Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 16
582 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Oóa íitla Oóa ösa, litla Ósa með augun djúp og blá; svipi þínum sindra sóiargeislar frá. Létt um ljúfa vanga lióssins blika spor, Ósa, hjartans Ósa, þú ert mitt drauma vor. Hjalið hlýrra vara hreint sem englamál, angurskuggum evðir yngir hugans bál. Aftur augum ljóma æsku horfin lönd er þú. kæra Ósa. mér ástar réttir hönd. Jörðin andar ilmi, anganrósin grær, bjartar öllu blika bros þín yndisskær. Vængjast vona óður vöggu þinni hjá. Ósa, pabba yndi, ástin mömmu smá. _ Bljúgt er barnsins hjarta, en biturt lífsins hjarn. Vors og vizku dísir þitt vefi ævigarn. Bægi böli og syndum, birti þrautamein. Æ, þú geymir, Ósa, þín æskublómin hrein. KNÚTUR ÞORSTEINSSON frá Úlfsstöðum. A 3ia Érci Óðinshanar. Sjómenn vestra hafa til skamms tíma haft mjög illan bifur á Óðins- hönum. Þessir fuglar eru og nefndir skrifarar, sem mun vera komið af því, að þá er þeir synda, er eins og þeir kroti í sjóinn hálfhringa og ýmis teikn, þar eð þeir hafa ekki sundfit, heldur blöðkur á tánum. Sjómenn sögðu, að þá er skrifarar sæust úti á hafi, mætti ganga að því vísu, að skammt væri til þess, að á skellti ÍÞRÓTTAFRÖMUÐIR HEIÐRAÐIR — Fyrra laugardag var haldin samkoma hjá Skíðaskálanum í Hveradölum og þar afhjúpaðir minnisvarðar fremstu brautrvðjenda skíðaíþróttarinnar hér á landi, þeirra L. H. Mullers og Kristjáns Skagfjörð kaupmanna. Minnisvarðar þessir eru stuðlabergssúlur og afhjúpaði þá Þorsteinn Einarsson íþróttafulltnii. Auk nánustu vandamanna þeirra Miill- ers og Skagfjörð voru þarna sendiherra Norðmanna Andersen-Rvsst og frú og margir helztu forvígismenn íbróttanna hér á landi. Mvnd þessi var tekin rétt eftir afhjúpunina og sést þar fremst til vinstri Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi þar sem hann tekur í hönd ekkjufrú L. H. Muller, þá er næst Andersen-Rvsst sendiherra og frú hans, þar næst Leif Mulier og frú hans. Að baki má sjá þá Lárus Ottesen, Jens Guðbjörnsson, Stefán Björnsson, Bene- dikt G. Waage og marga fleiri kunna íþróttafrömuði. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). landsunnan hvassviðri, en landsvnn- ingsáhlaup voru áraskipum sérlega háskaleg, því þá varð ekki bjargað sér til lands á seglum, (Hagalín: Ég veit ekki betur). KÁLFSRÓFAN MIKLA Einu sinni hittust þeir nafnar, Guð- mundur Benediktsson á Bessastöðum í Fljótsdal og Guðmundur Benedikts- son á Rangá, Grímúlfssonar prests á Eiðum, Bessasonar. Guðmundur Magn- ússon segir nafna sínum það tíðinda, að hann hafi frétt frá útlöndum. að þar hafi fæðst svo stór kálfur, að rófan hafi vesrið tólf vættir. — Guðmundur Benediktsson segir að gamni sínu að sér þyki þetta ekki mikið, því að hann hafi nýlega lesið í útlendu blaði, að tólf járnsmiðir hafi þar smíðað ketil einn svo mikinn, að þegar þeir voru að hnoða naglana innan í katlinum, þá hevrði enginn högg til annars fyrir fjarlæeðar sakir. Guðmundi Magnús- svni bótti saean kynleg og spurði i grandlevsi, til hvers þessi mikli ketill muni hafa verið ætlaður. „Til þess að sjóða í kálfsrófuna, sem þú varst að seeia frá,“ svaraðí Guðmundur Bene- diktsson. (Þjóðs. Ól. Dav.) Galli á Langanesi. Hlióða-Bjarni, hinn alkunni um- rennineur. var orðheppinn og gat ver- ið meinyrtur. Eitt sinn spurði maður í Norðurlandi Bjarna: „Hvað kemur til að Langnesingar heya svo lítið?“ — „Það er löstur á Langanesi, kunn- ingi“, sagði Bjarni, „öll stráin eru föst á öðrum endanum."

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.