Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 2
536 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS með mislitum blómum: Lengi lifi drottningin. Síðan var ekið út úr borginni og að fornum kastala, sem stendur á skógi vaxinni hæð. Er ekið um laufgöng heim að dyrum kastalans Þarna fórum við inn og var okkur sýnt allt sem þar er að sjá. Þar á meðal var nokkurs konar náttúru- gripasafn, en það voru höfuð af alls konar dýrum með húð og hári: ljónum, tigrisdýrum, nautum, sauð- nautum, sauðfé og geitum og ótal skepnum öðrum. Ekki sá ég þar neinn íslenzkan kindarhaus og fannst mér þó sem vel hefði sómt sér þar hausar af hinum horna- stóru villuhrútum, sem forðum voru í Núpstaðarskógum. Efst í turninum komum við í stóran veitingasal. Þaðan var út- sýn yfir umhverfi borgarinnar. Var það slétt og hallandi niður að sjón- um og stóðu þar tré á stangli. En ofan við vellina voru 2—3 hæða hús úr rauðum múrsteini. Þau eru ekki sérlega há, því að hver hæð er miklu lægri en hjá okkur. En þarna var dásamlega sveitarlegt og gleymi ég því ekki. Hinn 13. júli var lagt á stað frá Belfast og komið til höfuðborgar- innar Dublin, um miðja nótt undir fagurlega stirndum himni og skorti þar ekkert á næturfegurðina nema íslenzku norðurljósin. SKEMMTIFERÐ UM SUÐURSVEITIK Annan daginn sem við vorum þarna fengum við okkur bíl til að fara skemmtiferð inn í landið. — Vorum við saman 28 og varð hver að greiða 10 shillinga og var það ódýrt fyrir 6 stunda akstur. Ókum við fyrst um götur borgarinnar og sáum ráðhúsið, torgið, dómhúsið og margar aðrar stórbyggingar. Svo lá leiðin fyrst um trjágöng, þar sem ekki var neitt útsýni, en er út úr þeim kom, lá vegunnn meðfram skógi vaxinni hæð, en til annarrar handar var blómabrekka og þar fyrir neðan fjörubakkar. Þar með- fram sjónum geistust járnbrautar- lestir aftur og fram og kembdi hvítan gufustrókinn aftur með þeim. Þarna var fagurt um að lit- ast. Svo var förinni haldið áfram upp í sveit. Þar komum við fyrst að hóteli, sem stóð á fallegum stað milli skógarhæða. Þarna var unga fólkið í sveitinni að skemmta sér og íslendingarnir slógust í hópinn og skemmtu sér vel um stund. Fannst mér þá írar og íslendingar býsna keimlíkir, og íslendingarnir þó gjörfulegri, en það var ekki vel að marka, því að á Goðaiossi er einvala lið. Á meðan unga fólkið steig dansinn og fekk sér einhverja hressingu, dró ég mig út úr og bað um kaffi. Það var enginn hress- ingardrykkur, eins og vatnsblönd- uð geitamjólk með ofurlitlu af kaffi út í. Svo var lagt á stað aftur og ekið lengi. Svo komum við að kirkju úti í skógi og þar var verið að messa. Skammt þaðan var kirkju- rúst ærið forn og var okkur sagt að víkingar hefði lagt þá kirkju í rústir — líklega forfeður okkar. Þarna var snúið við og ekið langan sveig og aðra leið til baka. Voru þar á báðar hendur tún, engjar og beitilönd. Á túnunum var töðudríli alveg eins og heima. Allt landið var í afgirtum skákum, mismunandi stórum, og voru limgirðingar um- hverfis, líklega að nokkru leyti úr brenninetlu, því að nóg var af. henni þarna, og hún er bezta girð- ingarefni, því að hana fælast allar skepnur. Margar kýr sáum við á þessari leið og voru þær allar rauð- skjöldóttar. Nú var snúið við í áttina til borg- arinnar og var þá ekið eftir fögru dalverpi, sem minnti mig mjög á Laugardalinn í Reykjavík. Landið var fagurgraent, skiit aiður í skák- ir og smá bændabýli á víð og dreif. Lá vegurinn öðrum megin dalsins og þaðan inn í borgina. Þá tók nú annar svipur við og blöskraði mér að sjá manngrúann, sem var í bið- röðum fyrir utan öll leikhúsin og kvikmyndahúsin. En þó var eg í bezta skapi, því að þetta hafði ver- ið dýrlegur dagur. Daginn eftir fór ég að skoða mig um í borginni. Varð mér þá einna starsýnast á hina stóru hesta, sem beitt var fyrir fjórhjóla vagna. — Þessir hestar voru nær seilingar- hæð mín á herðakamb, flestir jarp- glámóttir og tagllausir, með ógur- lega klunnalega fætur og enn klunnalegri og stærri hófa. Ekki leizt mér þeir reiðhestlegir og ekki hefði ég viljað hafa þá í langferð- um um öræfi íslands. Nú ætlaði ég að skoða stóra skipasmíðastöð, sem var skammt undan. En þegar ég kem að henni, kemur lögreglu- þjónn á móti mér og segir að ég sé að villast. Ég helt nú ekki, sagð- ist vera íslendingur og hafa komið með Goðafossi. Þá benti hann mér á hvar Goðafoss lá, en ég þurfti ekkert að spyrja hann um það. — Líklega hefur legið bann við því að ókunnir menn færi inn í skipa- smíðastöðina. En þetta var mín eina uppgötvanaferð í Dublin. I DRAUGASKÓGI Næsta dag (15. júlí) var lagt á stað frá Dublin. Um hádegi næsta dag fórum við fram hjá vitadufli á hægri hönd. — Þarna eru langar grynningar og þar stóðu siglutré skipa upp úr sjónum eins og á skóg sæi. Þessi skip hafa strandað þarna á grynningunum og sokkið ofan í botnleðjuna. Sum voru svo að varla flaut yfir þiljur, en á öðrum stóðu aðeins mastratopparnir upp úr. — Þarna þræddi Goðaíoss þett með þessum draugaskógi. Segir nú ekki af ferðinni fyr en viö kojnum til meginlandam$ og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.