Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1953, Page 1
Sigurlaug Bjarnadóttir írá Vigur: Úr Skaftafellsskógi. Öræfajökull og Hvannadalshnjúkur í baksýn. KL. 7.30 að kvöldi hins 15. júlí s.l. var um 30 manna ferðamannahóp- ur mættur úti á flugvelli. Hér var augsýnilega um „útilegufólk“ að ræða. Farangurinn bar það með sér: bakpokar, tjöld og svefnpokar lágu á víð og dreif um flugskálann — sumir höfðu jafnvel meðferðis broddstafi og íshjökkur. Það var engu líkara en að fólkið ætlaði sér eitthvað stórt og mikið — enda var líka ferðinni heitið austur í Öræfi, svo að ekki virtist ósennilegt að ferðalangarnir hefðu jöklakóng ís- lands, Öræfajökul — Hvannadals- hnjúk — á bak við eyrað, að ekki sé meira sagt! 16 daga ferð um Öræfin Ferðaáætlunin var 16 daga ferð um Öræfin, austur á Hérað, Gríms- staði, Öskju og Herðubreiðarlindir og síðan hálendið norðan jökla til Reykjavíkur — allt undir farar- stjórn og leiðsögn hins harðdug- lega bílstjóra og fjallafara, Páís Arasonar, sem er þegar fyrir löngu kunnur orðinn fyrir ferðir þær um óbyggðir íslands, sem hann hefur gengizt fyrir og skipulagt á síðustu árum og náð hafa miklum vinsæld- um, enda fer þátttakan í þessum ferðum Páls stöðugt vaxandi. Þetta var önnur hópferð hans á þessu sumri og nú mun hann nýkominn úr 8 daga ferð um Fjallabaksvcfo, í Landmannalaugar og Kýlinga, Jökuldali og Eldgjá — austur að Kirkjubæarklaustri og þaðan þjóð- leiðina sunnan jökla heim til Reykjavíkur. En við skulum hverfa aftur á flugvöllinn. Flugvélinni seinkar af „óviðráðanlegum ástæðum“ — og fyrst kl. hálf 10 er tilkynnt: „Far- þegar að Fagurhólsmýri, gjörið svo vel og gangið í vélina — góða ferð!“ — og hópurinn er þegar all- ur á hviki. Allir til vinstri „Þeir, sem vilja sjá landið taki

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.