Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 1
ÍMIÍi 49. tbl. H n J O L I N 1953 H H H H H ÞÓTT þér virðist dagar dimmir, Dýrðleg skaltu halda jól. Aftur birtir, aít- ur lifnar Allt það, sem á vetri kól. Þessu mönnum heitið hefur Hann sem minnzt er sérhver jól; Allt sem visnar vaknar aftur, Vermt af drottins hlýu sól. MEÐAN þér í hug og hjarta Heilög jóla- stjarnan skín, Gegnum rökkur dimmra daga Ðýrð- leg ómar rödd til þín, Hans, sem elskar allt, sem Iifir, Orðin heyrðu: „Kom til mín!" Haltu þér að honum meðan Heilög jólastjarnan skín. ÞÓTT þú berir hryggð í huga Halda skaltu dýrð- leg jól. Hann, sem allra harma þekkir, Hann sem lífsins vonir ól, Laetur falla á leiðir þínar Ljós og yl frá kærleiks sól. Snúðu þér til hans og haltu Helg og dýrðleg sérhver jól. Þorsleinn Gíslason XXVIII. árg. -tr -ar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.