Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r 539 kom út úr húsinu og skauzt þar yfir torg og hvarf svo. Leið nú hálf klukkustund og var mér ekki farið að verða rótt, einn míns liðs þarna. En þá kemur hún aftur og hafði frétt að frændi væri á förum til Suður-Afríku að finna bróður sinn. Við urðum að bíða eítir strætis- vagninum og átum pylsur með sinnepi á meðan. Þær fást alls stað- ar. Súsanna kom mér svo um borð, en rauk síðan á stað að ná í frænda og þar með var hún mér töpuð. Hún bað mig fyrir sendingu til manns síns, sem á heima suður í Vogum. Margt fólk hafði ég séð í þessari ferð og næsta sundurleitt. Þarna var víst margt um flóttafólk og þarna sá ég mórauða labbakúta, lága og varaþykka, voru þeir í hóp- um og hafa líklega verið af skip- um. Annars var fólkið myndarlegt og þar var lítið um götulýð. Margt hafði mig langað til að sjá þarna, þó sérstaklega dýragarðinn, en ferðalagið með Súsönnu kom í veg fyrir það. tai VERKFALLTEFUR OKKUR Vel gekk að ferma Goðafoss og dæla í hann olíu til heimferðar- innar. Og svo lagði hann á stað nið- ur Saxelfi, hálftíma siglingu. Á hægri hönd sást Blankenese, fór fossinn þar skammt undan landi og þótti mér þetta einhver falleg- asti staður sem ég hef séð á ferð- inni. Þar var fólk að baða sig ör- skammt frá skipinu, því að þarna er marbakki, en grynningar upp af og hvítur sandur í fjörunni. Nesið er allt skógi vaxið, og stafaði sól á húsaþök í skógarjaðrinum. Svo er komið út úr fljótinu og tekin stefna til Englands. En þegar við komum til Humberósa fáum við ekki að fara lengra. Það er haínar- verkfall í Hull og höfnin full af óafgreiddum skipum. Þarna var svo kastað akkerum og legið um kyrrt á þriðja sólarhring. Meno reyndu að skemmta sér sem bezt þennan tíma. — Úrsúla kom með harmonikuna og svo var dans- að. (Úrsúla er þýzk stúlka, sem var að koma úr kynnsför til frændfólks síns. — Kærastinn beið hennar á bryggjunni í Reykjavík, leiddi hana með sér upp í bæinn og giftist henni óðar og fór svo með hana til Miðfjarðar, þar sem þau ætla að búa). Ég reyndi að dansa, en var víxlaður. Skipstjórinn sagði við mig: „Ekki hefði ég kært mig um að hafa þig hér um borð, Stefán, hefðirðu verið 60 árum yngri. En það er ég viss um að þú ferð í aðra siglingu þegar þú ert 100 ára.“ — Nú tók að kólna í veðri, gerði hret og skruggur. Það lifnaði yfir mönnum þegar loksins kom frétt um að við mættum halda áfram til Hull, en þangað er löng og vand- rötuð leið upp eftir fljótinu. Við komum til Hull um kvöld og þetta var seinasta borgin, sem ég átti að fá að sjá. Daginn eftir fór Ingvar Björns- son vélstjóri með mér inn í borgina til þess að gæta þess að ég villtist ekki eða yrði féflettur. Hann sýndi mér allar helztu stórbyggingar, og rústir af húsum og verksmiðjum síðan á stríðsárunum. Ég varð al- veg hissa að sjá meiri hervirki þar heldur en í Hamborg. Tvo kirkju- garða sá ég í Hull og voru þeir óhkir okkar kirkjugörðum, hvergi steypt utan um leiði, en þéttar styttur og hvítir krossar í röðum. En annað sá ég sem minnti mig á Kringlumýrina í Reykjavík, kart- öflugarða og' grænmetisgarða með smáum húsum og gróðurhúsum. Og niður hjá höfninni rakst ég á lítinn gráan hest, sem mér sýndist ís- lenzkur. Ég skoðaði hann í krók og kring og þótti hann heldur fallegri en stóru jálkarnir. Hinn 30. júlí var lokið við að ferxna Goðafoss, landganguíinn er tekinn, skipinu svifar frá hafnar- garðinum og nú kemur hafnsögu- báturinn og tekur hann í eftirdrag út venjulega skipaleið. Svo er lagt á stað til íslands, sem allir þrá að sjá. Mér finnst ég hafa séð nóg og hlakka eins mikið til að koma heim og ég hlakkaði til að sigla út í lönd. Og þá varð mér þessi vísa á munni: Er nú stefnt til íslands stranda, öldujórinn liðugt fer, bráðum stærsta er út að anda ævintýrið fyrir mér. &k ik £k Molar *•- Sá sem leigði okkur var orðinn svo langleiður á því að fá aldrei húsa- leiguna greidda, að hann gaf okkur húsið. — Þótti ykkur ekki vænt um? — Jú, fyrst í stað, en það fór af þeg- ar við uppgötvuðum að við þurftum að greiða af því fasteignagjald, vatns- skatt, gangstéttagjald, tekjuskatt, eign- arskatt og lóðarleigu. — — Faðirinn var fjúkandi reiður. — Strákurinn er óþokki, hann hefur farið i vasa minn og tekið peninga. Móðirin reyndi að gera gott úr þessu: — Láttu ekki svona, maður, gæti það ekki eins verið að ég hefði tekið peningana? —> Nei, þú hefur ekki verið þar að verki, því að nokkrar krónur voru skildar eftir. — & — Rithöfundurinn Agatha Christie er gift fornfræðing og hann stundar rann- sóknir austur í Bagdad, svo að þau eiga þar heima sem stendur. Þetta er haft eftir henni nýlega: „Engin kona getur fengið betri mann en fornfræð- ing. Hann metur hana æ meira eftir því sem hún verður eldri“. — — Það var verið að ræða um nýa stjörnu í Hollywood. — Þið getið sagt um hana hvað sem ykkur sýnist, sagði einn, en hún verður áreiðanlega góð eiginkona fyrir funm eða sex menn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.