Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1953, Side 12
562 LESBÓK MORGUNBL'AÐSINS skera tvisvar sinnum handfylli vinstri handar, þ. e. tvo skurðar- hnefa, er kominn einn hnefi eða hálf hönd. Fjórir skurðarhnefar eða tveir hnefar gera eina hönd. Áður voru hafðar 6 hendur í hverj- um parti, og voru þeir þá nefndir heilpartar, en nú er vanalegra að hafa þriggja handa parta: hálf- parta. Þegar búið er að skera í einn part, eru teknar hinar lengstu og gerðarlegustu melstengur, sem finnanlegar eru, upp með rótum og festar saman — við axið. Er svo búið til úr þeim nokkurs konar band, er nefnist bendi, þannig að 8 stangir eru lagðar saman og fest- ar (um axið, eins og áður er tekið fram) við aðrar 8 stangir eða þar um bil. Þetta kunna eigi aðrir en þeir, sem vanir eru melavinnu. — Bendið er síðan lagt á jörðina, og er svo tekinn einn skurðarhnefi, hnefi eða jafnvel hönd í einu og lagt ofan á bendið, þannig að axið er allt öðrum megin, en stöngullinn hinum megin. Síðan er hert að partinum, og endarnir á bendinu að því búpu snúnir saman og þeim svo stungið inn undir bendið. Einn hestburður af mel er vana- lega 8 hálfpartar (þriggja handa partar), en þegar melur er seldur eða látinn upp í almenn gjöld, er venjulega talinn löghestur — 12 hálfpartar, og er hann því % stærri en vanalegur hestburður eða sama sem þrjú klyf. Þess verður ávallt að gæta, þegar melur er fluttur, að axið snúi upp í böggunum, því að annars hristist kornið úr því. Part- arnir eru svo annað hvort látnir inn í útihús eða í lanir úti og þá tyrft yfir axið. Þegar heyannir og melatími er úti, er byrjað að skaka melinn, þ. e. að hrista kornið úr axinu á mel- stönglunum. Áður en verk þetta byrjar, eru tveir staurar, með nokkuru millibili, settir upp þann- ig, að annar endi þeirra er grafinn í jörðu og moldinni þjappað að, þeim til styrktar. Við þá er síðan festur biti eða þverslá, og er hæð hans frá jörðu hér um bil 1% alin. Að þessu öllu búnu er komið með svo og svo marga melparta og leyst utan af þeim bendið. Síðan eru teknar tvær handfyllir af mel- stönglum í senn (ca. um miðjan stöngul), og veit axið frá en stöng- ullinn að þeim, sem skekur. Mel- vöndlum þessum er svo slegið ótt og títt við þverslána, en við það losnar kornið (með hýðinu) úr ax- inu og fellur af hinum megin við þverslána. Jafnóðum og skekið er, eru hinar tómu melstangir látnar afsíðis, og þegar búið er að skaka heilan part, er hann bendtur á sama hátt og áður. Er melurinn síðan brúkaður sem eldsneyti, þeg- ar kornið er kynt; einnig er hann mjög notaður til að þekja hús í stað skógarviðar í öðrum sveitum og þykir jafnvel endast betur til þeirra hluta. í óhagstæðu tíðarfari að hausti til — rosa og rigningum — er algengt, að melurinn sé skek- inn í húsum inni (útihúsum) með svipuðum útbúnaði og áður er lýst. Islenzka kornið er því næst sett í lanir, sem eru þaktar utan mel og yzt með torfi. Verður að gæta þess, að vatn nái eigi að komast inn í þær og að kornið sé svo þurrt, sem unnt er, til þess að eigi hitni í því í lönunum. SOFNHÚS OG SOFNHÚSVERK SOFNHÚS eru þau hús nefnd, sem íslenzka kornið er verkað í. Nafn sitt draga þau af því, að það, sem verkað er í einu af korni, nefnist sofn. Að utan eru þau í engu frá- brugðin venjulegum fénaðarhúsum eða torfkofum. Innri vegghleðsia úr hnausum eða torfi, en sú ýtri úr snyddu, og með torfþökum. En þeg- ar inn í þau er komið, er auðséð, að þau eru hvorki fénaðarhús né geymslukofar. Dyr eru oftast sunn- an í móti, og þegar inn er komið, skiptist kofinn í tvo nærri jafnstóra karma eða krær, þannig að í miðju húsi eru hlaðnir tveir kampar jafn- háir veggjunum andspænis hvor öðrum og reft yfir þá að ofan, og myndast þannig smádyr á milii þeirra. í öðru hvoru horninu við dyrnar í ytri krónni er stór tunna grafin niður í gólfið upp að miðju. Hafa báðir botnar verið teknir úr henni, en í þess stað er kvarnar- steinn hafður í botni gryfjunnar og tunnulaggirnar látnar falla yfir hann. Innri króin skiftist í tvennt: Frá veggjabrún og kampabrún niður að gólfi er sérstakt hólf, og í miðju þess (í gólfinu) er eldstæðið. Er því komið fyrir í dálítilli þar til gerðri lægð, en til þess að undirblástur geti átt sér stað, eru járnrimlar settir þversum yfir hana, og verð- ur þá hol undir eldinum, sem örvar loftrásina. — Efra hólfið í innri krónni er nefnt sofnstæði. Er það loftpallur lítill, gerður á þá leið, að tveir bitar eru lagðir, samhliða, af kömpunum, sem aðgreina hús- krærnar, inn í gaflhlaðið og síðan reft yfir með mjóum röftum, sem stungið er inn í veggina öðrum megin, en hinir endar þeirra hvíla á bitunum .Eru því bitarnir eða burðartrén langsum, en raftarnir þversum. Ofan á grind þessa eru svo lagð- ar hinar svonefndu fláttur. Þær eru búnar til úr melstönglum þannig, að ca. 3—4 stönglar eru teknir í senn og bundnir til beggja enda við jafnmarga stöngla fyrir neðan axið. — Þó verður hvert stönglakerfi, hvort sem í því eru hafðir 3 eða 4 stönglar, að liggja í gagnstæðri átt hvert við annað á víxl. Ef byrjað er t. d. að láta öxin í fyrsta stönglabindinu snúa til hægri, þá eiga þau að snúa til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.