Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Blaðsíða 12
. 562 LESBÖK MORGUNBL'AÐSINS skera tvisvar sinnum handfylli vinstri handar, þ. e. tvo skurðar- hnefa, er kominn einn hnefi eða hálf hönd. Fjórir skurðarhnefar eða tveir hnefar gera eina hönd. Áður voru hafðar 6 hendur í hverj- um parti, og voru þeir þá nefndir heilpartar, en nú er vanalegra að hafa þriggja handa parta: hálf- parta. Þegar búið er að skera í einn part, eru teknar hinar lengstu og gerðarlegustu melstengur, sem finnanlegar eru, upp með rótum og festar saman — við axið. Er svo búið til úr þeim nokkurs konar band, er nefnist bendi, þannig að 8 stangir eru lagðar saman og fest- ar (um axið, eins og áður er tekið fram) við aðrar 8 stangir eða þar um bil, Þetta kunna eigi aðrir en þeir, sem vanir eru melavinnu. — Bendið er síðan lagt á jörðina, og er svo tekinn einn skurðarhnefi, hnefi eða jafnvel hönd í einu og lagt ofan á bendið, þannig að axið er allt öðrum megin, en stöngullinn hinum megin. Síðan er hert að partinum, og endarnir á bendinu að þyí búnu snúnir saman og þeim svo stungið inn undir bendið. Einn hestburður af mel er vana- lega 8 hálfpartar (þriggja handa partar), en þegar melur er seldur eða látinn upp í almenn gjöld, er venjulega talinn löghestur = 12 hálfpartar, og er hann því Vz stærri en vanalegur hestburður eða sama sem þrjú klyf. Þess verður ávallt að gæta, þegar melur er fluttur, að axið snúi upp í böggunum, því að annars hristist kornið úr því. Part- arnir eru svo annað hvort látnir inn í útihús eða í lanir úti og þá tyrft yfir axið. Þegar heyannir og melatími er úti, er byrjað að skaka melinn, þ. e. að hrista kornið úr axinu á mel- stönglunum. Áður en verk þetta byrjar, eru tveir staurar, með nokkuru millibili, settir upp þann- ig, að annar endi þeirra er grafinn í jörðu og moldinni þjappað að, þeim til styrktar. Við þá er síðan festur biti eða þverslá, og er hæð hans frá jörðu hér um bil \Vi alin. Að þessu öllu búnu er komið með svo og svo marga melparta og leyst utan af þeim bendið. Síðan eru teknar tvær handfyllir af mel- stönglum í senn (ca. um miðjan stöngul), og veit axið frá en stöng- ullinn að þeim, sem skekur. Mel- vöndlum þessum er svo slegið ótt og títt við þverslána, en við það losnar kornið (með hýðinu) úr ax- inu og fellur af hinum megin við þverslána. Jafnóðum og skekið er, eru hinar tómu melstangir látnar afsíðis, og þegar búið er að skaka heilan part, er hann bendtur á sama hátt og áður. Er melurinn síðan brúkaður sem eldsneyti, þeg- ar kornið er kynt; einnig er hann mjög notaður til að þekja hús í stað skógarviðar í öðrum sveitum og þykir jafnvel endast betur til þeirra hluta. í óhagstæðu tíðarfari að hausti til — rosa og rigningum — er algengt, að melurinn sé skek- inn í húsum inni (útihúsum) með svipuðum útbúnaði og áður er lýst. Islenzka kornið er því næst sett í lanir, sem eru þaktar utan mel og yzt með torfi. Verður að gæta þess, að vatn nái eigi að komast inn í þær og að kornið sé svo þurrt, sem unnt er, til þess að eigi hitni í því í lönunum. SOFNHÚS OG SOFNHÚSVERK SOFNHÚS eru þau hús nefnd, sem íslenzka kornið er verkað í. Nafn sitt draga þau af því, að það, sem verkað er í einu af korni, nefnist sofn. Að utan eru þau í engu frá- brugðin venjulegum fénaðarhúsum eða torfkofum. Innri vegghleðsia úr hnausum eða torfi, en sú ytri úr snyddu, og með torfþökum. En þeg- ar inn í þau er komið, er auðséð, að þau eru hvorki fénaðarhús né geymslukofar. Dyr eru oftast sunn- an í móti, og þegar inn er komið, skiptist kofinn í tvo nærri jafnstóra karma eða krær, þannig að í miðju húsi eru hlaðnir tveir kampar jafn- háir veggjunum andspænis hvor öðrum og reft yfir þá að ofan, og myndast þannig smádyr á milli þeirra. í öðru hvoru horninu við dyrnar í ytri krónni er stór tunna grafin niður í gólfið upp að miðju. Hafa báðir botnar verið teknir úr henni, en í þess stað er kvarnar- steinn hafður í botni gryf junnar og tunnulaggirnar látnar falla yfir hann. Innri króin skiftist í tvennt: Frá veggjabrún og kampabrún niður að gólfi er sérstakt hólf, og í miðju þess (í gólfinu) er eldstæðið. Er því komið fyrir í dálítilli þar til gerðri lægð, en til þess að undirblástur geti átt sér stað, eru járnrimlar settir þversum yfir hana, og verð- ur þá hol undir eldinum, sem örvar loftrásina. — Efra hólfið í innri krónni er nefnt sofnstæði. Er það loftpallur lítill, gerður á þá leið, að tveir bitar eru lagðir, samhliða, af kömpunum, sem aðgreina hús- krærnar, inn í gaflhlaðið og síðan reft yfir með mjóum röftum, sem stungið er inn í veggina öðrum megin, en hinir endar þeirra hvíla á bitunum .Eru því bitarnir eða burðartrén langsum, en raftarnir þversum. Ofan á grind þessa eru svo lagð- ar hinar svonefndu fláttur. Þær eru búnar til úr melstönglum þannig, að ca. 3—4 stönglar eru teknir í senn og bundnir til beggja enda við jafnmarga stöngla fyrir neðan axið. — Þó verður hvert stönglakerfi, hvort sem í því eru hafðir 3 eða 4 stönglar, að liggja í gagnstæðri átt hvert við annað á víxl. Ef byrjað er t. d. að láta öxin í fyrsta stönglabindinu snúa til hægri, þá eiga þau að snúa til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.