Lesbók Morgunblaðsins - 24.12.1953, Blaðsíða 21
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
779
Steinkastið hjá Mina. Hér sést einn at þeim þremur steinum, sem pílagrímarnir
eiga að grýta.
vegna þess að ég var með mynda-
vélina.
Vér snæddum þarna miðdegis-
verð, steikt lambakjöt og hrísgrjón.
Síðan slógumst vér í hópinn, sem
stefndi upp á Miskunnarfjallið. —
Steinþrep eru upp eftir því og
liggja í ótal krákustígum á milli
steinanna. Alls staðar voru smá-
hópar manna, þar sem einn las
bænirnar fyrir, en hinir tóku undir
og buktuðu sig og voru svo niður-
sokknir í þetta að þeir sáu ekki oss
hina, sem streymdum fram hjá.
Efst á fjallinu er steinsúla. Þar
staðnæmdist ég og leit yfir mann-
hafið fyrir neðan. í vestri var sand-
rok, sem huldi hæðirnar þar um
kring og vegna þessa mökks var
eins og tjaldborgin mikla væri gul
að lit.
Tíminn leið seint og silalega
undir hinni brennandi sól. Það fer
engin hátíðleg athöfn fram á Arafa.
Menn biðjast fyrir, hver í sínu lagi,
eða þá í hópum, þar sem eru 50,
100 eða 150 saman komnir, og þar
er þá alltaf einn, sem hefur for-
sögu að bænunum.
Allir sneru sjónum i áttina til
Mekka, en gáfu þó jafnframt gæt-
ur að sólinni. Og um leið og hún
hvarf á bak við fjöllin í vestri, laust
allur manngrúinn upp ópi miklu.
Um leið var hleypt af byssu, og
það var til merkis um að nú ætti
allir að flýta sér til Muzdalifa.
(★}
Steinkastið
Þeir, sem voru á úlföldum, fóru
á undan, því að þeir eru alveg
eins lengi að fara þarna á milli eins
og spámaðurinn, en hann var
klukkustund eða lengur að fara
þarna á milli á úlfalda sínum. En
þeir, sem voru í bílum þurftu ekki
að flýta sér. Vér heldum því kyrru
fyrir og horfðum á stjörnurnar,
þessi „guðsaugu“, sem komu fram
á festingunni hver á eftir annarri.
Klukkan var orðin eitt um nóttina,
þegar vér lögðum á stað, en þá var
enn svo mikil þröng á aðalvegin-
um, að bílstjórinn fór hliðarstíga
til þess að komast áfram.
Vér töfðum ekki lengur í Musda-
lifa en þangað til vér höfðum feng-
ið oss afhentar þær 63 steinvölur,
sem hver maður verður að hafa
með sér til þess að geta tekið þátt í
steinkastinu hjá Mina.
Svo var haldið til Mina og tjald-
að þar á sama stað og áður. En árla
morguns vorum vér á fótum og
heldum þangað sem steinkastið fer
fram.
Samkvæmt helgisögn Múhameds
manna kom Satan þrisvar til Isma-
els hjá Mina til að freista hans, til
þess að óhlýðnast boðum föður síns
um að láta fórna sér. En í hvert
skifti stóðst hann freistinguna. Til
minningar um þett.a eru reistir þrír
steinar þar sem Satan freistaði
Ismaels. Og þessa steina eiga píla-
grímarnir að grýta með steinvölun-
um, sem þeir fengu í Musdalifa.
Það er kallað að grýta Satan. —
Menn kasta sjö steinum í lotu, en
loturnar eru þrjár við hvern stein.
Og í hvert skifti sem maður kastar
hrcpar hann: „Allahu akbar!“ —
(Guð er mestur). Vér köstuðum
vorum steinum, en urðum að gæta
þess jafnframt að verða ekki fyrir
steinum, sem þeir köstuðu, er voru
beint á móti okkur.
Spámaðurinn hefur innleitt þessa
athöfn í helgisiðina til þess að sýna
fylgjendum sínum, að þótt hver og
einn sé ekki mikill fyrir sér þegar
hann er aðeins vopnaður smástein-
um, þá sé sameiginlegur styrkur
þeirra allra mikill. Ég óskaði þess
í hjarta mínu, að þetta gæti einnig
sannfært alla Múhamedsmenn um,
að þeir verða að sameinast til þess
að geta unnið sigur á verstu óvin-
um sínum: fátækt, sjúkdómum, fá-
fræði og kommúnisma.
Frá Steinkastinu heldum vér til
fórnarstaðarins. Á þeim stað er
sagt að Abraham hafi ætlað að
fórna Ismael syni sínum, en þegar
að því var komið hafi engill birzt
og fært honum hrút til fórnar í
staðinn.
Til minningar um þetta fórna
Múhamedsmenn þarna kind, geit