Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 11.10.1953, Blaðsíða 13
 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 579 Olíugeym- irinn kom- inn til Akraness. sendiherra, Vilhjálmur Þór forstjóri og Jóhann Hafstein alþingismað- ur (24.) Hermann Arason, ungur vestur-ís- lenzkur bóndi frá Argylebyggð í Kan- ada, kom hingað til þess að kynnast íslenzkum landbúnaði (25.) Varnarmálanefnd var leyst frá störfum samkvæmt eigin ósk, en i henni voru Hans G. Andersen fulltrúi í utanríkisráðuneytinu, Guðmundur í. Guðmundsson bæarfógeti í Hafnar- firði og Agnar Kofoed-Hansen flug- málastjóri (25.) Nýr sænskur sendikennari, Anna Larson fil. mag., kom til Háskólans (25.) Þórunn Jóhannsdóttir píanóleikari kom hingað til lands og helt nokkra hljómieika við ágætan orðstír. William Booth, yfirforingi Hjálpræð- ishersins, heimsótti ísland. MANNFUNDIR Aðalfundur Prestafélags Suður- lands var haldinn að Selfossi og var stjórn þess endurkosin, en hana skipa: Hálfdán Helgason prófastur að Mos- felli, séra Sigurður Pálsson í Hraun- gerði og séra Garðar Svavarsson í Reykjavík (5.) Landsþing Kvenfélagasambands fs- lands var haldinn í Reykjavík og sátu það 40 fulltrúar frá 17 héraðssambönd- um (8.) Fundur Stéttarsambands bænda var haldinn að Bjarkarlundi í Reykhóla- sveit. Voru þar gerðar margar sam- þykktir varðandi landbúnaðinn. For- maður var endurkosinn Sverrir Gísla- son bóndi að Hvammi í Norðurár- dal (10.) Landsmót íslenzkra esperantista var háð í Reykjavík og sóttu það nær 40 menn. Séra Halldór Kolbeins í Vestmanneyum var endurkjörinn for- maður (16.) I ATHAFNIR OG FRAMKVÆMDIR Menntamálaráðherra ákvað, að i skólum, sem lúta fyrirmælum mennta- málaráðuneytis, skuli þrír dagar á vetri sérstaklega helgaðir móðurmáls- kennslu (1.) Afráðið var að virkjun Efra-Sogsins verði hafin þegar á næsta ári (4.) Grindartum unðir háspennulínunni Stór olíugeymir (1600 smál.) var fluttur í heilu lagi frá Viðey til Akra- ness. Dró hafnarbáturinn Magni hann uppeftir, Guðmundur Ágústsson verk- fræðingur hafði lagt á ráðin, en vél- smiðja Kristjáns Gíslasonar sá um verkið (19.) Lokið var við að leggja háspennu- línuna frá Sogi til Reykjavíkur. Hvíi- ir hún á 199 grindaturnum (ekki um hundrað, eins og misprentaðist í næst- seinustu Lesbók). (20.) UNESCO hefir ákveðið að gefa út hljómplötur með þjóðlögum, þar á meðal íslenzkum þjóðlögum og hefir fengið Jón Leifs til að velja lög- in (26.) BÍLSTULDIR Ölvaðir menn komu um nótt að forsetabústaðnum, Bessastöðum, og létu dólgslega. Sáu menn að þeir voru í leigubifreið. Eftir nokkurt þref hurfu þeir á brott, en komu brátt aft- ur og stálu þá bíl, sem búið á. Fannst bíllinn seinna undir Öskjuhlíð, en ekki hafðist upp á mönnunum (8.) — Þá stálu þrír ungir menn bíl í Reykja- vík. Þeir náðust á Selfossi (13.) Leiðangur var gerður út til að rann- saka gamlar kofarústir í Snjóöldufjall- garði innan við Tungnaá. Virtust þessi mannvirki vera frá fyrra hluta 18. ald- ar og líklegt að útilegumaður hafi hafst þar við (2.) Götur Reykjavíkur eru nú samtals 143 km. á lengd. Þar af eru 38 km. malbikaðar götur (6.) Fegrunarfélag Hafnarfjarðar veitti verðlaun fyrir fegursta garðinn þar í bænum, en hann var á Jófríðarstaðaveg 9, að mati dómnefndar (4.) Nýtt blað, Stapafell, hóf göngu sína og er gefið út af Starfsmannafélagi á Keflavíkurflugvelli (5.) Miklar flotaaefingar voru á norðan- verðu Atlantshafi og hér við land undir mánaðarlok. Þær tókust ekki eins vel og til var ætlazt vegna stórviðra. LEIÐRÉTTING í greininni um ný bæanöfn í sein- ustu Lesbók misprentaðist hið nýa nafn á Litlu Seylu í Skagafirði. Bær- inn heitir nú Brautarholt .(ekkl Birki- hlíð).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.