Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 2
552 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JÖRGEN BUKDAHL: ö!l íslenzk menningarverðmæti eiga að sendast heim til sín ÞEGAR Norðuiiundaráðið sat á rokstoluni i Kaupmannahöfn i vctur sem leið, grcip danski rithöfundurinn Jörgen Bukdahl tæki- færið til þess að minna það á handritamálið. Grein hans um þetta tfni birtist í Lesbók 22. marz, og mun menn reka minni til hve cinarðlega og drengilega hún var rituð. Handritamálið hefur nú verið Iátið liggja í þagnargildi um hrið vegna kosninganna í Dan- mörku. En þegar kosningahríðin mesta var um garð gengin, bað Lesbók Bukdahl að segja álit sitt um horfurnar. Hann sendi þá þessa grein og má á henni sjá hve skeleggan liðveizlumann vér eigum þar sem hann er og af hve mikilli raunsæi og skilningi hann lítur á þetta mál. — HORFURNAR? Nú eru kosning- ar fyrir dyrum og allir hugsa um þær. Handritamálið liggur í þagn- argildi á meðan. En hamagangur prófessoranna við Kaupmanna- hafnar háskóla gegn afhendingu handritanna, heíur haft talsverð áhrif mjög víða og jafnvel meðal frjálslyndra manna. — Röksemdir þeirra voru að mínu áliti léttvæg- ar, þeir reyndu að slá á rómantíska strengi með „oldnordisk“ bók- menntum. En hér er um að ræða íslenzkar þjóðarbókmenntir, sem hafa fengið þýðingu fyrir öll Norð- urlönd. Þeir fóru í kring um það á ísmeygilegan hátt, en komu ekki nærri kjarna málsins. En kjarni málsins er frá mínu sjónarmiði ekki fyrst og fremst hin marglcsnu frægu handrit af Eddu og sögunum, þau sem sýningin var haldin á í Kaupmannahöfn.... Ég fór ekki að skoða þá sýningu. Mér fannst grátlegt að vita til þess að hér í Danmörku væri verið að sýna sem danska eign, það sem tr arfur annarrar frjálsrar og sjálfstæðrar norrænnar þjóðar. Það var jafn átakanlegt eins og að sjá norður- slésviska Nydamsbátinn (okkar Osebergskip) í vörzlu Þjóðverja í Gottorphöll hjá Slésvík. Og jafn- átakanlegt hefði það verið ef dönsku gullhornin hefði verið í Reykjavík og í eign Islendinga. — Allir slíkir munir eiga að vera á sínum stað. Svo er um Árnasafn í heild. Og þó legg ég höfuðáherzl- una á meginhluta safnsins, því að auk skinnbókanna eru þar fyrst og fremst skjöl, er snerta íslenzka menningu frá hérumbil 1300—1750, Ijóðmælin frá kaþólskri tíð og eftir siðbótina og — já, hvað á ég að segja — frá tímabili Jóns Vídalíns, og þá sérstaklega rímna-fjársjóður- inn, sem ásamt Passíusálmum Hall- gríms Péturssonar og Vídalínspost- illu, voru kjarninn í menningarlífi þjóðarinnar þegar neyðin var stærst. — — Ég þekki máske ekki nógu vel íslenzkt menningarlíf, en mér er spurn: Mundi það hafa getað staðið jafn óbrotgjarnt og óbifanlegt, ef rímurnar hefði ekki verið og hinir Jörgen Bukduhl snjöllu rímarar hefði ekki borið það uppi þangað til þeir Bjarni og Jónas komu, já, allt fram til þess er rímnalistin endurfæddist með snillingunum Bólu-Hjálmari og Sigurði Breiðfjörð? Þegar öllu er á botninn hvolft, þá voru það rím- urnar, Passíusálmarnir og Vídalíns postilla, sem hugguðu og töldu kjark í þjóðina á hörmungatímum, fremur en fornsögurnar og Edda. Furðuverkin í íslenzkum bók- menntum eru ekki hin glæsilega byrjun með Eddu og fornsögunum, og ekki heldur endurreisnin með Bjarna og Jónasi, heldur afköstin á hinum myrku öldum þar á milli, þegar eldsumbrot, drepsóttir og verslunareinokun voru við það að stráfella þjóðina. Aldrei get ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.