Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1953, Blaðsíða 10
544 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS og gegnsæum vængjum. Gulhvíti liturinn á skrokknum breytist líka, verður fyrst grár eða brúnleitur og verður síðan kolsvartur og gljá- andi og himnan harðnar um leið. Og í dögun er þarna komin spengi- leg fluga, sem sveiflar sér á loft og flýgur upp í hæstu trjátoppa og byrjar að mala og gnauða. 'A' Ekki engisprettur ÞEGAR pílagrímaleiðangurinn var hjá Cape Cod 1634, þaut þar allt í einu út þessi mergð af „cicada“. Indíánar kipptu sér ekkert upp við þetta, því að ^>eir voru þessu al- vanir, en pílagrímarnir höfðu aldr- ei áður séð neitt þvílíkt og þeir heldu að þetta væri engisprettur, eins og þær, er forðum herjuðu á Egyptaland. Og þeir voru alveg vissir í sinni sök þegar þeir hlust- uðu á hávaðann í þeim og heyrðist þær segja ,.F-a-a-a-a-ró“, og heldu að þær ættu við Faraó Egypta- landskonung. En þessi kvikindi eiga ekkert skylt við engisprettur. Þau eru af allt öðru kyni og öðru vísi að hátt- um. Engispretturnar fara um óra- vegu og bíta gras, en „cicada“ lifir á því að sjúga til sín næringu úr blöðum og heldur sig alltaf á sömu slóðum. ^ Ólík öðmm skorkvikindum ^ „CICADA“ er ólík öðrum skorkvik- indum í því hvað hún er langlíf, Menn þekkja nú um 680.000 teg- undir skorkvikinda. Fæst þeirra lifa lengur en eitt ár og fjöldinn allur ekki nema fáar vikur eða fáa daga. En „cicada“ er 17 ár að ná fullum þroska. Önnur tegund ná- skyld þroskast á 13 árum, og sumir fræðimenn halda að til sé aðrar tegundir er lifi enn lengur. Þetta er hámarksaldur á skordýri. Þessi kvikindi hafa það og fram yfir önnur skordýr hvað þau eru hávær, og „talfæri“ þeirra eru miklu margbrotnari en hjá flestum öðrum lifandi verum. En það eru aðeins karldýrin sem hafa hljóðin. Því sagði gríska skáldið Xenarchus í fornöld um þá tegund þessara kvikinda, sem finnst í Evrópu: „Gott eiga þessir cicade-karlar, því að þeir eiga allir mállausar konur“. Enginn sem heyrt hefur sólar- sönginn í þeim, mun nokkru sinni geta gleymt honum. Það er einna líkast því að mörg hundruð stór- viðarsagir sé í senn að hamast á hörðum kvistum. Þetta urgandi hljóð smýgur mönnum í gegn um merg og bein. Og hávaðinn er svo mikill, að stundum hefur orðið að senda börn heim úr skóla, vegna þess að ekki var hægt að kenna fyrir þéssum hávaða. Sagt er að bílstjórar, sem koma skyndilega inn í skóg, þar sem fullt er af þess- um organdi kvikindum, snafstöðvi bíla sína því að þeir haldi fyrst að þessi furðuhávaði komi úr hreyfl- inum og skilja ekkert í því. Sums staðar heyrist ekki mannsins mál á götum í smáþorpum fyrir hávað- anum í þessum kvikindum. Eru karlflugurnar að kalla á maka sína? Það veit enginn. Fyrst heldu vísindamenn að kvenflug- urnar væri heyrnarlausar, en ný- lega hafa menn komizt að því, að eyrun á þeim eru aftur á belg. ★ 17 árgangar + ÞESSI skorkvikindi gera vart við sig einlwers staðar í Bandaríkjun- um á hverju sumri, og þess vegna halda menn að til sé „17 árgangar“ af þeim. Þeir eru mjög mismun- andi. Það sem menn kalla XI. ár- gang, og væntanlegur er næsta sumar, þá er um hann að segja að hann virðist á hraðri leið til tor- tímingar. En X. árgangurinn, sem var á ferð í sumar, er langsamlega öflugastur. Eins er talið að 13 árgangar sé af 13 ára kvikindinu, en það eru aðeins tveir þeirra sem nokkuð kveður að. Þessi kvikindi eru á öðrum slóðum og sunnar en hin. „Cicadas“ eðla sig eitthvað 10 dögum eftir að þær hafa skriðið úr híðinu og eru orðnar að flugum. Fáum dögum seinna byrjar svo kvenflugan að verpa. Hún er með tvo sagtenta brodda neðan á kviðn- um og með þeim ristir hún rákir í börk á ungum og grönnum trjá- greinum, og í þessar rákir lætur hún egg sín, en þau geta verið ailt að 600 að tölu. Fáum vikum seinna skríða ung- arnir úr eggjunum. Þeir hrapa nið- ur á jörðina og grafa sig óðar nið- ur. Og þau litlu kvikindi, sem grófu sig niður núna í ágúst, munu ekki koma upp á yfirborðið aftur fyr en árið 1970. (fTtdtátjur úr grein í Geográþhic Magaziné) Veiztu þetta Snjóbirta (eða snjóblinda) stafar af því að endurkast sólargeisla frá snjón- um brenna augun. _©Ö__ Sniglar geta lifað fjóra mánuði án þess að fá nokkra fæðu. —©O— Sólarljósið er 400.000 sinnum bjart- ara heldur en tunglsljósið. —OO— Þegar Spánverjar komu til Yukatan í Mexiko árið 1519, þá notuðu Indíán- ar þar tóbak, reyktu og tóku í nefið. —OO— í fornöld var það venja meðal Júða að trúlofunarhringar voru þrir, einn handa brúðurinni, annar handa brúð- guma og þriðji handa svaramanni. í Rússlandi var það venja á keisaratím- anum, að trúlofunarhringar kvenna voru sjöfaldir, sjö mjóir gullhringar tengdir saman með demanti. Þetta átti að merkja að þær skyldi vera trú- ar manni sínum alla daga vikunnar. —OO— Japanar fundu upp blævænginn á 17. öld. Á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.