Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 537 í grænum dal á „Grænu eynni.“ Landslag þarna var svipað og í Laugar- dalpum. var þar móða yfir öllu. Úti fyrir Schielde-ósum kom hollenzkur hafnsögumaður á móti okkur og var með skipinu nokkra hríð, en síðan tekur belgiskur hafnsögu- maður við af honum og „lóssar“ skipið alla leið til Antwerpen. Var mér sagt að frá hafi væri 60—70 mílna leið þangað upp eftir fljót- inu. Höfnin var opnuð fyrir okkur kl. 12 á miðnætti og Goðafoss lagð- ist að bryggju þar sem mörg skip á stærð við hann geta legið hvert aftur af öðru. Þarna á hafnarbakk- anum var ein pakkhúslengja og opin mót höfninni. I „VERSLUNARGÖTU“ Daginn eftir fekk Hafliði yfir- vélstjóri mér leiðsögumann um borgina. Það var Ingvar Björnsson vélstjóri og honum var trúandi fyrir þessum álf, sem var eins og hálfviti í stórborg. Við fórum víða um, skoðuðum stór verslunarhús, þar sem hundruð manna voru við afgreiðslu, ráðhúsið, torgið og tvær eða þrjár kaþólskar kirkjur, sem mér þótti heldur forneskjulegar. — Svo segist hann skuli sýna mér ein- kennilega verslunargötu, og ekki sá ég eftir því. Þarna voru þá upp- ljómuð kvennabúr, þar sem ljóm- andi jómfrúr sýndu sig í gluggun- um, en aðra verslunarvöru var þar ekki að hafa. Ég hefði óefað keypt eina, ef ég hefði treyst mér að fá innflutningsleyfi á han'a á íslandi. Og mér fannst þeim lítast vel á mig, svo að ég gekk nær. Þá segir hann: „Varaðu þig, þær geta stokk- ið út og þrifið af þér hattinn“. — „Ætli þær mætti þá ekki fara með kúfinn“, segi ég, „ekki fer ég að sækja hann inn til þeirra“. — „En það getur svo sem líka vel verið að þær stökkvi út tvær eða þrjár og dragi þig inn“, segir hann. Þá leizt mér nú ekki á bhkuna og vildi ekki verða bergnuminn af þeim huldumeyum, svo að ég hypjaði mig burf. Eftir það fórum við víða og kom- um að lokum í stóra verslun, sem Goðafoss skiftir við. Þar er þá Haf- liði fyrir og var að tala vig frú Cobbins, konu kaupmannsins. ►— Hann benti henni á mig og segir: „Hvernig lízt þér á þennan 83 ára ungling, sem með okkur er?“ Hún varð þegar upp til handa og fóta og ætlaði að ná í mig og gefa mér í staupinu, en varð heldur sein, þvi að þá var ég horfinn. Daginn eftir færði brytinn á Goðafossi mér eitt kíló af súkkulaði og sagði að það væri frá frúnni til aldursforsetans á skipinu. Já, svona tóku þær mér vel frúrnar í stórborgunum! Tvær þýzkar konur voru á skip- inu. — Þær fóru með mig út í skemmtigarð og sá ég fátt í hon- um nema þær. Jú vindmylna var þar og klifruðumst við upp í hana. Og innf í skóginum sá ég mann vera að slá með orfi og Ijá, alveg eins og á íslandi fyrrum. Svo kom- um við að brú á þurru landi, og voru margar tröppur upp á hana báðum megin. Hún lá yfir járn- brautarteina, og þetta varð maður að príla, því að ekki mátti ganga yfir teinana.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.