Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNELAÐSINS 545 SMÁSAGAN: Söguleg BONARDEL kom eins og eldibrand- ur inn í flugskýlið á Kamembe flug- vellinum, leit snöggvast á farþegana, sem biðu þar, rauk svo að veitinga- borðinu og bað um viskí. — Er séra Zulien korninn?" spurði hann. , — Nei, hann er hættur við að fara. Hann veiktist á leiðinni hingað og er nú í spítala í Usumbura. — Það er laglegt, eða hitt þó held- ur! Ég hefi ferðast 300 mílur tiL þess að ná í hann og biðja hann fyrir svolítinn böggul‘til Brussels. — Én flugfreyan — byrjaði flug- vallarþjónninn. — Haldið þér kannske að ég biðji stelpu fyrir það, hvæsti Bonardel. Farþegarnir litu meðaumkvunar- augum til hans, því það var auðséð að maðurinn var í vandræðum. — Ef ég gæti orðið að liði, þá væri mér það mikil ánægja .... Bonardel sneri sér hvatskeytlega við, og sá sem talað hafði fór nú að kynna sig eins og þeir gera í Kongo. — Justin Tournemain, skrifstofu- maður frá Minorki. — Eruð þér að fara til Brússel? Þá skal ég segja yður að dýragarðurinn þar hefir beðið mig að senda sér lif- andi dýr og koma því á séra Zulien. Og auðvitað kemur maður frá dýra- garðinum út á flugvöllinn í Brússel til að taka á móti því. Vilduð þér gera mér þann greiða að annast það þangað? — Já — jú, það getur verið, stam- aði Tournemain vandræðalega. Eg vona að það sé hvorki Ijón né eitthvert ann- að óargadýr. Fulltrúi dýragarðsins leit fyrirlit- lega á manninn, eins og það væri móðgandi að væna hann um að vilja trúa öðru eins lítilmenni fyrir Ijóni. — Nei, þetta dýr gerir engum mein, sagði hann svo. Það er meira að segja tannlaust. Verið þér alveg óhrædd- ur. Svo benti hann pilti, sem stóð utan við gluggann. Pilturinn kom inn rétt á eftir með hvíta körfu í annari hend- flugferð inni og stóran kexkassa í hinni. Bonar- del tók lokið af körfunni og upp úr henni líkt og skeljaðan böggul, og lagði hann á borðið. — Þetta er pangolin, sagði hann, réttu nafni Manis tetradactyla og er af Manidesættinni. Það er maura- sleikja. Venjulega eru þessi dýr að- eins á ferðinni um nætur, en þessi er orðin svo töm að henni er sama um dagsbirtuna og vill þó helzt liggja þá og móka. Af forvitni höfðu allir farþegarnir nú þyr'pst í kringum þá. Meðal þeirra var Beatrice Tabogan „hin unga franska kabaret-stjarna“, eins Og hún hafði verið kölluð í götuauglýsingum seinustu 30 árin. Og þar var félagi hennar, Victor Victori, miðlungsleik- ari. Og þar var Lowstone hershöfðingi í Suður-Afríkuhernum og prófessor Verdune, sem hafði farið á vegum UNESCO til Kongo að koma einhverju viti í trumbuslátt Svertingjanna. Pangolin lá fyrir eins og hún væri dauð og öll í hnút, en nú rétti hún úr sér, teygði fram langt og mjótt trýn- ið, og í örlitlum hausnum voru tvö augu, sem störðu á fólkið. Bonardel strauk henni um hnakkann með visi- fingri og henni þótti það sýnilega mjög gott. ‘ 5f!il — Jæja, Tournemain, eruð þér nú óhræddur? spurði hann. — Jú, jú, og yður er alveg óhætt að treysta mér. Ég skal sjá um dýrið. — Vel á minnst, sagði Bonardel, í þessum kassa er nestið hennar. Og nú skal ég sýna yður, hvernig þér eigið að fóðra hana. Það er ofur einfalt. Hann dró kexkassann að maura- sleikjunni og hún réðist þegar til upp- göngu og stóð þar svo á afturfót- unum. Á kassanum var stútur og í honum korktappi. Bonardel tók tapp- ann úr og maurasleikjan stakk trjón- unni á kaf niður í gegn um stútinn og nú ijómuðu augu hennar af ánægju. — Það eru rauðir maurar í kassan- um, sagði Bonardel, og þegar hún rekur tunguna niður í hrúguna, þá loða maurar við tunguna og hún sleik- ir þá upp í sig. — En eruð þér nú viss um að þetta nægi henni til ferðarinnar? spurði Tournemain. — Alveg viss um það. í kassanum eru fjögur kíló af nýveiddum maurum. Beatrice Tabogan fann að nú var kominn tími til þess að hún vekti at- hygli á sér fremur en maurasleikjunni. — En hvað er þá um þessa veslings litlu maura í kassanum, sagði hún með innilegri hluttekningu. hefir nokk- ur hugsað um það hvað þeir eigi að fá að borða á þessari þriggja daga ferð? — Verið alveg róleg, sagði Bonardel. Ég setti dauða rottu í kassann og hún ætti að nægja þeim. ve Fyrstu tvo dagana bar ekkert til tíðinda. Menn höfðu engin óþægindi af maurasleikjunni. f hvert skipti sem hún hafði fengið að eta, var henni leyft að ganga um gólfið í flugvélinni, og svo var hún látin í körfuna sína aft- ur. Þar hnipraði hún sig saman og sofnaði. En ábyrgðartilfinningin hafði stig- ið Tournemain til höfuðsins. Þegar flugvélin staðnæmdist á flugvellinum í Kano, hafði hann rekist þar á franskt ferðafólk, sem var á leið til Fort- Lamy. Og nú kynnti hann sig ekki lengur sem skrifstofumann, heldur sem umboðsmann dýragarðsins í Brússel, á heimleið með allskonar fá- gæt dýr úr frumskógum . Kongo. — Sem stendur er ég að vinna að ritgerð um Menis tetradachtyla fyrir vísindafélagið, sagði hann við þá. En fásinnið og tilbreytingaleysið, sem vant er að vera í flugvélum, breyttist skyndilega áður en lauk. Þegar flugvélin fór frá Tripoli og iagði út yfir Miðjarðarhaf, þá lenti hún þar í miklu uppstreymi og skókst og ekoppaði alla vega. Farþegarnir köstuðust til og eins farangurinn, þar á meðal kassi með nokkrum kilóum af rauðum maurum. Taska nokkur fleygðist á hann og við höggið hrökk korktappinn úr stútnum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.