart um eldinn, en þá var búslóðin
eyðilögð (19.)
LANDIIELGISBROT
Belgiskur togari, sem flugvél sá að
veiðum í landhelgi 30. jan., og seinna
var tekinn fyrir annað landhelgisbrot,
var dæmdur í Vestmanneyum í 100.000
kr. sekt.
Brezkur togari var dæmdur í 74.000
króna sekt fyrir veiðar í landhelgi.
Skipstjórinn áfrýaði dómnum (12.)
Færeyskt skip var tekið fyrir minni
háttar landhelgisbrot og sektað um
7490 kronur (14.)
VIÐSKIFTASAMNINGAP.
Viðskiftasan ringur var gerður milli
íslands og ísracl. Kaupa ísraelsmenn
af oss frystan l'isk, en íslendingar mega
fá hjá þeim hvaða vörur sem þeir
vilja upp í andvirðið (20.)
Sovjet-ríkin tiildu sig nú reiðuhúin
til þess að liefja sainnniga við lslarul
um vc rslimarviðskilti. Var svo ' alin
samninganefnd og send til Moskva. 1
henni eru þeir Pétur Thorsteinsson,
Bergur G. Gíslason stórkaupm., Helgi
Pétursson framkvstj. og Ólafur Jóns-
son framkv.stj. Sandgerði (30.)
GJAFIR
Hjónin Árni Pálsson og Ragnheiður
Erlendsdóttir, Lundar, Kanada, gáfu
Skálholtsstað 500 dollara (2.)
Árni Helgason ræðismaður í Chicago
og kona hans gáfu Hafnarfjarðarkirkju
tvo vandaða ljósastjaka (5.)
Verslunarráði íslands var tilkynnt að
Páll heitinn Stefánsson frá Þverá og
ekkja hans, frú Friða Stefánsson, hefði
arfleitt Verslunarráðið að öllum eign.
um sínum eftir sinn dag (29.)
LISTIR
Jón Engilberts listmálari hafði sýn-
ingu í Reykjavik (5.)
Frá finnsku óperunni komu hingað
40 söngvarar og starfsmenn og sýndu
óperuna Austurbotnverjar nokkrum
sinnum í Þjóðleikhúsinu við mikla að-
sókn og góða dóma (6.)
Þjóðleikhúsið hóf sýningar á ópcr-
unni „La Traviata“ og fór sænska söng-
konan Hjördís Schymberg fyrst með
aðalhlutverkið, en síðan danska söng-
konan Dora Lindgren (28.)
Eggert Guðmundsson listmálari hafði
sýningu í Reykjavik (22.)
SKÓGRÆKTIN
Seinni hluta mánaðarins var hafin
að nýu skóggræðsla í Heiðmörk og er
gert ráð fyrir að 130 þúsund plöntur
verði gróðursettar þar í vor, en voru
128 þús. í fyrra. Skógræktarstöðin í
Fossvogi er mjög að færa út kvíarnar.
í fyrra seldi hún 157 þús. plöntur, en
brátt verður hægt að dreifsetja þar
500.000 —1 milljón planta á ári. Á aðal-
fundi Skógræktarfélags Reykjavíkur
var Guðmundur Marteinsson endur-
kjörinn formaður þess.