Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 543 r» Upprisan. Hin ný- fædda vera stendur yfir tómri brynjunni og er mjög olík skor- kvikindi því, sem skreið upp úr jörð- inni. Hún biður þarna meðan hinir þykku flipar verða að stóruin gegnsæum vængjum, sem geta lyft henni hátt mót ljósi og degi. if Jarðbyggjarnir £á vængi EN þegar tók að vora nú síðast, fundu þessir jarðarbúar að merki- leg breyting var í nánd. Þeir fóru að graía í kring um sig og þokast nær yfirborði. Þeir grófu göng beint upp þangað til þeir komust undir bert loft til þess að verða að umskiftingum, fljúgandi ver- um, lifa stutt tilhugalíf, auka kyn sitt og' deya svo. Hvers konar hvatúð er það sem stjórnar atferli þessara kvikinda? Hvert þeirra heíur lifað út af fyrir sig niðri í jörðinni í samfelld 17 ór. En finna þau öll á sér samtímis, að „upprisudagur“ þeirra er kominn? Nokkur koma á undan, önnur doka lengur við, en meginþorrinn kemur upp úr jörðinni samtímis eða á fá- um nóttum. Á sumum stöðum er þá hola við holu á jörðinni, hver um hálfan þumlung á vídd. Upp um þessar holur hafa þau komið og þaer geta verið allt að 40.000 umhverfis eitt einasta tré. Það er engin furða þótt sumum mönnum finnist stefnuvargur hafi sprottið upp á einni nótt. Fyrir 30 árum sagði „New York Times“ að enginn maður hefði séð þessi kvikindi koma upp úr jörð- inni, og margir hafa tekið undir það síðan. Það er satt að þau skríða alltaf upp á yfirborðið í myrkri. En nú á seinni árum hafa menn fylgzt með þessu með því að bregða upp sterku ljósi þar sem þau eru að koma upp úr holunum. Þati eru þá brún á htinn, með stórum eldrauð- um augum. Þau eru ekki ósvipuð krabba, og göngulaginu svipar til göngulags krabba fyrst er þau koma upp á yfirborðið. Á fremstu fótunum eru voldugar krabbaklær, sem þau hafa notað til að grafa. Brátt skríða þau að næsta tré, eins og þeim sé vísað á það. Þau klífa kippkorn upp í það, læsa krabba- klonum þar i rifur á berkinum, eða í blöðin, og reyna fyrir sér hvort þær sé nú vel fastar. •jc Hamskiftingar ÞEGAR þessu er lokið, er því lík- ast sem kvikindið fái krampa og engist sundur og saman. Allt í einu springur skelin á baki þess. Það engist enn nokkra stund og sprung- an gleikkar, og út um þessa sprungu skríður svo gulhvítt kvik- indi, með eldrauð augu og tvo svarta bletti í hnakkanum. Það skilur við skelina, sem það kom úr og hún hangir þarna tóm á trénu, læst í það með krabbaklónum. En á þessu nýa kvikindi eru engar krabbaklær, heldur grannir fætur. Það er heldur óburðugt, því að utan á því er ekki nema þunn himna, og út úr því þykkir flipar sem virðast vera því til trafala. En á þessu verður mikil breyting þeg- ar fyrstu nóttina. Fliparnir verða allt í einu að stórum næfurþunnum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.