Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 14
772 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS X 5 ^JJuaarit'ó s c\ í \ s l \ Við skynjum kvöldsins kyrrð og frið, þann kærleiksmátt á lífsins rós. Við finnum opnast himins hlið í hjartans borg við jólaljós. Því dreifist myrkrið sorgar svarta og sóiin skín á hjarnið kalt. Við finnum gegnum geislann bjarta að guð er lífið bak við allt. Kjartan Ólafsson. ins Kaupmannahöfn væri, á þeim tímum. i ofnunum á Garði var brennt beykibrenni, er höggvið var í skóg- lendum Garðs. Gassuðutæki voru á hverjum gangi. Margir höfðu mála- mat hjá sjálfum sér og hæg heima- tökin við eldamennskuna. Gas var til ljósa. Neytendafélag var í góðu gengi hér. Garðbúar minnast hans lcngi Flestum, sem á Garði bjuggu, mun hafa orðið hlýtt til staðarins, og þess hafa margir minnzt, hve bjart hafi verið yfir dvalarárunum þar, sem voru þroskaárin við elfdir lærdóms og mennta. Félagslífið ágætt og sam- búðin góð. Vináttubönd, er oft vöruðu lengi, voru treyst milli stúdentanna frá báðum löndum. — Garðstúdentar hylltu margir frjálslyndar stefnur í stjórnmálum og létu tíðum að sér kveða í stjórnmálabaráttunni. Þeir, sem beittu sér fyrir bættum stjórnar- háttum, er miðuðu til umbóta á þjóð- arhag, áttu vissan stuðning stúdenta. Garðprófastur (præpositus) var kjörinn úr hópi helztu lærdóms- manna þjóðarinnar, hann skyldi vera háskólakennari. Formaður var hann jafnframt Garðprófastsstörfunum í stjórn nefndar þeirrar (Stipendie- Bestyrelsen) sem hafði á hendi fjái- reiður og umsjón hinna miklu eigna Regens- og Kommunitets stofnunar- innar, en þaðan frá runnu fjárstyrkir þeir, er stúdentar nutu og fé til rekstrar Garðs o. fl. Undir stjórn slíks manns gat þjóðin treyst því að hún kastaði eigi fé sínu á glæ, og að stúdentarnir ræktu skyldur sínar við námið, ynnu sig áfram og gerðist kleift síðar meir sem nýtum sonum fósturjarðarinnar, að ljúka skuld sinni við hana, helzt með rentum og renturentum í þjóðnýtu starfi. Vísi- prófastur var próíasti til aðstoðar. — Frá seinni tímurn munu margir minnast vísiprófasts Skouboe, er var mjög vel latmn meðal Garðbúa. Sér- stakur læknir var fyrir Garð, lækn- ingar, þar með og tannlækningar, ókeypis, sem og sjúkrahússvist. Hringjari (Klokker) nefndist fyrir- liði eða talsmaður, er Garðstúdenlar kusu úr eigin hópi, og þótti það veg- legt embætti. Þá er að geta húsvarð- ar, er gegndi margþættum störfum og oft reyndist sönn hjálparhelJa. — Hann og kona hans höfðu á hendi kaffi- og brauðaveitingar með :njög vægum kjörum. Húskarl var til að- stoðar, er eigi veitti af við burð á brenni, hreinsun ofna og við margs konar föndur. Til að þrifa til innan- húss voru ráðnir rosknar og reyndar konur undir stjórn umsjónarkonu (Oldfrue). Þær komu daglega til starfa sinna fyrir hádegi. Hreinlæti og góð regla ríkti í hvívetna. Garðprófastur Garðprófastur var á árunum 1896 til 1918, Julius S. V. Lassen, dr. juris frá 1879, kfennari við háskólann. — Hann andaðist 1923. Jul. Lassen átti mikilli hylli að fagna meðal stúd- enta, er virtu hann mikils, og um það voru allir sammála að hjá hon- um færu saman óvenjulegir mann- kostir með miklum gáfum og mennta þroska. — Hann var talinn einhver mesti lögspekingur sinnar tíðar á Norðurlöndum og ritaði mjög mikið um lögfræðileg efni. Með bókum sín- um um kröfurétt hafði hann mikil áhrif á réttarfar á Norðurlöndum sem lögbækur væru. Lassen var samt laus við allan lærdómshroka, og þrátt fyrir hið mikla álit sem hann naut bæði utan lands og innan, var hann jafnan mjög alþýðlegur í háttum og hinn ljúfmannlegasti í allri um- gengni sinni við stúdentana, er hann sýndi næstum föðurlega umhyggju. — Kvæntur var hann ágætiskonu af hinni gömlu og mjög merku Hviid ætt í Danmórku. Voru þau hjómn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.