Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 8
543 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS IVIILLJÓIMIR 8KORKVIKIIMDA KOMA LPP LR JORDRIMIMI HLÝA nótt seinast í maímánuði í vor, íór leyndardómsfullur boð- skapur um Bandaríkin. Menn urðu ekkert varir við þetta, en innrásar- lið, sem falið var djúpt í jörð, heyrði boðskapinn og hafði sig á kreik. í náttmyrkrinu komu þeir mor- andi úr fylgsnum sínum á stóru svæði milli Atlantshafsins og Miss- issippi árinnar og lögðu undir sig skóga, kjörr og garða. Mönnum brá ónotalega við er milljónir þessar geistust fram á sviðið, og urðu bæði hræddir og hissa. Innrásarher þessi var í svörtum herklæðum með gulum brydding- um. Þeir voru með stór eldrauð augu, og þeir rumdu og drundu og gerðu svo mikinn hávaða að ekki heyrðist mannsins mál. Voru þetta árásarsveitir frá Marz eða einhverri annarri jarðstjörnu? Ónei, þetta voru bandarískir borg- arar. Það eru skordýr, sem nefnast „periodical Cicadas“, en sumir nefna þau „17 ára engisprettur“ , í júnímánuði hafðist þessi mikli sægur við í ýmsum stöðum austan við Mississippi, naut lífsins og sveif á léttum vængjum suðandi og dun- andi í sólskininu, naut þess eftir 17 ára vist neðanjarðar. En um miðjan júlí var söng þeirra og gleð- skap lokið, þá var æviskeið þeirra á enda runnið, en milljónir mill- jóna af dauðum búkum og tómum brynjum minntu menn á hina miklu innrás. ÍUOlMk' ’A' Fyrir 17 árum -jc ÆVISKEIÐ þessara skorkvikinda hófst árið 1936. Þá voru Bandaríkin að byrja að rétta við eftir kreppuna miklu. Þá var Játvarður Windsor konungur í Englandi, en Hitler var að ná öllum völdum í Þýzkalandi. Ef einhver hefði um þær mundir Ytirg'tw brynjur haitóa • Uufbloðum Skordýrið gáir til veðurs minnzt á stríð, þá hefði hann senni- lega átt við borgarastyrjöldina á Spáni. Þetta var fyrir 17 árum. í júlí og ágústmánuði 1936, skriðu smá- kvikindi líkust maurum, úr hreiðr- um sínum í rispum á trjágreinum. Þau klöngruðust yfir ósléttan börk og lauf og fellu svo til jarðar. Þar grófu þau sig niður og höfðust þar við þangað til sumarið 1953. Niðri í jörðinni, nokkur fet undir yfirborði, grófu þau sér örlitla hella í leir og hreiðruðu þar um sig. Þarna lögðust þau á mjúkar rætur og sugu í sig næringu úr þeim. Má því segja að þau hafi legið á brjóstum jarðar nær alla sína ævi. Árin liðu. Heimskreppunni lauk, stríðið hófst og því lauk. Skógar voru höggnir og nýar borgir risu upp. Ep þetta snerti ekki skordýrin niðri í jörðinni, nema þá að því leyti að mörg misstu næringu sína er skógarnir voru felldir og rætur trjáxina dóu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.