Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 773 L 1 Bt „•>0 i i Reynið að teroja ykkur að s,iá allt með ástaraugum. Reynið þið að hugsa aðeins ástríkar liugsanir. Revnið þið að tala aðeins elskurík orð. Til þess þarf árvekni, mikla gætni og retu til að setja sig í spor annara, því að skilia er að fvrirgefa. Takist þetta, verða s^raum- hvörf í lífi ykkar. Það verður fullt af hamingiu og gleði. Þá verðið h'ð langtum heilbrigðari, því elskan er heilsuejafi. Ástúð er mönnum eðli- leg. Guðdómurinn er elskan siálf, og innsti eðlisþáttur okkar er guð- legur. Takist þetta verðið þið Hka langtum fallegri. þvi nð ólund, óvild og hræðsla gera menn súra á svip og aldraða fvrir ár fram. Með kærleiksríkum huga getum við haldið áfram að vera ung, hve oft sem iörðiri hringsólast frá fæðingu okkar. Þetta er leyndardómur lífsins, eins óbrigðull og hann er einfaldur og þúsund sinnum þýðingarmeiri en það, sem við sækjumst veniu- legast eftir. (Steingr. Arason). 5 mjög gestrisin og höfðu tíðum boð fyrir Garðstúdenta á heimili sínu á Garði. Lögfræðifyrirlestrar Jul. Lassen í kennslugreinum hans við háskólann voru mjög fjölsóttir, einnig af stúd- eritum frá Norðurlandaháskólunum, er komu til að hlusta á fræðilegar út- skýringar meistarans. Skriflegar æf- ingar hafði Lassen með þrengri hóp nemenda sinna. Jafnan var uppi fótur og fit meðal lögfræðistúdentanna á Garði, er þeir hröðuðu sér til þess að ná í kennslustundirnar hjá Lassen tímanlega, en skammt er á milli Garðs og háskólans, sem stendur í veglegu umhverfi andspænis Frúar- kirkju, er hefur að geyma mörg lista- verk eftir Thorvaldsen. Þær fimm aldir hartnær, sem liðri- ar eru frá stofnun háskóla i Kaup- mannahöfn. hefur framþróunin verið mikilvirk sem kunnugt er, í tímanna framrás við breytt viðhorf og að- stæður á sviði vísinda og mennta, en um það er eigi tilætlunin að ræða hér. En víst má telja, að hún hafi mótazt undir hefðrunnu, formföstu sniði, í fullu samræmi við gildandi kröfur hvers tíma, af aldagömlu starfi háskólakennaranna, er að vísu gerðu miklar kröfur til nemendanna, en eigi síður til sjálfra sín í þrotlausu starfi, svo tókst að skapa mikið álit á þessari æðstu menntastofnun nær og fjær, enda hafa Danir lengi verið taldir standa framarlega í flokki meðal helztu þjóða um vísindi og listir. — Háskólakennarar, sem við tóku, sömdu nýar kennslubækur í sínum fræðigreinum með greinar- gerðum og juku við hjá fyrirrennur- um sínum, eftir því sem nauðsyn krafði, vegna nýrra lagasetninga o. fl. og eigi úr litlu að moða af því, er hér var samandregið, fyrir þá nemendur, er tækifæri höfðu til að beita sér að víðtækara og meira alhliða námi, hver í sinni lærdómsgrein og til sam- anburðar. Forréttindi tslendinga afnumin Með sambandslögunum frá 30. nóv. 19?8, sbr. 13. gr., voru afnumin for- réttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnarhá- skóla. Fyrir afnám hlunnindanna, þ. e. Garðstyrksins, skyldu Danir greiða 2 milljónir króna, sbr. 14. gr. sem þá þótti allgildur sjóður. Af þessari upp- hæð átti svo að stofna tvo sjóði, til starfrækslu sinn í hvoru landi jafn- stóra, í því skyni að efla andlegt sam- band milli þjóðanna. í stofnskrá fyrir sáttmálasjóð Há- skóla fslands, sjá auglýsingu 29. júní 1919, er lýst margþættu hlutverki sjóðsins innan þeirra vébandá, er honum eru sétt. — Hlutur stúdenta virðist heldur rýr. svo sem við mátti búast, því í mörg horn var að líta, og verkefnin eigi fá. er biðu hins unga háskóla vors. Síðustu íslenzku stúdentarnir munu hafa átt að fara af Garði 1922 og sóknin til Hafnarháskóla minnkað um tíma. A seinni árum hefur tala íslenzkra Hafnarstúdentta, er nám stunda þar við háskólann, aukizt mjög aftur, svo aldrei hafa þeir jafn- margir verið og nú. Þótt nú sé Garður úr sögunni sem áfangastaður á námsbraut íslenzkra stúdenta mun minningin samt varð- veitast í þakklátum huga hjá þeim mörgu, er töldu sig þar hafa átt heima.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.