Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 5
W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - 571 s Skólagardabörnín leggja á stað í kynn- isför um nágrenni Iieykjavíkur. að mjög á hverju ári og nú í sum- ar störfuðu þar á þriðja hundrað unglingar. Hér er ekki um kaupgreiðslu að ræða fyrir þessi störf, heldur er það þannig, að unglingarnir fá upp- skeruna hver úr sínum garði. Upp- skeran er auðvitað all misjöfn eft- ir því hve mikla ástundun, verk- lagni og dugnað hver unglingur sýnir, en unglingarnir eru ekki allir gæddir hinum sömu kostum og hæfileikum að því leyti. Reynt er að láta börnin sjálf, eða foreldra þeirra, ráða því á hvaða tíma dags börnin vinna í Skóla- görðunum, því ætlazt er til að þau geti unnið eitthvað fleira, sem þau eða heimilið hafa gagn af, t. d. að bera út blöð, taka að sér sendi- ferðir fyrir einhver fyrirtæki, gæta ungbarna eða vinna eitthvað ann- að er þau fá kaup fyrir. Með því móti verður sumarstarfið fjöl- breyttara. Og svo getur líka verið að sum þeirra þurfi að hjálpa til á heimilum sínum einhvern ákveð- inn tíma úr degi. Á þetta allt verð- ur að líta. Kappkostað er að haga kennsl- unni í skólagörðunum þannig, að börnin finni ekki til þess að þau séu í verklegum skóla, heldur að þau vinni hér sjálfstætt hvert í sínum reit og að þessi dvöl í görð- unum eigi að vera nokkurs konar hvíld og hressing eftir innisetur við vetrarnámið. Þá er þeim bent á, að jafnframt þessu sé þeim gefið tækifæri til þess að hagnýta sér gróðurmagn jarðar til þess að draga björg í bú foreldra sinna, eða þá að selja framleiðsluna og íá peninga fyrir. Kennarar spjalla við börnin um vel unnin störf, og það sem mið- ur hefir tekizt, en þá er ekki tal- að í neinum ásokunarrómi, heldur Frá kynn- ingardcgi í Skólagörð- unum (for- eldradegi).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.